„Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Tryggvi Páll Tryggvason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 17. mars 2023 11:54 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir augljóst að skoða þurfi vinnulöggjöfina. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. Þetta sagði Katrín í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Greint var frá því í gær að varaþingmaðurinn og fyrrverandi framkvæmdastjóri VG, Daníel E. Arnarson, og Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, hefðu sagt sig úr flokknum vegna óánægju með útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra, sem samþykkt var í vikunni. „Það er alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum og einhverjir af þessum félögum myndi ég telja til minna vina og góðra félaga þannig að það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ sagði Katrín. Telur þingmenn hafa unnið í samræmi við stefnu flokksins Útlendingafrumvarpið hefur reynst umdeilt en það var endanlega samþykkt á Alþingi í vikunni. Katrín segir þó að mikið púður hafi farið í að fjalla um umrætt mál á vettvangi Vinstri-grænna, fjöldi funda hafi verið haldnir. „Ég vil bara ítreka það að málið sem á endanum var lagt fram af dómsmálaráðherra í þinginu er ekki sama málið og hefur áður verið lagt fram. Á frumvarpinu voru gerðar veigamiklar breytingar að kröfu Vinstri-grænna og sömuleiðis voru gerðar breytingar á málinu í þinglegri meðferð sem meðal annars eiga rætur að rekja til þessa virka samtals við grasrótina í Vinstri grænum,“ sagði Katrín, sem telur að þingmenn flokksins hafi unnið í málinu af heilindum. Sjálf hefði hún greitt atkvæði með frumvarpinu hefði hún verið viðstödd atkvæðagreiðsluna. „Þannig að ég tel að þingmenn hreyfingarinnar hafi unnið að þessu máli af miklum heilindum og í samræmi við stefnu flokksins,“ sagði Katrín. Umræddar úrsagnirnar úr flokknum koma í aðdraganda landsfundar VG sem haldinn verður á Akureyri um helgina. Aðspurð að því hvort að úrsagnirnar varpi skugga á landsfundinn ítrekaði Katrín að það væri leiðinlegt að sjá á eftir góðum flokksmönnum og félögum. Engu að síður ætti hún á von á góðum umræðum um helgina. Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Barist um tvö embætti í VG Barist verður um tvö embætti á landsfundi Vinstri grænna sem hefst í Hofi á Akureyri á morgun. Ekki hafa borist framboð til formanns og varaformanns. Á fundinum verður einnig kosnir fjörtíu fulltrúar í flokksráð. 16. mars 2023 15:43 Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16. mars 2023 21:21 Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16. mars 2023 11:48 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Þetta sagði Katrín í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Greint var frá því í gær að varaþingmaðurinn og fyrrverandi framkvæmdastjóri VG, Daníel E. Arnarson, og Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, hefðu sagt sig úr flokknum vegna óánægju með útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra, sem samþykkt var í vikunni. „Það er alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum og einhverjir af þessum félögum myndi ég telja til minna vina og góðra félaga þannig að það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ sagði Katrín. Telur þingmenn hafa unnið í samræmi við stefnu flokksins Útlendingafrumvarpið hefur reynst umdeilt en það var endanlega samþykkt á Alþingi í vikunni. Katrín segir þó að mikið púður hafi farið í að fjalla um umrætt mál á vettvangi Vinstri-grænna, fjöldi funda hafi verið haldnir. „Ég vil bara ítreka það að málið sem á endanum var lagt fram af dómsmálaráðherra í þinginu er ekki sama málið og hefur áður verið lagt fram. Á frumvarpinu voru gerðar veigamiklar breytingar að kröfu Vinstri-grænna og sömuleiðis voru gerðar breytingar á málinu í þinglegri meðferð sem meðal annars eiga rætur að rekja til þessa virka samtals við grasrótina í Vinstri grænum,“ sagði Katrín, sem telur að þingmenn flokksins hafi unnið í málinu af heilindum. Sjálf hefði hún greitt atkvæði með frumvarpinu hefði hún verið viðstödd atkvæðagreiðsluna. „Þannig að ég tel að þingmenn hreyfingarinnar hafi unnið að þessu máli af miklum heilindum og í samræmi við stefnu flokksins,“ sagði Katrín. Umræddar úrsagnirnar úr flokknum koma í aðdraganda landsfundar VG sem haldinn verður á Akureyri um helgina. Aðspurð að því hvort að úrsagnirnar varpi skugga á landsfundinn ítrekaði Katrín að það væri leiðinlegt að sjá á eftir góðum flokksmönnum og félögum. Engu að síður ætti hún á von á góðum umræðum um helgina.
Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Barist um tvö embætti í VG Barist verður um tvö embætti á landsfundi Vinstri grænna sem hefst í Hofi á Akureyri á morgun. Ekki hafa borist framboð til formanns og varaformanns. Á fundinum verður einnig kosnir fjörtíu fulltrúar í flokksráð. 16. mars 2023 15:43 Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16. mars 2023 21:21 Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16. mars 2023 11:48 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Barist um tvö embætti í VG Barist verður um tvö embætti á landsfundi Vinstri grænna sem hefst í Hofi á Akureyri á morgun. Ekki hafa borist framboð til formanns og varaformanns. Á fundinum verður einnig kosnir fjörtíu fulltrúar í flokksráð. 16. mars 2023 15:43
Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16. mars 2023 21:21
Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16. mars 2023 11:48