„Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Tryggvi Páll Tryggvason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 17. mars 2023 11:54 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir augljóst að skoða þurfi vinnulöggjöfina. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. Þetta sagði Katrín í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Greint var frá því í gær að varaþingmaðurinn og fyrrverandi framkvæmdastjóri VG, Daníel E. Arnarson, og Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, hefðu sagt sig úr flokknum vegna óánægju með útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra, sem samþykkt var í vikunni. „Það er alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum og einhverjir af þessum félögum myndi ég telja til minna vina og góðra félaga þannig að það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ sagði Katrín. Telur þingmenn hafa unnið í samræmi við stefnu flokksins Útlendingafrumvarpið hefur reynst umdeilt en það var endanlega samþykkt á Alþingi í vikunni. Katrín segir þó að mikið púður hafi farið í að fjalla um umrætt mál á vettvangi Vinstri-grænna, fjöldi funda hafi verið haldnir. „Ég vil bara ítreka það að málið sem á endanum var lagt fram af dómsmálaráðherra í þinginu er ekki sama málið og hefur áður verið lagt fram. Á frumvarpinu voru gerðar veigamiklar breytingar að kröfu Vinstri-grænna og sömuleiðis voru gerðar breytingar á málinu í þinglegri meðferð sem meðal annars eiga rætur að rekja til þessa virka samtals við grasrótina í Vinstri grænum,“ sagði Katrín, sem telur að þingmenn flokksins hafi unnið í málinu af heilindum. Sjálf hefði hún greitt atkvæði með frumvarpinu hefði hún verið viðstödd atkvæðagreiðsluna. „Þannig að ég tel að þingmenn hreyfingarinnar hafi unnið að þessu máli af miklum heilindum og í samræmi við stefnu flokksins,“ sagði Katrín. Umræddar úrsagnirnar úr flokknum koma í aðdraganda landsfundar VG sem haldinn verður á Akureyri um helgina. Aðspurð að því hvort að úrsagnirnar varpi skugga á landsfundinn ítrekaði Katrín að það væri leiðinlegt að sjá á eftir góðum flokksmönnum og félögum. Engu að síður ætti hún á von á góðum umræðum um helgina. Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Barist um tvö embætti í VG Barist verður um tvö embætti á landsfundi Vinstri grænna sem hefst í Hofi á Akureyri á morgun. Ekki hafa borist framboð til formanns og varaformanns. Á fundinum verður einnig kosnir fjörtíu fulltrúar í flokksráð. 16. mars 2023 15:43 Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16. mars 2023 21:21 Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16. mars 2023 11:48 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Sjá meira
Þetta sagði Katrín í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Greint var frá því í gær að varaþingmaðurinn og fyrrverandi framkvæmdastjóri VG, Daníel E. Arnarson, og Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, hefðu sagt sig úr flokknum vegna óánægju með útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra, sem samþykkt var í vikunni. „Það er alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum og einhverjir af þessum félögum myndi ég telja til minna vina og góðra félaga þannig að það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ sagði Katrín. Telur þingmenn hafa unnið í samræmi við stefnu flokksins Útlendingafrumvarpið hefur reynst umdeilt en það var endanlega samþykkt á Alþingi í vikunni. Katrín segir þó að mikið púður hafi farið í að fjalla um umrætt mál á vettvangi Vinstri-grænna, fjöldi funda hafi verið haldnir. „Ég vil bara ítreka það að málið sem á endanum var lagt fram af dómsmálaráðherra í þinginu er ekki sama málið og hefur áður verið lagt fram. Á frumvarpinu voru gerðar veigamiklar breytingar að kröfu Vinstri-grænna og sömuleiðis voru gerðar breytingar á málinu í þinglegri meðferð sem meðal annars eiga rætur að rekja til þessa virka samtals við grasrótina í Vinstri grænum,“ sagði Katrín, sem telur að þingmenn flokksins hafi unnið í málinu af heilindum. Sjálf hefði hún greitt atkvæði með frumvarpinu hefði hún verið viðstödd atkvæðagreiðsluna. „Þannig að ég tel að þingmenn hreyfingarinnar hafi unnið að þessu máli af miklum heilindum og í samræmi við stefnu flokksins,“ sagði Katrín. Umræddar úrsagnirnar úr flokknum koma í aðdraganda landsfundar VG sem haldinn verður á Akureyri um helgina. Aðspurð að því hvort að úrsagnirnar varpi skugga á landsfundinn ítrekaði Katrín að það væri leiðinlegt að sjá á eftir góðum flokksmönnum og félögum. Engu að síður ætti hún á von á góðum umræðum um helgina.
Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Barist um tvö embætti í VG Barist verður um tvö embætti á landsfundi Vinstri grænna sem hefst í Hofi á Akureyri á morgun. Ekki hafa borist framboð til formanns og varaformanns. Á fundinum verður einnig kosnir fjörtíu fulltrúar í flokksráð. 16. mars 2023 15:43 Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16. mars 2023 21:21 Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16. mars 2023 11:48 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Sjá meira
Barist um tvö embætti í VG Barist verður um tvö embætti á landsfundi Vinstri grænna sem hefst í Hofi á Akureyri á morgun. Ekki hafa borist framboð til formanns og varaformanns. Á fundinum verður einnig kosnir fjörtíu fulltrúar í flokksráð. 16. mars 2023 15:43
Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16. mars 2023 21:21
Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16. mars 2023 11:48