Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps ytra Máni Snær Þorláksson skrifar 17. mars 2023 12:47 Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um gæsluvarðhald yfir manninum. Vilhelm Gunnarsson Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem handtekinn var hér á landi vegna evrópskrar handtökuskipunar. Til grundvallar handtökuskipuninni lá fyrir dómur útlensks áfrýjunardómstóls þar sem maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til 7. apríl næstkomandi. Ekki kemur fram í hvaða landi maðurinn var dæmdur fyrir manndrápstilraunina. Í héraðsdómi kom hins vegar fram að hætta væri talin á því að maðurinn kynni að reyna að komast úr landi ef honum yrði ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi. Hann væri erlendur ríkisborgari með takmörkuð tengsl við Ísland. Þá hafi hann vísvitandi verið í felum og komið sér undan lögreglu. Þá sagði í greinargerð með kröfu lögreglustjóra að maðurinn væri talinn hættulegur þar sem hann hefur hlotið þungan fangelsisdóm í útlöndum fyrir mjög alvarlegt brot. Réðst hann ásamt öðrum manni á brotaþola með kylfu, glerflöskum og sveðju. Taldi lögreglustjóri að gæsluvarðhald væri því einnig nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Efnislegri meðferð á umsókn um alþjóðlega vernd synjað Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir tæpri viku. Lögmaður mannsins krafðist þess að Landsréttur myndi fella úrskurð héraðsdóms úr gildi en til vara að vægari úrræðum verði beitt að því frágengnu að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Landsréttur taldi að það mætti ætla að maðurinn myndi reyna að komast úr landi, leynast eða koma sér með öðrum hætti undan fullnustu refsingar. Þá var tekið til hliðsjónar að Útlendingastofnun synjaði manninum í nóvember síðastliðnum um efnislega meðferð á umsókn hans um alþjóðlega vernd. Úrskurður Útlendingastofnunar var staðfestur með úrskurði kærunefndar útlendingamála og frestun réttaráhrifa var svo hafnað. Í kjölfar þess fór maðurinn huldu höfði í rúman mánuð en var svo handtekinn eftir ítarlega rannsókn. Þá segir í úrskurði Landsréttar að vægari þvingunarráðstafanir muni ekki koma að haldi við að tryggja að maðurinn komi sér ekki undan málsmeðferð. Úrskurður héraðsdóms var því, sem fyrr segir, staðfestur. Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira
Ekki kemur fram í hvaða landi maðurinn var dæmdur fyrir manndrápstilraunina. Í héraðsdómi kom hins vegar fram að hætta væri talin á því að maðurinn kynni að reyna að komast úr landi ef honum yrði ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi. Hann væri erlendur ríkisborgari með takmörkuð tengsl við Ísland. Þá hafi hann vísvitandi verið í felum og komið sér undan lögreglu. Þá sagði í greinargerð með kröfu lögreglustjóra að maðurinn væri talinn hættulegur þar sem hann hefur hlotið þungan fangelsisdóm í útlöndum fyrir mjög alvarlegt brot. Réðst hann ásamt öðrum manni á brotaþola með kylfu, glerflöskum og sveðju. Taldi lögreglustjóri að gæsluvarðhald væri því einnig nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Efnislegri meðferð á umsókn um alþjóðlega vernd synjað Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir tæpri viku. Lögmaður mannsins krafðist þess að Landsréttur myndi fella úrskurð héraðsdóms úr gildi en til vara að vægari úrræðum verði beitt að því frágengnu að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Landsréttur taldi að það mætti ætla að maðurinn myndi reyna að komast úr landi, leynast eða koma sér með öðrum hætti undan fullnustu refsingar. Þá var tekið til hliðsjónar að Útlendingastofnun synjaði manninum í nóvember síðastliðnum um efnislega meðferð á umsókn hans um alþjóðlega vernd. Úrskurður Útlendingastofnunar var staðfestur með úrskurði kærunefndar útlendingamála og frestun réttaráhrifa var svo hafnað. Í kjölfar þess fór maðurinn huldu höfði í rúman mánuð en var svo handtekinn eftir ítarlega rannsókn. Þá segir í úrskurði Landsréttar að vægari þvingunarráðstafanir muni ekki koma að haldi við að tryggja að maðurinn komi sér ekki undan málsmeðferð. Úrskurður héraðsdóms var því, sem fyrr segir, staðfestur.
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Sjá meira