Stappar stálinu í félagsmenn VG í formannsræðu í skugga úrsagna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2023 21:04 Í formannsræðu sinni sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að félagsmenn VG ættu ekki að láta mótvindinn buga sig. Nú sé góð tímasetning til að staldra við og finna bestu leiðina fram á við. Vísir/Sigurjón Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs fer fram um helgina í skugga úrsagna hátt í þrjátíu VG liða, vegna samþykktar umdeilds útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra í vikunni. Landsfundur Vinstri grænna hófst í Hofi á Akureyri í dag en búist er við að um tvö hundruð manns sæki fundinn nú um helgina. Kosið verður til stjórnar og flokksráðs. Að minnsta kosti verður tekist á um tvö embætti í stjórn; ritara og gjaldkera. Hér er hægt að kynna sér dagskrá landsfundarins: Landsfundur VG á Akureyri Þrjátíu hafa skráð sig úr VG á síðustu tveimur dögum eða frá samþykkt útlendingarfrumvarps. Fyrsti þungavigtarfélaginn til að kveðja flokkinn var Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður. Á landsfundinum er hópur VG-liða sem ósáttur er við frumvarpið. Daníel sendir þeim þessi skilaboð. Daníel fyrrverandi varaþingmaður VG segir að það sé alvanalegt að ólík sjónarmið takist á í stjórnmálaflokki og það sé það sem landsfundargestir ættu að gera um helgina.Vísir/Einar „Látiði í ykkur heyra. Það er bara þannig. Vinstri græn er stjórnamálaflokkur og þar á að takast á, stjórnmál snúast um það. Nota rök með virðingu fyrir hvert öðru en líka að átta sig á því að stundum er bara komið nóg, eins og hjá mér. Ég fékk fólk til að ganga til liðs við mig og hreyfinguna á þeim forsendum að ég vildi bæta kjör þessa hóps og þegar hreyfingin mín gerir akkúrat öfugt þá er það bara ábyrgðarhluti hjá mér að stíga til hliðar,“ segir Daníel. Bjartur Steingrímsson, sem lengi var virkur í ungliðastarfi flokksins og á lista hans í Mosfellsbæ sagði síðan skilið við VG í dag. „Það er alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum og einhverjir af þessum félögum myndi ég telja til minna vina og góðra félaga þannig að það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ sagði Katrín. Katrín segir að þingmenn VG hafi unnið að málinu af miklum heilindum og það tekið miklum breytingum að kröfu vinstri grænna. Í formannsræðu Katrínar á landsfundinum nú síðdegis stappaði hún stálinu í sitt félagsfólk nú þegar flokkurinn mælist ekki eins vel og áður. Hvetur sitt fólk til dáða Í formannsræðu sinni stappaði hún stálinu í félagsfólk sitt og hvatti það til að láta mótvindinn ekki buga sig og vísaði þar til verra gengis í skoðanakönnunum undanfarið. „Það er alltaf hætta á þreytu þegar flokkar hafi verið lengi við stjórnvölinn. Við liggjum lágt í skoðanakönnunum og finnum að mótvindurinn um þessar mundir er allnokkur. Ég hef hins vegar verið félagi í þessari hreyfingu ansi lengi – eða 21 ár – og ef ég þekki okkur rétt látum við mótvindinn ekki buga okkur. En í mótvindi getur verið gott að staldra við og leggja nýtt mat á stöðuna, finna bestu leiðina fram á við og halda svo ótrauð áfram.“ Staðan í efnahagsmálum var fyrirferðamikil í ræðu Katrínar enda stór verkefni framundan. „Verkefni númer 1, 2 og 3 núna er að ná verðbólgunni niður. Það verður einungis gert með samstilltum aðgerðum allra. Ríkistjórnin hefur beitt ríkisfjármálunum til að vinna gegn þenslunni en á sama tíma styðja þá hópa sem eiga erfiðast með að mæta áhrifum verðbólgunnar og það munum við gera áfram.“ Katrín sagði hreyfinguna hafa góð áhrif á samfélagið, langt umfram stærð hennar. „Ég gæti staðið hér frameftir kvöldi og þulið upp hluti eins og þrepaskipt skattkerfi, eflingu barnabótakerfisins, eflingu almenna íbúðakerfisins, friðlýst svæði um land allt, fullfjármagnaða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, ný jafnréttislög, lögin um kynrænt sjálfræði, minni skerðingar í almannatryggingakerfinu, bætta réttarstöðu brotaþola, ný lagaákvæði um umsáturseinelti og kynferðislega friðhelgi, minni greiðsluþátttöku sjúklinga og stóreflingu heilsugæslunnar, Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri, lög um farsæld barna sem nálgast þau málefni með algjörlega nýjum hætti í þágu barna, ný þungunarrofslöggjöf, lenging fæðingarorlofs og stytting vinnuvikunnar. Ég gæti haldið lengi áfram – en á því leikur enginn vafi að við höfum haft ómæld áhrif á samfélagið með þátttöku okkar í ríkisstjórn, langt umfram stærð okkar.“ Vinstri græn Tengdar fréttir Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. 17. mars 2023 18:25 „Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. 17. mars 2023 11:54 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Landsfundur Vinstri grænna hófst í Hofi á Akureyri í dag en búist er við að um tvö hundruð manns sæki fundinn nú um helgina. Kosið verður til stjórnar og flokksráðs. Að minnsta kosti verður tekist á um tvö embætti í stjórn; ritara og gjaldkera. Hér er hægt að kynna sér dagskrá landsfundarins: Landsfundur VG á Akureyri Þrjátíu hafa skráð sig úr VG á síðustu tveimur dögum eða frá samþykkt útlendingarfrumvarps. Fyrsti þungavigtarfélaginn til að kveðja flokkinn var Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður. Á landsfundinum er hópur VG-liða sem ósáttur er við frumvarpið. Daníel sendir þeim þessi skilaboð. Daníel fyrrverandi varaþingmaður VG segir að það sé alvanalegt að ólík sjónarmið takist á í stjórnmálaflokki og það sé það sem landsfundargestir ættu að gera um helgina.Vísir/Einar „Látiði í ykkur heyra. Það er bara þannig. Vinstri græn er stjórnamálaflokkur og þar á að takast á, stjórnmál snúast um það. Nota rök með virðingu fyrir hvert öðru en líka að átta sig á því að stundum er bara komið nóg, eins og hjá mér. Ég fékk fólk til að ganga til liðs við mig og hreyfinguna á þeim forsendum að ég vildi bæta kjör þessa hóps og þegar hreyfingin mín gerir akkúrat öfugt þá er það bara ábyrgðarhluti hjá mér að stíga til hliðar,“ segir Daníel. Bjartur Steingrímsson, sem lengi var virkur í ungliðastarfi flokksins og á lista hans í Mosfellsbæ sagði síðan skilið við VG í dag. „Það er alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum og einhverjir af þessum félögum myndi ég telja til minna vina og góðra félaga þannig að það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ sagði Katrín. Katrín segir að þingmenn VG hafi unnið að málinu af miklum heilindum og það tekið miklum breytingum að kröfu vinstri grænna. Í formannsræðu Katrínar á landsfundinum nú síðdegis stappaði hún stálinu í sitt félagsfólk nú þegar flokkurinn mælist ekki eins vel og áður. Hvetur sitt fólk til dáða Í formannsræðu sinni stappaði hún stálinu í félagsfólk sitt og hvatti það til að láta mótvindinn ekki buga sig og vísaði þar til verra gengis í skoðanakönnunum undanfarið. „Það er alltaf hætta á þreytu þegar flokkar hafi verið lengi við stjórnvölinn. Við liggjum lágt í skoðanakönnunum og finnum að mótvindurinn um þessar mundir er allnokkur. Ég hef hins vegar verið félagi í þessari hreyfingu ansi lengi – eða 21 ár – og ef ég þekki okkur rétt látum við mótvindinn ekki buga okkur. En í mótvindi getur verið gott að staldra við og leggja nýtt mat á stöðuna, finna bestu leiðina fram á við og halda svo ótrauð áfram.“ Staðan í efnahagsmálum var fyrirferðamikil í ræðu Katrínar enda stór verkefni framundan. „Verkefni númer 1, 2 og 3 núna er að ná verðbólgunni niður. Það verður einungis gert með samstilltum aðgerðum allra. Ríkistjórnin hefur beitt ríkisfjármálunum til að vinna gegn þenslunni en á sama tíma styðja þá hópa sem eiga erfiðast með að mæta áhrifum verðbólgunnar og það munum við gera áfram.“ Katrín sagði hreyfinguna hafa góð áhrif á samfélagið, langt umfram stærð hennar. „Ég gæti staðið hér frameftir kvöldi og þulið upp hluti eins og þrepaskipt skattkerfi, eflingu barnabótakerfisins, eflingu almenna íbúðakerfisins, friðlýst svæði um land allt, fullfjármagnaða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, ný jafnréttislög, lögin um kynrænt sjálfræði, minni skerðingar í almannatryggingakerfinu, bætta réttarstöðu brotaþola, ný lagaákvæði um umsáturseinelti og kynferðislega friðhelgi, minni greiðsluþátttöku sjúklinga og stóreflingu heilsugæslunnar, Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri, lög um farsæld barna sem nálgast þau málefni með algjörlega nýjum hætti í þágu barna, ný þungunarrofslöggjöf, lenging fæðingarorlofs og stytting vinnuvikunnar. Ég gæti haldið lengi áfram – en á því leikur enginn vafi að við höfum haft ómæld áhrif á samfélagið með þátttöku okkar í ríkisstjórn, langt umfram stærð okkar.“
Vinstri græn Tengdar fréttir Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. 17. mars 2023 18:25 „Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. 17. mars 2023 11:54 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. 17. mars 2023 18:25
„Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. 17. mars 2023 11:54