Trump segir að hann verði handtekinn Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2023 12:40 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi. AP/ Evan Vucci Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að hann verði handtekinn á þriðjudaginn. Það verði gert vegna rannsóknar á greiðslum hans til tveggja kvenna í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Í svokölluðum „sannleik“ sem hann birti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, segir Trump að „ólöglegur leki“ bendi til þess að hann verði handtekinn á þriðjudaginn“ og kallar hann eftir því að stuðningsmenn hans mótmæli víðsvegar um Bandaríkin. „Mótmælið. Takið þjóð okkar til baka!“ skrifar Trump. Hér að neðan má sjá skjáskot af færslu Trumps. Ekki liggur fyrir til hvers hann er að vísa. Hvort lögmenn hans hafi sagt honum eitthvað eða þetta séu jafnvel bara vangaveltur. Fregnir hafa borist af því á síðustu dögum að forsvarsmenn lögreglunnar í New York hafi verið að undirbúa sig fyrir mögulega handtöku Trumps. Trumps says he expects to be arrested Tuesday pic.twitter.com/lcmXlMscfq— Kyle Cheney (@kyledcheney) March 18, 2023 Alvin Bragg, umdæmissaksóknari í Manhattan, hefur verið með málið til rannsóknar um nokkuð skeið og hefur það verið skoðað af ákærudómstól. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs (e. Grand jury) þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Dómstóllinn hefur verið að skoða hvort Trump hafi brotið kosningalög með greiðslu til fyrrverandi klámleikkonunnar Stephanie Clifford. y Daniels, Bragg hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla í dag. Saksóknarar á hans vegum hafa gefið til kynna að von sé á því að meðlimir ákærudómstólsins greiði atkvæði um hvort ákæra eigi Trump eða ekki. Í frétt New York Times segir að minnst eitt vitni eigi eftir að bera vitni og það gæti tafið atkvæðagreiðsluna lítillega. Michael Cohen, þáverandi einkalögmaður Trumps, lét Clifford fá 130 þúsund dali skömmu fyrir kosningarnar og var greiðslan fyrir þögn hennar en hún segist hafa sængað hjá Trump á árum áður, skömmu eftir að Melania Trump eignaði Barron Trump árið 2006. Bragg er að kanna hvort lög varðandi kosningar í Bandaríkjunum hafi verið brotnar en Cohen greiddi Clifford úr eigin vasa og Trump greiddi Cohen. Rannsóknin hefur meðal annars snúist um það hvort greiðsluna megi skilgreina sem framlög til framboðs Trump og fer það langt yfir hámarkið sem einstaklingar mega gefa til framboðs stjórnmálamanns, sem er 2.700 dalir. Hvort Trump verði ákærður eða ekki hefur ekki verið gert opinbert. Málið ku einnig snúa að því þegar American Media Incorporated, sem gefur út National Enquirer, keypti sögu Karen McDougal, Playboy fyrirsætu, um meint framhjáhald hennar og Trumps fyrir 150 þúsund dali. Útgefandi National Enquirer er David J. Pecker, vinur Trump til langs tíma. Blaðið keypti réttinn á sögu McDougal og birti hana aldrei. Forsvarmenn blaðið gerðu samkomulag við saksóknara og viðurkenndu að hafa keypt söguna til að hjálpa framboði Trump. Cohen hefur sagt að hann hafi endurgreitt fyrirtækinu og að hann hafi fengið greitt frá Trump fyrir báðar greiðslurnar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Deilt um markaðsleyfi þungunarrofslyfja í Bandaríkjunum Alríkisdómari í Amarillo í Texas mun í dag hlýða á málflutning í máli sem samtök andstæðinga þungunarrofs hafa höfðað gegn Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna til að fá þungunarrofslyfið mifepristone bannað. 15. mars 2023 10:29 „Hvert einasta kyssti á mér rassinn“ Ný bók sem inniheldur bréf sem þjóðhöfðingjar og aðrir þekktir einstaklingar sendu Donald Trump áður eða eftir að hann varð forseti, mun sýna fram á að allir „kysstu á honum rassinn“, eins og hann komst að orði í samtali við Breitbart News í gær. 15. mars 2023 07:49 Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 13. mars 2023 23:39 Trump gæti verið ákærður fyrir að kaupa þögn klámleikkonu Umdæmissaksóknari í New York er sagður hafa tjáð lögmönnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir sinn þátt í að greiða klámmyndaleikkona til að þegja um framhjáhald hans. 10. mars 2023 10:34 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Í svokölluðum „sannleik“ sem hann birti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, segir Trump að „ólöglegur leki“ bendi til þess að hann verði handtekinn á þriðjudaginn“ og kallar hann eftir því að stuðningsmenn hans mótmæli víðsvegar um Bandaríkin. „Mótmælið. Takið þjóð okkar til baka!“ skrifar Trump. Hér að neðan má sjá skjáskot af færslu Trumps. Ekki liggur fyrir til hvers hann er að vísa. Hvort lögmenn hans hafi sagt honum eitthvað eða þetta séu jafnvel bara vangaveltur. Fregnir hafa borist af því á síðustu dögum að forsvarsmenn lögreglunnar í New York hafi verið að undirbúa sig fyrir mögulega handtöku Trumps. Trumps says he expects to be arrested Tuesday pic.twitter.com/lcmXlMscfq— Kyle Cheney (@kyledcheney) March 18, 2023 Alvin Bragg, umdæmissaksóknari í Manhattan, hefur verið með málið til rannsóknar um nokkuð skeið og hefur það verið skoðað af ákærudómstól. Ákærudómstóll er fyrirbæri vestanhafs (e. Grand jury) þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Dómstóllinn hefur verið að skoða hvort Trump hafi brotið kosningalög með greiðslu til fyrrverandi klámleikkonunnar Stephanie Clifford. y Daniels, Bragg hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla í dag. Saksóknarar á hans vegum hafa gefið til kynna að von sé á því að meðlimir ákærudómstólsins greiði atkvæði um hvort ákæra eigi Trump eða ekki. Í frétt New York Times segir að minnst eitt vitni eigi eftir að bera vitni og það gæti tafið atkvæðagreiðsluna lítillega. Michael Cohen, þáverandi einkalögmaður Trumps, lét Clifford fá 130 þúsund dali skömmu fyrir kosningarnar og var greiðslan fyrir þögn hennar en hún segist hafa sængað hjá Trump á árum áður, skömmu eftir að Melania Trump eignaði Barron Trump árið 2006. Bragg er að kanna hvort lög varðandi kosningar í Bandaríkjunum hafi verið brotnar en Cohen greiddi Clifford úr eigin vasa og Trump greiddi Cohen. Rannsóknin hefur meðal annars snúist um það hvort greiðsluna megi skilgreina sem framlög til framboðs Trump og fer það langt yfir hámarkið sem einstaklingar mega gefa til framboðs stjórnmálamanns, sem er 2.700 dalir. Hvort Trump verði ákærður eða ekki hefur ekki verið gert opinbert. Málið ku einnig snúa að því þegar American Media Incorporated, sem gefur út National Enquirer, keypti sögu Karen McDougal, Playboy fyrirsætu, um meint framhjáhald hennar og Trumps fyrir 150 þúsund dali. Útgefandi National Enquirer er David J. Pecker, vinur Trump til langs tíma. Blaðið keypti réttinn á sögu McDougal og birti hana aldrei. Forsvarmenn blaðið gerðu samkomulag við saksóknara og viðurkenndu að hafa keypt söguna til að hjálpa framboði Trump. Cohen hefur sagt að hann hafi endurgreitt fyrirtækinu og að hann hafi fengið greitt frá Trump fyrir báðar greiðslurnar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Deilt um markaðsleyfi þungunarrofslyfja í Bandaríkjunum Alríkisdómari í Amarillo í Texas mun í dag hlýða á málflutning í máli sem samtök andstæðinga þungunarrofs hafa höfðað gegn Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna til að fá þungunarrofslyfið mifepristone bannað. 15. mars 2023 10:29 „Hvert einasta kyssti á mér rassinn“ Ný bók sem inniheldur bréf sem þjóðhöfðingjar og aðrir þekktir einstaklingar sendu Donald Trump áður eða eftir að hann varð forseti, mun sýna fram á að allir „kysstu á honum rassinn“, eins og hann komst að orði í samtali við Breitbart News í gær. 15. mars 2023 07:49 Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 13. mars 2023 23:39 Trump gæti verið ákærður fyrir að kaupa þögn klámleikkonu Umdæmissaksóknari í New York er sagður hafa tjáð lögmönnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir sinn þátt í að greiða klámmyndaleikkona til að þegja um framhjáhald hans. 10. mars 2023 10:34 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Deilt um markaðsleyfi þungunarrofslyfja í Bandaríkjunum Alríkisdómari í Amarillo í Texas mun í dag hlýða á málflutning í máli sem samtök andstæðinga þungunarrofs hafa höfðað gegn Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna til að fá þungunarrofslyfið mifepristone bannað. 15. mars 2023 10:29
„Hvert einasta kyssti á mér rassinn“ Ný bók sem inniheldur bréf sem þjóðhöfðingjar og aðrir þekktir einstaklingar sendu Donald Trump áður eða eftir að hann varð forseti, mun sýna fram á að allir „kysstu á honum rassinn“, eins og hann komst að orði í samtali við Breitbart News í gær. 15. mars 2023 07:49
Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 13. mars 2023 23:39
Trump gæti verið ákærður fyrir að kaupa þögn klámleikkonu Umdæmissaksóknari í New York er sagður hafa tjáð lögmönnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir sinn þátt í að greiða klámmyndaleikkona til að þegja um framhjáhald hans. 10. mars 2023 10:34
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent