Stóra spurningin hvort kínversk stjórnvöld muni selja Rússum vopn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. mars 2023 12:57 Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. segir að Kína og Rússland eigi margra sameiginlegra hagsmuna að gæta. Vísir/Vilhelm Forsetar Kína og Rússlands segjast hafa áþekk markmið og vilja dýpka samvinnu sín á milli. Forsetarnir munu funda áfram í Rússlandi í dag, meðal annars um stríðið í Úkraínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stóru spurninguna vera hvort kínversk stjórnvöld muni ákveða selja Rússum vopn. Á meðan Xi Jinping og Vladimír Pútín funda í Rússlandi um Úkraínustríðið greindi forsætisráðherra Japan óvænt frá því að hann væri á leið til Úkraínu í dag til að segja Volodimír Selenskí í eigin persónu að hann fordæmdi innrás Rússa. Jinping og Pútín munu áfram funda í dag í þessari þriggja daga heimsókn og mun forseti Kína ræða þær hugmyndir sem hann hefur til að koma á friði. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hefur ekki mikla trú á friðarhugmyndum kínverskra stjórnvalda og óttast að í þeim felist að veita ólöglegum landvinningum lögmæti. „Stóra spurningin í dag er hvort kínversk stjórnvöld fari að selja vopn til Rússlands sem Rússland getur þá beitt í Úkraínu. Kínverjar hafa haldið að sér höndum hvað þetta varðar hingað til en þetta gæti gjörbreytt stríðsrekstri Rússa ef af þessu yrði og myndi stigmagna átökin,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Forsetar Kína og Rússlands hafa þá lýst því yfir að þeir vilji dýpka samvinnu sín á milli en hvað býr þarna að baki? „Það sem meðal annars býr að baki náinni samvinnu milli þessara ríkja er annars vegar það að Rússland nær að flytja áfram út olíu og gas og fjármagna stríðsreksturinn með því að Kína kaupir gas og olíu frá Rússlandi en af hálfu kínverskra stjórnvalda þá eru þeir að leita eftir ódýrari orku og nánari samvinnu við Rússland til þess að komast í orkuauðlindir þeirra í Síberíu og líka til að geta unnið náið með þeim á Norðurslóðum til þess að siglingarleiðin, þegar hún opnast á norðurslóðum, sé greið fyrir kínverskan vöruútflutning og jafnvel stríðsrekstur. Þessi ríki eiga margra sameiginlega hagsmuni að gæta.“ Á sama tíma þurfi kínversk stjórnvöld að gæta sín að færa sig ekki of mikið til Moskvu. „Vegna þess að það mun þá skaða viðskiptin við stærstu markaði Kína sem eru Bandaríkjamarkaður og Evrópumarkaðurinn og þess vegna hafa kínversk stjórnvöld haldið að sér höndum hvað varðar vopnasendingar til Rússlands og ég held að þau muni áfram gera það því þau vilja ekki skera á lífæð viðskipta við Evrópu og Bandaríkin.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Kína Tengdar fréttir Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26 Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Á meðan Xi Jinping og Vladimír Pútín funda í Rússlandi um Úkraínustríðið greindi forsætisráðherra Japan óvænt frá því að hann væri á leið til Úkraínu í dag til að segja Volodimír Selenskí í eigin persónu að hann fordæmdi innrás Rússa. Jinping og Pútín munu áfram funda í dag í þessari þriggja daga heimsókn og mun forseti Kína ræða þær hugmyndir sem hann hefur til að koma á friði. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna hefur ekki mikla trú á friðarhugmyndum kínverskra stjórnvalda og óttast að í þeim felist að veita ólöglegum landvinningum lögmæti. „Stóra spurningin í dag er hvort kínversk stjórnvöld fari að selja vopn til Rússlands sem Rússland getur þá beitt í Úkraínu. Kínverjar hafa haldið að sér höndum hvað þetta varðar hingað til en þetta gæti gjörbreytt stríðsrekstri Rússa ef af þessu yrði og myndi stigmagna átökin,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Forsetar Kína og Rússlands hafa þá lýst því yfir að þeir vilji dýpka samvinnu sín á milli en hvað býr þarna að baki? „Það sem meðal annars býr að baki náinni samvinnu milli þessara ríkja er annars vegar það að Rússland nær að flytja áfram út olíu og gas og fjármagna stríðsreksturinn með því að Kína kaupir gas og olíu frá Rússlandi en af hálfu kínverskra stjórnvalda þá eru þeir að leita eftir ódýrari orku og nánari samvinnu við Rússland til þess að komast í orkuauðlindir þeirra í Síberíu og líka til að geta unnið náið með þeim á Norðurslóðum til þess að siglingarleiðin, þegar hún opnast á norðurslóðum, sé greið fyrir kínverskan vöruútflutning og jafnvel stríðsrekstur. Þessi ríki eiga margra sameiginlega hagsmuni að gæta.“ Á sama tíma þurfi kínversk stjórnvöld að gæta sín að færa sig ekki of mikið til Moskvu. „Vegna þess að það mun þá skaða viðskiptin við stærstu markaði Kína sem eru Bandaríkjamarkaður og Evrópumarkaðurinn og þess vegna hafa kínversk stjórnvöld haldið að sér höndum hvað varðar vopnasendingar til Rússlands og ég held að þau muni áfram gera það því þau vilja ekki skera á lífæð viðskipta við Evrópu og Bandaríkin.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Kína Tengdar fréttir Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26 Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26
Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14
Munu eiga óformlegan fund í dag og snæða saman í kvöld Xi Jinping, forseti Kína, er væntanlegur til Moskvu eftir hádegi í dag þar sem hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og snæða með honum kvöldverð. 20. mars 2023 06:52