Bjarni segir skatta á launafólk ekki verða hækkaða Heimir Már Pétursson skrifar 23. mars 2023 14:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir engar skattalagabreytingar sem bitna á launafólki verða gerðar. Stöð 2/Arnar Fjármálaráðherra segir að engar breytingar verði gerðar á sköttum sem bitni á launafólki í væntanlegri fjármálaáætlun. Hins vegar verði dregið úr ýmsum ívilnunum sem rafbílar hafi notið og gjaldtöku á umferð og vegi almennt breytt. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins spurðu báðir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í morgun, út í væntanlega uppfærslu á fjármálaáætlun í næstu viku og hvernig þar yrði brugðist við stöðu efnahagsmála. Logi sagði að ríkisstjórnin hefði gert betur að fara að tillögum Samfylkingarinnar við gerð fjárlaga þessa árs. Fjárlagafrumvarp undir yfirskriftinni unnið gegn verðbólgu síðast liðið haust hefði reynst gagnslaust. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjárlög ríkisstjórnarinnar ekki hafa dugað til að vinna á verðbólgunni.Stöð 2/Arnar „Við í Samfylkingunni bentum strax á að fjárlögin væru hvorki til þess fallin að vinna gegn verðbólgu né verja heimilisbókhald viðkvæmustu hópanna. Sú gagnrýni reyndist rétt,“ sagði Logi. Verðbólga væri að aukast og komin í tíu present og heimiin stæðu berskjölduð gagnvart vaxtahækkunum. Samfykingin hafi lagt til bæði tekju- og gjaldatillögur til að verja tekjulægstu hópa landsins. Bjarni sagði tillögur Samfylkingarinnar hafi átt að bæta afkomu ríkissjóðs um fjóra milljarða en hún væri nú að batna um 70 milljarða vegna stefnu ríkisstjórnarinnar. Kerfin virkuðu þannig að tekjur ríkissjóðs hefðu stóraukist að undanförnu vegna aukinna umsvifa. „Þess vegna segi ég að þessar hugmyndir Samfylkingarinnar sem voru kynntar hér í þinginu voru einskis virði í tengslum við umræðuna um verðbólgu í ár,” sagði Bjarni. „Það kemur síðan ekkert á óvart að Samfylkingin vilji tala fyrir skattahækkunum. Það er almennt þannig með Samfylkinguna að hún talar fyrir sköttum til að eyða þeim samstundis,“ bætti fjármálaráðherra við. Logi sagði að ef fjármálaráðherra hefði ekki líkað við útgjaldatillögur Samfylkingarinnar hefði hann að minnsta kosti getað samþykkt tekjutillögurnar. Þær hefðu beinst að því að auka álögur á þá sem mest hefðu og mikinn hagnað fyrirtækja. „Vegna þess að þær voru upp á 17 milljarða króna, hálft prósent af vergri landsframleiðslu. Það er ótrúlegt að hæstvirtur fjármálaráðherra haldi því fram að slíkt skipti ekki máli þegar kemur að ríkisfjármálum. Hér erum við að tala um þá hópa sem hafa í rauninni haft það allra best og haft það mjög gott í gegnum þetta tímabil,“ sagði Logi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina hafa sett í aukningu ríkisútgjalda.Stöð 2/Arnar Formaður Miðflokksins sagði ríkisstjórnina hafa slegið öll með í útgjöldum ríkissjóðs og nú segi fjármálaráðherra að kallað væri eftir því að ríkissjóður léti minna fyrir sér fara. Forsætisráðherra og formaður fjárlaganefndar hefðu hins vegar báðar sagt að nú yrði horft til aukinnar tekjuöflunar. Sigmundur Davíð spurði hvort til stæði að hækka skatta enn meira? „Telur hæstvirtur ráðherra að það komi heimilunum til góða að skattar hækki við þessar aðstæður. Þegar allt verðlag er að hækka og verðbólgan er sú sem hún er,“ spurði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði að ekki yrði farið í skattabreytingar sem bitnuðu á launafólk við núverandi aðstæður. Hins vegar hefði ríkisstjórnin boðað fyrir löngu að dregið yrði úr ívilnunum varðandi vegi og samgöngur, gjöld sem tengdust samgöngum og bílum. „Og það verða töluvert miklar breytingar í tengslum við þetta og mér finnst það sanngjarnt. Við höfum verið með miklar ívilnanir sem við munum draga til baka,“ sagði fjármálaráðherra. Áfram verði stuðlað að því að hlutfall vistvænna bíla í innflutningi verði hátt, en eigendur þeirra byrji þó að taka þátt í kostnaði við samgöngukerfið. „Að öðru leyti munum við skoða tekjustofnana og við munum spyrja spurninga um hvort það sé mögulegt að sækja frekari tekjur. Við munum gera það. Velta því upp hvort það geti hjálpað okkur að draga úr lántökum og það bara skiptir máli,” sagði Bjarni. „Frú forseti, stutta svarið frá hæstvirtum fjármálaráðherra var já. Það verður skoðað að hækka skatta,” sagði Sigmundur Davíð Gunlaugsson. Alþingi Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Skattar og tollar Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Mikill hallarekstur samhliða háu atvinnustigi „eitraður kokteill“ Mikill hallarekstur á sama tíma og atvinnustig er komið í eðlilegt horf vekur áleitnar spurningar um hagstjórn hins opinbera. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Arion greiningu, segir að í hallarekstrinum felist ónýtt tækifæri til að vinna bug á verðbólgunni og ástæða sé til að hafa áhyggjur af svigrúmi hins opinbera til að takast á við áföll í framtíðinni. 23. mars 2023 13:30 Langvarandi verðbólga eykur líkur á kreppu Þrálát verðbólga eykur hættu á kreppu að sögn seðlabankastjóra. Mikill hiti sé í hagkerfinu og nauðsynlegt að hægja meðal annars á fjárfestingum fyrirtækja. Vextir verði hækkaðir þar til verðbólga minnki. 22. mars 2023 19:40 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins spurðu báðir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í morgun, út í væntanlega uppfærslu á fjármálaáætlun í næstu viku og hvernig þar yrði brugðist við stöðu efnahagsmála. Logi sagði að ríkisstjórnin hefði gert betur að fara að tillögum Samfylkingarinnar við gerð fjárlaga þessa árs. Fjárlagafrumvarp undir yfirskriftinni unnið gegn verðbólgu síðast liðið haust hefði reynst gagnslaust. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjárlög ríkisstjórnarinnar ekki hafa dugað til að vinna á verðbólgunni.Stöð 2/Arnar „Við í Samfylkingunni bentum strax á að fjárlögin væru hvorki til þess fallin að vinna gegn verðbólgu né verja heimilisbókhald viðkvæmustu hópanna. Sú gagnrýni reyndist rétt,“ sagði Logi. Verðbólga væri að aukast og komin í tíu present og heimiin stæðu berskjölduð gagnvart vaxtahækkunum. Samfykingin hafi lagt til bæði tekju- og gjaldatillögur til að verja tekjulægstu hópa landsins. Bjarni sagði tillögur Samfylkingarinnar hafi átt að bæta afkomu ríkissjóðs um fjóra milljarða en hún væri nú að batna um 70 milljarða vegna stefnu ríkisstjórnarinnar. Kerfin virkuðu þannig að tekjur ríkissjóðs hefðu stóraukist að undanförnu vegna aukinna umsvifa. „Þess vegna segi ég að þessar hugmyndir Samfylkingarinnar sem voru kynntar hér í þinginu voru einskis virði í tengslum við umræðuna um verðbólgu í ár,” sagði Bjarni. „Það kemur síðan ekkert á óvart að Samfylkingin vilji tala fyrir skattahækkunum. Það er almennt þannig með Samfylkinguna að hún talar fyrir sköttum til að eyða þeim samstundis,“ bætti fjármálaráðherra við. Logi sagði að ef fjármálaráðherra hefði ekki líkað við útgjaldatillögur Samfylkingarinnar hefði hann að minnsta kosti getað samþykkt tekjutillögurnar. Þær hefðu beinst að því að auka álögur á þá sem mest hefðu og mikinn hagnað fyrirtækja. „Vegna þess að þær voru upp á 17 milljarða króna, hálft prósent af vergri landsframleiðslu. Það er ótrúlegt að hæstvirtur fjármálaráðherra haldi því fram að slíkt skipti ekki máli þegar kemur að ríkisfjármálum. Hér erum við að tala um þá hópa sem hafa í rauninni haft það allra best og haft það mjög gott í gegnum þetta tímabil,“ sagði Logi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir ríkisstjórnina hafa sett í aukningu ríkisútgjalda.Stöð 2/Arnar Formaður Miðflokksins sagði ríkisstjórnina hafa slegið öll með í útgjöldum ríkissjóðs og nú segi fjármálaráðherra að kallað væri eftir því að ríkissjóður léti minna fyrir sér fara. Forsætisráðherra og formaður fjárlaganefndar hefðu hins vegar báðar sagt að nú yrði horft til aukinnar tekjuöflunar. Sigmundur Davíð spurði hvort til stæði að hækka skatta enn meira? „Telur hæstvirtur ráðherra að það komi heimilunum til góða að skattar hækki við þessar aðstæður. Þegar allt verðlag er að hækka og verðbólgan er sú sem hún er,“ spurði Sigmundur Davíð. Bjarni sagði að ekki yrði farið í skattabreytingar sem bitnuðu á launafólk við núverandi aðstæður. Hins vegar hefði ríkisstjórnin boðað fyrir löngu að dregið yrði úr ívilnunum varðandi vegi og samgöngur, gjöld sem tengdust samgöngum og bílum. „Og það verða töluvert miklar breytingar í tengslum við þetta og mér finnst það sanngjarnt. Við höfum verið með miklar ívilnanir sem við munum draga til baka,“ sagði fjármálaráðherra. Áfram verði stuðlað að því að hlutfall vistvænna bíla í innflutningi verði hátt, en eigendur þeirra byrji þó að taka þátt í kostnaði við samgöngukerfið. „Að öðru leyti munum við skoða tekjustofnana og við munum spyrja spurninga um hvort það sé mögulegt að sækja frekari tekjur. Við munum gera það. Velta því upp hvort það geti hjálpað okkur að draga úr lántökum og það bara skiptir máli,” sagði Bjarni. „Frú forseti, stutta svarið frá hæstvirtum fjármálaráðherra var já. Það verður skoðað að hækka skatta,” sagði Sigmundur Davíð Gunlaugsson.
Alþingi Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Skattar og tollar Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Mikill hallarekstur samhliða háu atvinnustigi „eitraður kokteill“ Mikill hallarekstur á sama tíma og atvinnustig er komið í eðlilegt horf vekur áleitnar spurningar um hagstjórn hins opinbera. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Arion greiningu, segir að í hallarekstrinum felist ónýtt tækifæri til að vinna bug á verðbólgunni og ástæða sé til að hafa áhyggjur af svigrúmi hins opinbera til að takast á við áföll í framtíðinni. 23. mars 2023 13:30 Langvarandi verðbólga eykur líkur á kreppu Þrálát verðbólga eykur hættu á kreppu að sögn seðlabankastjóra. Mikill hiti sé í hagkerfinu og nauðsynlegt að hægja meðal annars á fjárfestingum fyrirtækja. Vextir verði hækkaðir þar til verðbólga minnki. 22. mars 2023 19:40 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Mikill hallarekstur samhliða háu atvinnustigi „eitraður kokteill“ Mikill hallarekstur á sama tíma og atvinnustig er komið í eðlilegt horf vekur áleitnar spurningar um hagstjórn hins opinbera. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Arion greiningu, segir að í hallarekstrinum felist ónýtt tækifæri til að vinna bug á verðbólgunni og ástæða sé til að hafa áhyggjur af svigrúmi hins opinbera til að takast á við áföll í framtíðinni. 23. mars 2023 13:30
Langvarandi verðbólga eykur líkur á kreppu Þrálát verðbólga eykur hættu á kreppu að sögn seðlabankastjóra. Mikill hiti sé í hagkerfinu og nauðsynlegt að hægja meðal annars á fjárfestingum fyrirtækja. Vextir verði hækkaðir þar til verðbólga minnki. 22. mars 2023 19:40