Ákæran felld niður og Roiland gagnrýnir slaufunarmenningu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2023 21:44 Justin Roiland tjáði sig um málið á Twitter og fagnaði réttlætinu. Getty/Boddi Ákæra á hendur Justin Roilands, sem er maðurinn á bak við þættina Rick and Morty, hefur verið felld niður. Roiland var nýverið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Talsmaður héraðssaksóknara í Orange County í Kaliforníu í Bandaríkjunum segir að ákæran hafi verið látin niður falla vegna skorts á sönnunargögnum. AP fréttaveitan greinir frá. Konan sem var áður í sambandi með Roiland kærði hann árið 2020 fyrir meint heimilisofbeldi. Hann var handtekinn í ágúst sama ár en sleppt gegn tryggingu. Konan fékk nálgunarbann á hendur honum, en hann hefur ávallt neitað ásökununum. Málið velktist innan dómskerfisins í nokkurn tíma og var hann formlega ákærður í janúar á þessu ári. Flestöll fyrirtæki, þar á meðal Adult Swim sem framleiddi Rick and Morty þættina, ráku Roiland í kjölfar ákærunnar. Streymisveitan Hulu gerði slíkt hið sama en Roiland vann að gerð tveggja þátta, Solar Opposites og Koala Man. Justin Roiland tjáði sig um málið á Twitter í gær. Hann sagðist ávallt hafa vitað að ásakanirnar væru lygi, og sagðist aldrei hafa efast um að sannleikurinn kæmi í ljós. Roiland segist ætla að halda áfram að sinna skapandi verkefnum og byggja upp mannorð sitt að nýju. „Ég er þakklátur fyrir að ákæran hafi verið látin niður falla en á sama tíma er ég sleginn yfir hræðilegu lygasögunum sem upp komu á yfirborðið á meðan þessu stóð. Ég er fyrst og fremst vonsvikinn út í þá sem stukku til og dæmdu mig, án þess að vita hið sanna, og það einungis byggt á orðum bitrar fyrrverandi kærustu, sem hafði það eina markmið að láta slaufa mér. Það, að það hafi gengið eftir – og jafnvel aðeins að hluta – er skammarlegt.“ justice pic.twitter.com/1q9M4GA6MV— Justin Roiland (@JustinRoiland) March 22, 2023 Heimilisofbeldi Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Maðurinn á bak við Rick and Morty ákærður fyrir heimilisofbeldi Justin Roiland, höfundur sjónvarpsþáttanna Rick and Morty, hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Dómstóll í Kaliforníu í Bandaríkjunum tók málið fyrir í gær. 13. janúar 2023 22:35 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Talsmaður héraðssaksóknara í Orange County í Kaliforníu í Bandaríkjunum segir að ákæran hafi verið látin niður falla vegna skorts á sönnunargögnum. AP fréttaveitan greinir frá. Konan sem var áður í sambandi með Roiland kærði hann árið 2020 fyrir meint heimilisofbeldi. Hann var handtekinn í ágúst sama ár en sleppt gegn tryggingu. Konan fékk nálgunarbann á hendur honum, en hann hefur ávallt neitað ásökununum. Málið velktist innan dómskerfisins í nokkurn tíma og var hann formlega ákærður í janúar á þessu ári. Flestöll fyrirtæki, þar á meðal Adult Swim sem framleiddi Rick and Morty þættina, ráku Roiland í kjölfar ákærunnar. Streymisveitan Hulu gerði slíkt hið sama en Roiland vann að gerð tveggja þátta, Solar Opposites og Koala Man. Justin Roiland tjáði sig um málið á Twitter í gær. Hann sagðist ávallt hafa vitað að ásakanirnar væru lygi, og sagðist aldrei hafa efast um að sannleikurinn kæmi í ljós. Roiland segist ætla að halda áfram að sinna skapandi verkefnum og byggja upp mannorð sitt að nýju. „Ég er þakklátur fyrir að ákæran hafi verið látin niður falla en á sama tíma er ég sleginn yfir hræðilegu lygasögunum sem upp komu á yfirborðið á meðan þessu stóð. Ég er fyrst og fremst vonsvikinn út í þá sem stukku til og dæmdu mig, án þess að vita hið sanna, og það einungis byggt á orðum bitrar fyrrverandi kærustu, sem hafði það eina markmið að láta slaufa mér. Það, að það hafi gengið eftir – og jafnvel aðeins að hluta – er skammarlegt.“ justice pic.twitter.com/1q9M4GA6MV— Justin Roiland (@JustinRoiland) March 22, 2023
Heimilisofbeldi Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Maðurinn á bak við Rick and Morty ákærður fyrir heimilisofbeldi Justin Roiland, höfundur sjónvarpsþáttanna Rick and Morty, hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Dómstóll í Kaliforníu í Bandaríkjunum tók málið fyrir í gær. 13. janúar 2023 22:35 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Maðurinn á bak við Rick and Morty ákærður fyrir heimilisofbeldi Justin Roiland, höfundur sjónvarpsþáttanna Rick and Morty, hefur verið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Dómstóll í Kaliforníu í Bandaríkjunum tók málið fyrir í gær. 13. janúar 2023 22:35