Varnarlínur settar upp Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2023 22:28 Fjölmennt lið slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna hefur verið að störfum í dag. Vísir/Vilhelm Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. Slökkviliðinu barst tilkynning um sinubrunann, sem rekja má til íkveikju nemenda í Menntaskólanum í Kópavogi, rétt eftir klukkan 13:00 í dag. Enn logar eldur í mosa á svæðinu og fólk er beðið um að hætta sér alls ekki á það. Á þriðja tug slökkviliðsmanna hefur komið að aðgerðunum. Björgunarsveitir og ríkislögreglustjóri aðstoðuðu við starfann. Slökkviliðinu tókst að bjarga tveimur húsum frá eldinum, þar á meðal Óttarsstöðum. Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að tugir hektarar lægju undir eftir brunann. „Við náðum að bjarga tveimur húsum, eldtungurnar náðu ekki í þær. En svo er fókusinn að fara suðvestureftir, leggja lagnir og slöngur niður frá að Reykjanesbrautinni og niður að sjó, til þess að koma í veg fyrir þetta og fara hinum megin við sinuna. Það er gríðarlega þurr jarðvegur hérna og svo blæs mikið, þetta er búið að vera mjög erfitt og krefjandi.“ Eins og fréttastofa greindi frá í dag kviknaði sinubruninn líklega vegna fikts nemanda í Menntaskólanum í Kópavogi með svokallað kúlublys. Það staðfesti lögregla fyrr í kvöld, en málið er í hennar höndum. Guðríður Eldey Arnarsdóttir skólameistari sagði að allir, sem kæmu að málinu, væru miður sín. „Þetta var nú ekki flugeldur held ég, en einhvers konar blys eða slíkt. Ég held að það átti sig mjög fáir á því um hávetur að landið geti verið orðið svona þurrt og útsett fyrir sinueldum. En svona er auðvitað óviljaverk og viðkomandi aðili er miður sín yfir þessu. Þannig að þetta var hugsunarleysi.“ „Eldurinn óútreiknanlegur“ Slökkviliðið greindi frá því á Facebook fyrr í kvöld að eldar loguðu enn í mosa á mörgum stöðum í hrauninu. Svæðið væri erfitt yfirferðar og erfitt að komast að eldinum. Fólk var enn fremur hvatt til að fara ávallt varlega með eld utandyra. „Um kvöldmatarleytið var tekin sú ákvörðun að setja upp varnarlínur til að takmarka útbreiðslu og láta gróðurinn brenna að þeim. Slökkviliðsmenn frá SHS munu vakta svæðið í nótt en reykur mun sjást frá svæðinu í kvöld og nótt. Frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. Við vörum fólk við að fara á svæðið þar sem reykurinn er hættulegur, hraunið erfitt yfirferðar og eldurinn óútreiknanlegur.“ Slökkvilið Hafnarfjörður Björgunarsveitir Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Slökkviliðinu barst tilkynning um sinubrunann, sem rekja má til íkveikju nemenda í Menntaskólanum í Kópavogi, rétt eftir klukkan 13:00 í dag. Enn logar eldur í mosa á svæðinu og fólk er beðið um að hætta sér alls ekki á það. Á þriðja tug slökkviliðsmanna hefur komið að aðgerðunum. Björgunarsveitir og ríkislögreglustjóri aðstoðuðu við starfann. Slökkviliðinu tókst að bjarga tveimur húsum frá eldinum, þar á meðal Óttarsstöðum. Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að tugir hektarar lægju undir eftir brunann. „Við náðum að bjarga tveimur húsum, eldtungurnar náðu ekki í þær. En svo er fókusinn að fara suðvestureftir, leggja lagnir og slöngur niður frá að Reykjanesbrautinni og niður að sjó, til þess að koma í veg fyrir þetta og fara hinum megin við sinuna. Það er gríðarlega þurr jarðvegur hérna og svo blæs mikið, þetta er búið að vera mjög erfitt og krefjandi.“ Eins og fréttastofa greindi frá í dag kviknaði sinubruninn líklega vegna fikts nemanda í Menntaskólanum í Kópavogi með svokallað kúlublys. Það staðfesti lögregla fyrr í kvöld, en málið er í hennar höndum. Guðríður Eldey Arnarsdóttir skólameistari sagði að allir, sem kæmu að málinu, væru miður sín. „Þetta var nú ekki flugeldur held ég, en einhvers konar blys eða slíkt. Ég held að það átti sig mjög fáir á því um hávetur að landið geti verið orðið svona þurrt og útsett fyrir sinueldum. En svona er auðvitað óviljaverk og viðkomandi aðili er miður sín yfir þessu. Þannig að þetta var hugsunarleysi.“ „Eldurinn óútreiknanlegur“ Slökkviliðið greindi frá því á Facebook fyrr í kvöld að eldar loguðu enn í mosa á mörgum stöðum í hrauninu. Svæðið væri erfitt yfirferðar og erfitt að komast að eldinum. Fólk var enn fremur hvatt til að fara ávallt varlega með eld utandyra. „Um kvöldmatarleytið var tekin sú ákvörðun að setja upp varnarlínur til að takmarka útbreiðslu og láta gróðurinn brenna að þeim. Slökkviliðsmenn frá SHS munu vakta svæðið í nótt en reykur mun sjást frá svæðinu í kvöld og nótt. Frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. Við vörum fólk við að fara á svæðið þar sem reykurinn er hættulegur, hraunið erfitt yfirferðar og eldurinn óútreiknanlegur.“
Slökkvilið Hafnarfjörður Björgunarsveitir Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira