Segir íslenska háskóla skrapa botninn Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. mars 2023 12:09 Áslaug segir íslenska háskóla hafa dregist verulega aftur úr. Vísir/Arnar Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði í þættinum að Háskólar á Íslandi séu ekki samkeppnishæfir. Brottfall sé of hátt og markmið Háskóla Íslands um að verða einn af 100 bestu háskólum í heimi sé langt frá því að nást. „Þetta eru stærstu skólarnir okkar, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík. Staða þeirra gagnvart skólum sem við berum okkur almennt saman við er ekki góð. Sett voru markmið fyrir sautján, átján árum síðan að Háskóli Íslands yrði í hópi hundrað bestu háskóla í heimi. Við vorum þá eina landið á Norðurlöndunum ekki með háskóla á topp hundrað. Það sem hefur gerst síðan er að hér varð efnahagshrun.“ Háskólinn í Reykjavík neðstur „Háskólarnir hafa síðan orðið eftir, bæði í umræðu um framþróun en líka fjárhagslega. Það er farið að bitna verulega á framþróun þeirra og gæðum. “ „Þó við skoðum bara gæði kennslu og berum okkur þannig saman við löndin í kringum okkur, þá eru þessir skólar líka að skrapa botninn. Af 37 skólum á Norðurlöndunum er Háskólinn í Reykjavík neðstur og Háskóli Íslands í 32. sæti. “ Breyta þurfi fjármögnun háskólana með það að markmiði að beina fólki í nám sem nýtist sem best í framtíðinni. „Ef við munum geta stjórnað betur í gegnum öðruvísi fjármögnun háskólanna. Að fjármagna betur nemendur í raunvísindur og STEM greinum, þar sem eru vísindi, verkfræði, tölvunarfræði og slíkar greinar. Sem og í heilbrigðisvísindum. Ef við getum stýrt fjármunum aukalega í þessar greinar þá gætum við verið að svara stórum hluta af kalli atvinnulífsins gagnvart háskólamenntuðum sérfræðingum.“ Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði í þættinum að Háskólar á Íslandi séu ekki samkeppnishæfir. Brottfall sé of hátt og markmið Háskóla Íslands um að verða einn af 100 bestu háskólum í heimi sé langt frá því að nást. „Þetta eru stærstu skólarnir okkar, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík. Staða þeirra gagnvart skólum sem við berum okkur almennt saman við er ekki góð. Sett voru markmið fyrir sautján, átján árum síðan að Háskóli Íslands yrði í hópi hundrað bestu háskóla í heimi. Við vorum þá eina landið á Norðurlöndunum ekki með háskóla á topp hundrað. Það sem hefur gerst síðan er að hér varð efnahagshrun.“ Háskólinn í Reykjavík neðstur „Háskólarnir hafa síðan orðið eftir, bæði í umræðu um framþróun en líka fjárhagslega. Það er farið að bitna verulega á framþróun þeirra og gæðum. “ „Þó við skoðum bara gæði kennslu og berum okkur þannig saman við löndin í kringum okkur, þá eru þessir skólar líka að skrapa botninn. Af 37 skólum á Norðurlöndunum er Háskólinn í Reykjavík neðstur og Háskóli Íslands í 32. sæti. “ Breyta þurfi fjármögnun háskólana með það að markmiði að beina fólki í nám sem nýtist sem best í framtíðinni. „Ef við munum geta stjórnað betur í gegnum öðruvísi fjármögnun háskólanna. Að fjármagna betur nemendur í raunvísindur og STEM greinum, þar sem eru vísindi, verkfræði, tölvunarfræði og slíkar greinar. Sem og í heilbrigðisvísindum. Ef við getum stýrt fjármunum aukalega í þessar greinar þá gætum við verið að svara stórum hluta af kalli atvinnulífsins gagnvart háskólamenntuðum sérfræðingum.“
Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira