Páll gefst ekki upp og blæs til söfnunar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2023 12:27 Arnar Þór Ingólfsson, Páll Vilhjálmsson og Þórður Snær Júlíusson. Vísir Páll Vilhjálmsson, framhaldsskólakennari og bloggari, hefur sett af stað söfnun fyrir málskostnaði vegna áfrýjunar til Landsréttar. Páll var í vikunni dæmdur til að greiða blaðamönnum Kjarnans miskabætur vegna ummæla sem hann lét falla í tengslum við Samherjamálið. „Tilfallandi bloggari var fyrir helgi dæmdur til að greiða tveim blaðamönnum RSK-miðla um 1,5 m.kr. vegna bloggskrifa um aðild RSK-miðla að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma. […] Tjáningarfrelsið er sem sagt fyrir fáeina útvalda. Þeir sem andæfa ráðandi frásögn fjölmiðla og vekja athygli á lögleysunni hljóta verra af - til dæmis málssókn. Dómnum frá föstudag verður áfrýjað enda tekur engu tali að ekki megi segja á opinberum vettvangi að málsaðilar eigi aðild, beina eða óbeina,“ segir Páll Vilhjálmsson á bloggsíðu sinni. Byrlun og stuldur á síma Þeir Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður sama miðils, stefndu Páli fyrir meiðyrði og kröfðust ómerkingar á tvennum ummælum á bloggsíðu hans á vefsvæði mbl.is Ummælin sem Páll lét falla, og dæmd voru ómerk, voru af tvennum toga. Annars vegar voru það ummæli um að tvímenningarnir hefðu átt „aðild, beina eða óbeina“ að því að Páli Steingrímssyni, skipstjóra hjá Samherja, hefði verið byrlað og síma hans stolið. Hins vegar voru það ummæli Páls um að saksóknari gæfi út ákæru á hendur blaðamönnunum. Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, blaðamenn á Kjarnanum, ... eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans. Saksóknari mun gefa út ákæru á hendur blaðamönnum RSK-miðla, líklega í september Páll Vilhjálmsson hefur ítrekað fjallað um málið og ýjað að því að Þórður Snær og Arnar Þór hafi átt þátt í að Páli skipstjóra var byrlað og síma hans stolið. Héraðsdómari taldi Pál hafa farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar og ummælin því dæmd ómerk. Mat dómsins væri að um ærumeiðandi aðdróttun hafi verið að ræða, og í ummælunum fælist ólögmæt meingerð, sem væri þar af leiðandi skaðabótaskyld. „RSK-miðlar, RÚV, Stundin og Kjarninn (nú Heimildin) eru fjármagnaðir af ríkinu. RÚV er á fjárlögum og Heimildin fær fjölmiðlastyrk úr ríkissjóði. Tilfallandi bloggari er launamaður. Lesendur hafa haft samband og spurt hvernig mætti leggja tilfallandi athugasemdum lið með fjárframlagi vegna málskostnaðar,“ segir Páll á bloggsíðu sinni að lokum, og bendir á þartilgerðan styrktarreikning. Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Páll dæmdur fyrir ummæli um Heimildarmenn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ómerkt ummæli sem Páll Vilhjálmsson, framhaldsskólakennari og bloggari, lét falla um blaðamenn Kjarnans. Páll hélt því fram að blaðamennirnir hefðu átt þátt í byrlun og þjófnaði í tengslum við umfjöllun um leynilega áhrifaherferð sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja. 24. mars 2023 14:05 Segir móðgun við heilbrigða skynsemi að draga orð sín til baka Í morgun var aðalmeðferð í meiðyrðamáli blaðamanna Heimildarinnar, áður Kjarnans, þeirra Þórðar Snæs Júlíussonar og Arnars Þórs Ingólfssonar á hendur Páli Vilhjálmssyni. 27. febrúar 2023 15:31 „Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig verulega“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi. 27. febrúar 2023 14:36 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
„Tilfallandi bloggari var fyrir helgi dæmdur til að greiða tveim blaðamönnum RSK-miðla um 1,5 m.kr. vegna bloggskrifa um aðild RSK-miðla að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma. […] Tjáningarfrelsið er sem sagt fyrir fáeina útvalda. Þeir sem andæfa ráðandi frásögn fjölmiðla og vekja athygli á lögleysunni hljóta verra af - til dæmis málssókn. Dómnum frá föstudag verður áfrýjað enda tekur engu tali að ekki megi segja á opinberum vettvangi að málsaðilar eigi aðild, beina eða óbeina,“ segir Páll Vilhjálmsson á bloggsíðu sinni. Byrlun og stuldur á síma Þeir Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður sama miðils, stefndu Páli fyrir meiðyrði og kröfðust ómerkingar á tvennum ummælum á bloggsíðu hans á vefsvæði mbl.is Ummælin sem Páll lét falla, og dæmd voru ómerk, voru af tvennum toga. Annars vegar voru það ummæli um að tvímenningarnir hefðu átt „aðild, beina eða óbeina“ að því að Páli Steingrímssyni, skipstjóra hjá Samherja, hefði verið byrlað og síma hans stolið. Hins vegar voru það ummæli Páls um að saksóknari gæfi út ákæru á hendur blaðamönnunum. Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, blaðamenn á Kjarnanum, ... eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans. Saksóknari mun gefa út ákæru á hendur blaðamönnum RSK-miðla, líklega í september Páll Vilhjálmsson hefur ítrekað fjallað um málið og ýjað að því að Þórður Snær og Arnar Þór hafi átt þátt í að Páli skipstjóra var byrlað og síma hans stolið. Héraðsdómari taldi Pál hafa farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar og ummælin því dæmd ómerk. Mat dómsins væri að um ærumeiðandi aðdróttun hafi verið að ræða, og í ummælunum fælist ólögmæt meingerð, sem væri þar af leiðandi skaðabótaskyld. „RSK-miðlar, RÚV, Stundin og Kjarninn (nú Heimildin) eru fjármagnaðir af ríkinu. RÚV er á fjárlögum og Heimildin fær fjölmiðlastyrk úr ríkissjóði. Tilfallandi bloggari er launamaður. Lesendur hafa haft samband og spurt hvernig mætti leggja tilfallandi athugasemdum lið með fjárframlagi vegna málskostnaðar,“ segir Páll á bloggsíðu sinni að lokum, og bendir á þartilgerðan styrktarreikning.
Arnar Þór Ingólfsson og Þórður Snær Júlíusson, blaðamenn á Kjarnanum, ... eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans. Saksóknari mun gefa út ákæru á hendur blaðamönnum RSK-miðla, líklega í september
Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Páll dæmdur fyrir ummæli um Heimildarmenn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ómerkt ummæli sem Páll Vilhjálmsson, framhaldsskólakennari og bloggari, lét falla um blaðamenn Kjarnans. Páll hélt því fram að blaðamennirnir hefðu átt þátt í byrlun og þjófnaði í tengslum við umfjöllun um leynilega áhrifaherferð sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja. 24. mars 2023 14:05 Segir móðgun við heilbrigða skynsemi að draga orð sín til baka Í morgun var aðalmeðferð í meiðyrðamáli blaðamanna Heimildarinnar, áður Kjarnans, þeirra Þórðar Snæs Júlíussonar og Arnars Þórs Ingólfssonar á hendur Páli Vilhjálmssyni. 27. febrúar 2023 15:31 „Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig verulega“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi. 27. febrúar 2023 14:36 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Páll dæmdur fyrir ummæli um Heimildarmenn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ómerkt ummæli sem Páll Vilhjálmsson, framhaldsskólakennari og bloggari, lét falla um blaðamenn Kjarnans. Páll hélt því fram að blaðamennirnir hefðu átt þátt í byrlun og þjófnaði í tengslum við umfjöllun um leynilega áhrifaherferð sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja. 24. mars 2023 14:05
Segir móðgun við heilbrigða skynsemi að draga orð sín til baka Í morgun var aðalmeðferð í meiðyrðamáli blaðamanna Heimildarinnar, áður Kjarnans, þeirra Þórðar Snæs Júlíussonar og Arnars Þórs Ingólfssonar á hendur Páli Vilhjálmssyni. 27. febrúar 2023 15:31
„Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig verulega“ Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi. 27. febrúar 2023 14:36