Munu líklega grípa til frekari rýminga vegna hættu á flóðum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. mars 2023 12:28 Allir eru í viðbragðsstöðu á Austfjörðum vegna stöðunnar. Landsbjörg Líklega verður farið í frekari rýmingar á Austfjörðum eftir hádegi vegna slæmrar veðurspár. Helsta áhyggjuefnið núna eru möguleg krapaflóð og aurskriður en það bætist við snjóflóðahættu sem einnig er á svæðinu og hafa einhver flóð fallið í morgun. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir mikilvægt að fólk sýni sérstaka aðgát. Tvær appelsínugular viðvaranir eru í gildi á Austfjörðum, annars vegar vegna mikillar snjókomu og skafrennings, einkum norðantil, sem gildir til níu í fyrramálið og hins vegar vegna mikillar rigningar og asahláku samhliða hlýnandi veðri sunnantil, sem er í gildi til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við út morgundaginn. Að því er kemur fram í færslu frá ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur veruleg úrkoma verið á Austfjörðum síðan í nótt. Eftir því sem líður á daginn muni hlýna jafnt og þétt á sunnanverðum fjörðunum en kaldara norðan Mjóafjarðar fram á kvöld. „Aðstæður á Austfjörðum eru óvenjulegar að því leyti að mikill nýfallinn snjór er á svæðinu og gert ráð fyrir hlýindum og rigningu næstu daga. Því er hætt við að blaut snjóflóð falli úr neðri hluta hlíða þegar hlýnar og fer að rigna, en eftir því sem líður á veðrið má búast við því að krapaflóð geti fallið þegar snjórinn blotnar og mettast. Erfitt er að spá fyrir um hvar krapaflóð falla en algengast er að þau eigi upptök í vatnsfarvegum,“ segir í færslunni. Aðgerðarstjórn fundaði með almannavörnum og Veðurstofunni klukkan ellefu. „Veðurspár eru að ganga eftir að mestu leyti, það kannski lengir heldur tímann sem snjóar áður en það fer að rigna. En eins og við áttum von á þá verður örugglega farið í einhverjar aðeins frekari rýmingar, það er bara verið að ákveða það núna og verður tilkynnt fyrir klukkan tvö,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Rýmingar eru enn í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Ekki er talið þörf á frekari rýmingum í Neskaupstað en verið sé að skoða Eskifjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð. Ekki sé um að ræða stór eða fjölmenn svæði sem bætast við en þó einhver. Hætta á krapaflóðum samhliða snjóflóðahættu Áhyggjuefnið núna er hættan á krapaflóðum en íbúar eru hvattir til að sýna ýtrustu aðgát vegna mögulegra vatnavaxta þegar rigning fer að aukast. Hættustig vegna snjóflóða er þá enn í gildi. „Það hlýnar seinna eins og á Seyðisfirði og þar, þannig áfram verður snjóflóðahættan viðvarandi. Það hafa verið að falla flóð í morgun, eins og í kringum Neskaupstað, sem eru í sjálfu sér góðar fréttir að farvegirnir séu að hreinsa sig og það séu ekki stór flóð að falla. Þannig það er enn þá töluverð snjóflóðahætta,“ segir Víðir. Vegir eru víða lokaðir vegna hættu á snjó- og aurflóðum, til að mynda Fjarðarheiðin, vegurinn um Fagradal og vegurinn frá Norðfjarðargöngunum til Neskaupstaðar. Líklega verða vegir áfram lokaðir meðan viðvaranir eru í gildi. „Það verður ekki opnað nema þá fyrir einhverja neyðarumferð, heyrist mér á öllu. En það verður aðeins að koma í ljós hvað hlánar hratt og hvort að skriðufarvegir hreinsi sig en mér finnst ekki líklegt að það opni alveg strax,“ segir Víðir. Austurland: Vegir eru víða lokaðir vegna hættu á snjó- og aurflóðum og er veðurspáin slæm út daginn. Hálka eða krapi er á flestum þeirra leiða sem ekki eru lokaðar. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 30, 2023 Líkt og áður segir eru viðvaranir í gildi út morgundaginn en seinni partinn á morgun mun veður skána nokkuð ef spár ganga eftir. Líklega muni þau þó ekki sjá fyrir endann á ástandinu fyrr en á laugardag. Allir séu í viðbragðsstöðu. „Við erum náttúrulega búin að koma fyrir björgunarfólki og stjórnendum aðgerða á öllum þessum stöðum og höldum vel utan um þessa aðgerð. Aðgerðarstjórnin er á Egilsstöðum og síðan erum við með vettvangsstjórnina í öllum þéttbýliskjörnunum þannig það er vel haldið utan um skipulagið fyrir austan,“ segir Víðir. Snjóflóð í Neskaupstað Veður Múlaþing Fjarðabyggð Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Vegir víða ófærir eða lokaðir Fjöldi vega er annað hvort ófær eða lokaður fyrir austan, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vegagerðinni. Víða er hætta á snjó- og aurflóðum en staðan verður metin eftir því sem líður á daginn. 30. mars 2023 07:18 Áfram snjóflóðahætta og búist við asahláku austanlands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram á miðjan dag og gul svo út daginn. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enda í gildi á Austfjörðum og hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 07:06 Búist við umtalsverðri úrkomu en telja ekki þörf á frekari rýmingum Gert er ráð fyrir umtalsverðri úrkomu á Austfjörðum í kvöld og fram til föstudagsmorguns. Bæði er spáð snjókomu og rigningu. Töluverður fjöldi húsa á Austurlandi var rýmdur í kjölfar snjóflóða sem féllu á svæðinu í upphafi vikunnar. Veðurstofa telur að ekki sé þörf á frekari rýmingum að svo stöddu. 29. mars 2023 18:03 Frekari rýmingar á Seyðisfirði og áfram enginn skóli í Neskaupstað Veðurstofan hefur ákveðið að rýma skuli að nýju hús á reit 14 á Seyðisfirði í varúðarskyni frá klukkan 21 í kvöld. Von er á mikilli snjókomu. 29. mars 2023 14:10 Rýmingar áfram í gildi og mögulegt að þær verði víðtækari Rýmingar frá í gær í Neskaupstað, á Eskifirði og Seyðisfirði eru enn í gildi og hugsanlegt er að rýma þurfi nýju þau hús sem aflétt var af í gær. 29. mars 2023 12:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Tvær appelsínugular viðvaranir eru í gildi á Austfjörðum, annars vegar vegna mikillar snjókomu og skafrennings, einkum norðantil, sem gildir til níu í fyrramálið og hins vegar vegna mikillar rigningar og asahláku samhliða hlýnandi veðri sunnantil, sem er í gildi til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við út morgundaginn. Að því er kemur fram í færslu frá ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur veruleg úrkoma verið á Austfjörðum síðan í nótt. Eftir því sem líður á daginn muni hlýna jafnt og þétt á sunnanverðum fjörðunum en kaldara norðan Mjóafjarðar fram á kvöld. „Aðstæður á Austfjörðum eru óvenjulegar að því leyti að mikill nýfallinn snjór er á svæðinu og gert ráð fyrir hlýindum og rigningu næstu daga. Því er hætt við að blaut snjóflóð falli úr neðri hluta hlíða þegar hlýnar og fer að rigna, en eftir því sem líður á veðrið má búast við því að krapaflóð geti fallið þegar snjórinn blotnar og mettast. Erfitt er að spá fyrir um hvar krapaflóð falla en algengast er að þau eigi upptök í vatnsfarvegum,“ segir í færslunni. Aðgerðarstjórn fundaði með almannavörnum og Veðurstofunni klukkan ellefu. „Veðurspár eru að ganga eftir að mestu leyti, það kannski lengir heldur tímann sem snjóar áður en það fer að rigna. En eins og við áttum von á þá verður örugglega farið í einhverjar aðeins frekari rýmingar, það er bara verið að ákveða það núna og verður tilkynnt fyrir klukkan tvö,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Rýmingar eru enn í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Ekki er talið þörf á frekari rýmingum í Neskaupstað en verið sé að skoða Eskifjörð, Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð. Ekki sé um að ræða stór eða fjölmenn svæði sem bætast við en þó einhver. Hætta á krapaflóðum samhliða snjóflóðahættu Áhyggjuefnið núna er hættan á krapaflóðum en íbúar eru hvattir til að sýna ýtrustu aðgát vegna mögulegra vatnavaxta þegar rigning fer að aukast. Hættustig vegna snjóflóða er þá enn í gildi. „Það hlýnar seinna eins og á Seyðisfirði og þar, þannig áfram verður snjóflóðahættan viðvarandi. Það hafa verið að falla flóð í morgun, eins og í kringum Neskaupstað, sem eru í sjálfu sér góðar fréttir að farvegirnir séu að hreinsa sig og það séu ekki stór flóð að falla. Þannig það er enn þá töluverð snjóflóðahætta,“ segir Víðir. Vegir eru víða lokaðir vegna hættu á snjó- og aurflóðum, til að mynda Fjarðarheiðin, vegurinn um Fagradal og vegurinn frá Norðfjarðargöngunum til Neskaupstaðar. Líklega verða vegir áfram lokaðir meðan viðvaranir eru í gildi. „Það verður ekki opnað nema þá fyrir einhverja neyðarumferð, heyrist mér á öllu. En það verður aðeins að koma í ljós hvað hlánar hratt og hvort að skriðufarvegir hreinsi sig en mér finnst ekki líklegt að það opni alveg strax,“ segir Víðir. Austurland: Vegir eru víða lokaðir vegna hættu á snjó- og aurflóðum og er veðurspáin slæm út daginn. Hálka eða krapi er á flestum þeirra leiða sem ekki eru lokaðar. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 30, 2023 Líkt og áður segir eru viðvaranir í gildi út morgundaginn en seinni partinn á morgun mun veður skána nokkuð ef spár ganga eftir. Líklega muni þau þó ekki sjá fyrir endann á ástandinu fyrr en á laugardag. Allir séu í viðbragðsstöðu. „Við erum náttúrulega búin að koma fyrir björgunarfólki og stjórnendum aðgerða á öllum þessum stöðum og höldum vel utan um þessa aðgerð. Aðgerðarstjórnin er á Egilsstöðum og síðan erum við með vettvangsstjórnina í öllum þéttbýliskjörnunum þannig það er vel haldið utan um skipulagið fyrir austan,“ segir Víðir.
Snjóflóð í Neskaupstað Veður Múlaþing Fjarðabyggð Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Vegir víða ófærir eða lokaðir Fjöldi vega er annað hvort ófær eða lokaður fyrir austan, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vegagerðinni. Víða er hætta á snjó- og aurflóðum en staðan verður metin eftir því sem líður á daginn. 30. mars 2023 07:18 Áfram snjóflóðahætta og búist við asahláku austanlands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram á miðjan dag og gul svo út daginn. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enda í gildi á Austfjörðum og hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 07:06 Búist við umtalsverðri úrkomu en telja ekki þörf á frekari rýmingum Gert er ráð fyrir umtalsverðri úrkomu á Austfjörðum í kvöld og fram til föstudagsmorguns. Bæði er spáð snjókomu og rigningu. Töluverður fjöldi húsa á Austurlandi var rýmdur í kjölfar snjóflóða sem féllu á svæðinu í upphafi vikunnar. Veðurstofa telur að ekki sé þörf á frekari rýmingum að svo stöddu. 29. mars 2023 18:03 Frekari rýmingar á Seyðisfirði og áfram enginn skóli í Neskaupstað Veðurstofan hefur ákveðið að rýma skuli að nýju hús á reit 14 á Seyðisfirði í varúðarskyni frá klukkan 21 í kvöld. Von er á mikilli snjókomu. 29. mars 2023 14:10 Rýmingar áfram í gildi og mögulegt að þær verði víðtækari Rýmingar frá í gær í Neskaupstað, á Eskifirði og Seyðisfirði eru enn í gildi og hugsanlegt er að rýma þurfi nýju þau hús sem aflétt var af í gær. 29. mars 2023 12:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Sjá meira
Vegir víða ófærir eða lokaðir Fjöldi vega er annað hvort ófær eða lokaður fyrir austan, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Vegagerðinni. Víða er hætta á snjó- og aurflóðum en staðan verður metin eftir því sem líður á daginn. 30. mars 2023 07:18
Áfram snjóflóðahætta og búist við asahláku austanlands Appelsínugul viðvörun er í gildi á Austfjörðum fram á miðjan dag og gul svo út daginn. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enda í gildi á Austfjörðum og hættustig í Neskaupstað, Seyðisfirði og Eskifirði. 30. mars 2023 07:06
Búist við umtalsverðri úrkomu en telja ekki þörf á frekari rýmingum Gert er ráð fyrir umtalsverðri úrkomu á Austfjörðum í kvöld og fram til föstudagsmorguns. Bæði er spáð snjókomu og rigningu. Töluverður fjöldi húsa á Austurlandi var rýmdur í kjölfar snjóflóða sem féllu á svæðinu í upphafi vikunnar. Veðurstofa telur að ekki sé þörf á frekari rýmingum að svo stöddu. 29. mars 2023 18:03
Frekari rýmingar á Seyðisfirði og áfram enginn skóli í Neskaupstað Veðurstofan hefur ákveðið að rýma skuli að nýju hús á reit 14 á Seyðisfirði í varúðarskyni frá klukkan 21 í kvöld. Von er á mikilli snjókomu. 29. mars 2023 14:10
Rýmingar áfram í gildi og mögulegt að þær verði víðtækari Rýmingar frá í gær í Neskaupstað, á Eskifirði og Seyðisfirði eru enn í gildi og hugsanlegt er að rýma þurfi nýju þau hús sem aflétt var af í gær. 29. mars 2023 12:49