Ekki talið óhætt að aflétta rýmingum frekar Árni Sæberg skrifar 31. mars 2023 17:50 Rýmingar verða áfram í gildi víða á Austurlandi. Þar á meðal á Neslaupstað. Stöð 2/Sigurjón Veðurstofa Íslands hefur kannað ástand hlíða á Austurlandi með tilliti til rýminga í dag. Ekki þykir óhætt að aflétta rýmingum frekar að svo stöddu. Hættustig er áfram í gildi vegna ofanflóða í Neskaupstað, á Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði og gul viðvörun er í gildi á svæðinu vegna rigningar og asahláku samhliða hlýindum. Líkur eru á talsverðri rigningu fram undir hádegi á morgun. Rýmingum var aflétt að hluta í dag og gert var ráð fyrir því að unnt yrði að aflétta enn frekar. Í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Austurlandi segir að það sé ekki talið öruggt að svo stöddu. Staðan sé endurmetin í sífellu og frekari tilkynningar verði gefnar út þegar breytingar verða á henni. Mörg snjóflóð hafa fallið síðasta sólarhringinn Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að mörg snjóflóð hafi fallið síðasta sólarhringinn fyrir austan. Stærstu snjóflóðin hafi fallið í Neskaupstað í gær og tvö þeirra á varnir ofan byggðarinnar. Snjóflóð sem hafa fallið í dag hafi verið minni og stöðvast ofar. Í dag hafi fallið krapaflóð víða, meðal annars í Berufirði, Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði. „Það dregur úr hættu á stórum snjóflóðum þegar blotnar í snjó á láglendi og fer að rigna í upptakasvæðum. Hinsvegar eykst hætta á krapaflóðum í rigningunni í dag og á morgun,“ segir í tilkynningunni. Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Markmiðið að hlúa að íbúum eftir áfall síðustu daga Viðbúið er að rýmingum verði aflétt í miklum mæli á Austfjörðum í dag en ekki er útlit fyrir að hægt verði að aflétta alls staðar strax. Mikil úrkoma er á svæðinu samhliða hlýindum og hafa flóð fallið nokkuð víða. Lögreglustjóri á Austurlandi segir markmiðið nú vera að hlúa að íbúum en ljóst sé að langtímaáhrif séu áföllum sem þessum. 31. mars 2023 12:38 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Hættustig er áfram í gildi vegna ofanflóða í Neskaupstað, á Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði og gul viðvörun er í gildi á svæðinu vegna rigningar og asahláku samhliða hlýindum. Líkur eru á talsverðri rigningu fram undir hádegi á morgun. Rýmingum var aflétt að hluta í dag og gert var ráð fyrir því að unnt yrði að aflétta enn frekar. Í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Austurlandi segir að það sé ekki talið öruggt að svo stöddu. Staðan sé endurmetin í sífellu og frekari tilkynningar verði gefnar út þegar breytingar verða á henni. Mörg snjóflóð hafa fallið síðasta sólarhringinn Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að mörg snjóflóð hafi fallið síðasta sólarhringinn fyrir austan. Stærstu snjóflóðin hafi fallið í Neskaupstað í gær og tvö þeirra á varnir ofan byggðarinnar. Snjóflóð sem hafa fallið í dag hafi verið minni og stöðvast ofar. Í dag hafi fallið krapaflóð víða, meðal annars í Berufirði, Breiðdalsvík og Fáskrúðsfirði. „Það dregur úr hættu á stórum snjóflóðum þegar blotnar í snjó á láglendi og fer að rigna í upptakasvæðum. Hinsvegar eykst hætta á krapaflóðum í rigningunni í dag og á morgun,“ segir í tilkynningunni.
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Markmiðið að hlúa að íbúum eftir áfall síðustu daga Viðbúið er að rýmingum verði aflétt í miklum mæli á Austfjörðum í dag en ekki er útlit fyrir að hægt verði að aflétta alls staðar strax. Mikil úrkoma er á svæðinu samhliða hlýindum og hafa flóð fallið nokkuð víða. Lögreglustjóri á Austurlandi segir markmiðið nú vera að hlúa að íbúum en ljóst sé að langtímaáhrif séu áföllum sem þessum. 31. mars 2023 12:38 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Markmiðið að hlúa að íbúum eftir áfall síðustu daga Viðbúið er að rýmingum verði aflétt í miklum mæli á Austfjörðum í dag en ekki er útlit fyrir að hægt verði að aflétta alls staðar strax. Mikil úrkoma er á svæðinu samhliða hlýindum og hafa flóð fallið nokkuð víða. Lögreglustjóri á Austurlandi segir markmiðið nú vera að hlúa að íbúum en ljóst sé að langtímaáhrif séu áföllum sem þessum. 31. mars 2023 12:38