Héraðsdómari kærir Margréti fyrir meiðyrði Bjarki Sigurðsson skrifar 1. apríl 2023 11:05 Margréti Friðriksdóttur hefur verið stefnt af héraðsdómara fyrir ummæli sín. Barbara Björnsdóttir, héraðsdómari, hefur kært Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra frettin.is, fyrir meiðyrði. Margrét var yfirheyrð af lögreglu vegna málsins í fyrradag. Margrét staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en DV.is greindi fyrst frá. Í samtali við fréttastofu segir Margrét að fari málið fyrir dóm verði það skrautlegustu málaferli sögunnar. „Lögreglan verður að ákveða það hvort þetta fari í ákæru, það yrði mjög skrautlegt. Allir héraðsdómarar landsins yrðu vanhæfir og það þyrfti að kalla inn nýja dómara,“ segir Margrét sem vill meina að hún sé saklaus, hún hafi einungis verið að segja sannleikann. Ummælin sem um ræðir lét Margrét falla eftir að hún var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna hótana í garð Semu Erlu Serdar. Vísir fjallaði um dóminn á sínum tíma. Í Facebook-færslu sem Margrét birti eftir að hún var sakfelld fór hún ófögrum orðum um Barböru og kallaði hana meðal annars siðblinda. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ skrifaði Margrét í færslu sem hún hefur nú eitt af síðu sinni. Vill Margrét meina að Barbara hafi ekki farið eftir siðareglum og að verið sé að berja hana niður með lygina að vopni. Verjandi hennar í málinu sem Sema höfðaði var Arnar Þór Jónsson en hann sagði sig frá málinu eftir að Margrét lét ummælin falla. Við tók Skúli Sveinsson sem er lögmaður Margrétar í máli Barböru. Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Margrét úthúðar dómurum og verjandi hennar segir sig frá málinu Margrét Friðriksdóttir segist ekki ætla að fjarlægja færslu um héraðsdómara sem hún kallar siðblindan og fleiri ljótum nöfnum. Lögmaður hennar hefur sagt sig frá málinu. 10. febrúar 2023 12:27 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Margrét staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en DV.is greindi fyrst frá. Í samtali við fréttastofu segir Margrét að fari málið fyrir dóm verði það skrautlegustu málaferli sögunnar. „Lögreglan verður að ákveða það hvort þetta fari í ákæru, það yrði mjög skrautlegt. Allir héraðsdómarar landsins yrðu vanhæfir og það þyrfti að kalla inn nýja dómara,“ segir Margrét sem vill meina að hún sé saklaus, hún hafi einungis verið að segja sannleikann. Ummælin sem um ræðir lét Margrét falla eftir að hún var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna hótana í garð Semu Erlu Serdar. Vísir fjallaði um dóminn á sínum tíma. Í Facebook-færslu sem Margrét birti eftir að hún var sakfelld fór hún ófögrum orðum um Barböru og kallaði hana meðal annars siðblinda. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ skrifaði Margrét í færslu sem hún hefur nú eitt af síðu sinni. Vill Margrét meina að Barbara hafi ekki farið eftir siðareglum og að verið sé að berja hana niður með lygina að vopni. Verjandi hennar í málinu sem Sema höfðaði var Arnar Þór Jónsson en hann sagði sig frá málinu eftir að Margrét lét ummælin falla. Við tók Skúli Sveinsson sem er lögmaður Margrétar í máli Barböru.
Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Margrét úthúðar dómurum og verjandi hennar segir sig frá málinu Margrét Friðriksdóttir segist ekki ætla að fjarlægja færslu um héraðsdómara sem hún kallar siðblindan og fleiri ljótum nöfnum. Lögmaður hennar hefur sagt sig frá málinu. 10. febrúar 2023 12:27 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Margrét úthúðar dómurum og verjandi hennar segir sig frá málinu Margrét Friðriksdóttir segist ekki ætla að fjarlægja færslu um héraðsdómara sem hún kallar siðblindan og fleiri ljótum nöfnum. Lögmaður hennar hefur sagt sig frá málinu. 10. febrúar 2023 12:27