Þráir fátt heitar en að finna huldumanninn um borð í vélinni frá Kanarí Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2023 23:29 Gerður Petra Ásgeirsdóttir ásamt föður sínum á góðri stundu. Aðsend/Vilhelm Kona sem missti föður sinn um borð í flugi frá Kanaríeyjum til Íslands í apríl í fyrra leitar nú logandi ljósi að manni sem var til staðar fyrir hana og bróður hennar á ögurstundu. Gerður Petra Ásgeirsdóttir segir það hafa blundað í henni allar götur síðan að reyna finna manninn aftur en það reynst erfitt án þess að hafa nafn hans. Í gær þegar rétt tæpt ár var liðið frá þessari örlagaríku stundu ákvað Gerður að láta reyna á mátt Facebook og auglýsa eftir góðhjartaða farþeganum sem hún lýsir sem ljósi í afar erfiðum aðstæðum. Faðir Gerðar var 72 ára þegar hann varð bráðkvaddur um borð í flugvél Play þann 6. apríl 2022. Hún segir atvikið vera erfiðustu upplifun sem systkinin hafi gengið í gegnum en þá hafi skipt öllu máli að hafa góðan mann sér við hlið. „Við hugsum oft til hans og mig langar bara að hitta hann. Hann var okkur þarna stoð og stytta,“ segir Gerður í samtali við Vísi. Hún vilji þakka honum fyrir að passa upp á fjölskylduna við þessar erfiðu aðstæður sem enginn óski sér að lenda í. Play ekki getað veitt upplýsingar Einu upplýsingarnar sem Gerður býr yfir er að maðurinn sé fyrrverandi sjúkraflutningamaður á miðjum aldri. Hún segir hálfótrúlegt að hugsa til þess að enginn hafi kannast við huldumanninn í þessu litla samfélagi. Gerður segist hafa sett sig í samband við Play sem geti ekki veitt upplýsingar um aðra farþega um borð í flugvélinni af persónuverndaraðstæðum. Starfsfólk flugfélagsins sé þó allt af vilja gert og hafi sýnt fjölskyldunni skilning. Yfir annað hundruð manns hafa deilt Facebook-færslu Gerðar frá því í gær þegar þetta er ritað og hefur henni meðal annars verið dreift inn á Facebook-hóp sjúkraflutningamanna. Þrátt fyrir allt hafa enn engar vísbendingar borist. Gerður segist reglulega hafa fellt tár eftir að hún birti færsluna og ætti vafalaust erfitt með að hafa hemil á tilfinningum sínum ef hún fengi loks tækifæri til þess að þakka manninn aftur í persónu. „Mig langar innilega að finna þennan mann.“ Gerður biður fólk sem telur sig kannast við hann um að hafa samband við sig í gegnum Facebook eða í síma. Fréttir af flugi Kanaríeyjar Góðverk Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Í gær þegar rétt tæpt ár var liðið frá þessari örlagaríku stundu ákvað Gerður að láta reyna á mátt Facebook og auglýsa eftir góðhjartaða farþeganum sem hún lýsir sem ljósi í afar erfiðum aðstæðum. Faðir Gerðar var 72 ára þegar hann varð bráðkvaddur um borð í flugvél Play þann 6. apríl 2022. Hún segir atvikið vera erfiðustu upplifun sem systkinin hafi gengið í gegnum en þá hafi skipt öllu máli að hafa góðan mann sér við hlið. „Við hugsum oft til hans og mig langar bara að hitta hann. Hann var okkur þarna stoð og stytta,“ segir Gerður í samtali við Vísi. Hún vilji þakka honum fyrir að passa upp á fjölskylduna við þessar erfiðu aðstæður sem enginn óski sér að lenda í. Play ekki getað veitt upplýsingar Einu upplýsingarnar sem Gerður býr yfir er að maðurinn sé fyrrverandi sjúkraflutningamaður á miðjum aldri. Hún segir hálfótrúlegt að hugsa til þess að enginn hafi kannast við huldumanninn í þessu litla samfélagi. Gerður segist hafa sett sig í samband við Play sem geti ekki veitt upplýsingar um aðra farþega um borð í flugvélinni af persónuverndaraðstæðum. Starfsfólk flugfélagsins sé þó allt af vilja gert og hafi sýnt fjölskyldunni skilning. Yfir annað hundruð manns hafa deilt Facebook-færslu Gerðar frá því í gær þegar þetta er ritað og hefur henni meðal annars verið dreift inn á Facebook-hóp sjúkraflutningamanna. Þrátt fyrir allt hafa enn engar vísbendingar borist. Gerður segist reglulega hafa fellt tár eftir að hún birti færsluna og ætti vafalaust erfitt með að hafa hemil á tilfinningum sínum ef hún fengi loks tækifæri til þess að þakka manninn aftur í persónu. „Mig langar innilega að finna þennan mann.“ Gerður biður fólk sem telur sig kannast við hann um að hafa samband við sig í gegnum Facebook eða í síma.
Fréttir af flugi Kanaríeyjar Góðverk Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira