Hlaut dóm fyrir peningaþvætti en fékk samt milljónir í miskabætur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2023 13:19 Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm í málinu fyrir helgi. Vísir/Vilhelm Karlmanni hafa verið dæmdar sex milljónir króna í miskabætur fyrir gæsluvarðhald að ósekju. Maðurinn hlaut tveggja mánaða dóm fyrir peningaþvætti en sat í gæsluvarðhaldi í 269 daga, margfaldan tíma fangelsisvistarinnar. Landsréttur hafði áður fallist á miklu hærri skaðabætur. Karlmaðurinn höfðaði mál á hendur ríkinu vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti á Ítalíu frá 14. febrúar til 16. ágúst 2017. Íslensk yfirvöld biðu þá eftir samþykki ítalskra í tengslum við framsal mannsins til Íslands vegna brota sem hann var grunaður um að hafa framið hér á landi. Málið velktist um í ítalska dómskerfinu um nokkuð skeið en maðurinn kom hingað til lands um miðjan ágúst. Hann sætti gæsluvarðhaldi frá 17. þess mánaðar fram til 10. janúar næsta árs. Þá hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í tæpa ellefu mánuði. Hæstiréttur, sem kvað upp dóm í málinu í liðinni viku, taldi ekki þörf á að gera greinarmun á gæsluvarðhaldinu hér á landi og varðhaldinu á Ítalíu. Langvægasti dómur Maðurinn hlaut loks dóm fyrir peningaþvætti af gáleysi og var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. RÚV greinir frá því að maðurinn, sem er frá Nígeríu, hafi hlotið dóminn í tengslum við netglæp sem framinn var árið 2015. Ónefndur maður hafi þóst vera íslenskt fiskútflutningsfyrirtæki og fengið suðurkóreskt fyrirtæki til að leggja 54 milljónir inn á reikning. Maðurinn fékk langvægasta dóminn af fjórum sakborningum í tengslum við netglæpinn. Hæstiréttur taldi að meðalhófs hafi ekki verið gætt við lengd gæsluvarðhaldsins. Talið væri að íslenska ríkið bæri hlutlæga bótaábyrgð, sem merkir að ekki þurfi að sanna saknæma háttsemi ríkisins, vegna frelsissviptingu mannsins. Þrátt fyrir að hann hefði hlotið dóm fyrir peningaþvætti væri ekki sýnt fram á að hann bæri ábyrgð á því að gæsluvarðhaldið hafi orðið svo langt eins og raun bar vitni. Eins og fyrr segir hafði Landsréttur fallist á miklu hærri skaðabætur, 19 milljónir króna. Hæstiréttur leit ítarlega til fyrri dómaframkvæmdar, viðeigandi lagaákvæða og tíndi hin ýmsu sjónarmið til. Þrátt fyrir að engum lagaákvæðum um nákvæmar fjárhæðir væri til að dreifa var talið, með hliðsjón af því að maðurinn hafi sannanlega hlotið refsidóm fyrir verknaðinn sem hann var grunaður um, að sex milljónir væru hæfilegar miskabætur. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Karlmaðurinn höfðaði mál á hendur ríkinu vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti á Ítalíu frá 14. febrúar til 16. ágúst 2017. Íslensk yfirvöld biðu þá eftir samþykki ítalskra í tengslum við framsal mannsins til Íslands vegna brota sem hann var grunaður um að hafa framið hér á landi. Málið velktist um í ítalska dómskerfinu um nokkuð skeið en maðurinn kom hingað til lands um miðjan ágúst. Hann sætti gæsluvarðhaldi frá 17. þess mánaðar fram til 10. janúar næsta árs. Þá hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í tæpa ellefu mánuði. Hæstiréttur, sem kvað upp dóm í málinu í liðinni viku, taldi ekki þörf á að gera greinarmun á gæsluvarðhaldinu hér á landi og varðhaldinu á Ítalíu. Langvægasti dómur Maðurinn hlaut loks dóm fyrir peningaþvætti af gáleysi og var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi. RÚV greinir frá því að maðurinn, sem er frá Nígeríu, hafi hlotið dóminn í tengslum við netglæp sem framinn var árið 2015. Ónefndur maður hafi þóst vera íslenskt fiskútflutningsfyrirtæki og fengið suðurkóreskt fyrirtæki til að leggja 54 milljónir inn á reikning. Maðurinn fékk langvægasta dóminn af fjórum sakborningum í tengslum við netglæpinn. Hæstiréttur taldi að meðalhófs hafi ekki verið gætt við lengd gæsluvarðhaldsins. Talið væri að íslenska ríkið bæri hlutlæga bótaábyrgð, sem merkir að ekki þurfi að sanna saknæma háttsemi ríkisins, vegna frelsissviptingu mannsins. Þrátt fyrir að hann hefði hlotið dóm fyrir peningaþvætti væri ekki sýnt fram á að hann bæri ábyrgð á því að gæsluvarðhaldið hafi orðið svo langt eins og raun bar vitni. Eins og fyrr segir hafði Landsréttur fallist á miklu hærri skaðabætur, 19 milljónir króna. Hæstiréttur leit ítarlega til fyrri dómaframkvæmdar, viðeigandi lagaákvæða og tíndi hin ýmsu sjónarmið til. Þrátt fyrir að engum lagaákvæðum um nákvæmar fjárhæðir væri til að dreifa var talið, með hliðsjón af því að maðurinn hafi sannanlega hlotið refsidóm fyrir verknaðinn sem hann var grunaður um, að sex milljónir væru hæfilegar miskabætur.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira