Harma mikla blóðtöku fyrir Keflavík: „Dómarinn ætti bara að skammast sín“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2023 10:31 Bræðurnir Hjalti Þór og Hörður Axel Vilhjálmssynir voru bálreiðir eftir að Hörður fékk brottvísunina. Stöð 2 Sport „Þetta er svo vitavonlaust og galið að maður á eiginlega ekki til orð,“ sagði Sævar Sævarsson í Subway Körfuboltakvöldi um þá ákvörðun dómara að vísa Herði Axel Vilhjálmssyni úr húsi eftir að leik Keflavíkur og Njarðvíkur lauk í síðustu viku. Liðin mættust í grannaslag í lokaumferð Subway-deildarinnar og var Hörður mættur aftur í lið Keflavíkur eftir meiðsli, og sýndi liðið mikil batamerki frá síðustu leikjum. Ef að ekkert óvænt gerist á fundi aganefndar KKÍ í dag verður Hörður hins vegar ekki með Keflavík gegn Tindastóli á miðvikudag, í fyrsta leik í úrslitakeppninni, vegna leikbanns. Hann reyndi að fá dæmd á sig villu þegar um sjö sekúndur voru eftir af leiknum við Njarðvík en dómararnir létu leikinn ganga og Njarðvíkingar skoruðu þriggja stiga sigurkörfu. Hörður var reiður eftir leik og lét dómarann Jakob Árna Ísleifsson vita af því. Annar dómari, Davíð Tómas Tómasson, kom svo að og sendi Hörð úr húsi: „Þarna kemur Davíð Tómas og rekur hann út úr húsi. Beinn brottrekstur sem verður þá alltaf bann. Þarna er Hjalti þá að tala um að Hörður verði ekki með þeim í úrslitakeppninni og verður mjög reiður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í Subway Körfuboltakvöldi en Hjalti varð illur yfir brottrekstri bróður síns og grýtti tússtöflu sinni í gólfið svo hún brotnaði, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hneykslaðir á brottrekstri Harðar Sævar vildi ekki útiloka að dómarar leiksins myndu sjá eftir atburðarásinni og vilja sleppa Herði við leikbann en Hermann Hauksson, sem einnig var sérfræðingur í þættinum, sagði það útilokað. Hermann sagði augljóst að um mikla blóðtöku væri að ræða fyrir Keflavík: „Vægt til orða tekið. Í þessum leik sá ég rosalega mikil batamerki á leik Keflavíkur og það gerist fyrst og fremst með góðum varnarleik, sem Hörður stýrir. Hann stýrir sóknarleiknum líka vel. Þarna fannst mér við sjá Keflavíkurliðið sem við höfum séð fyrr í vetur spila góðan bolta. Svo kemur þetta eftir leik. Fyrir mér er þetta óafsakanlega lélegur dómur. Hann ætti bara að skammast sín dómarinn, fyrir að henda honum út úr húsi fyrir þetta,“ sagði Hermann og hélt áfram: „Það er ekkert að frétta. Hann er að tala við dómarann og miðað við það sem við sjáum af þessu þá er sá dómari ekki einu sinni að reyna að ýta Herði frá sér og segja honum að stoppa. Auðvitað er hiti í leikmönnum. Þetta er „El Clásico“ og hann vinnst á síðasta skoti. Haldið þið að menn dragi bara andann og hugsi: „Jæja, tökum bara næsta leik.“ Það er bara ekki séns. Leyfið mönnum, andskotinn hafi það, aðeins að blása. Ekki koma inn í umræðuna og henda manninum út úr húsi.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Liðin mættust í grannaslag í lokaumferð Subway-deildarinnar og var Hörður mættur aftur í lið Keflavíkur eftir meiðsli, og sýndi liðið mikil batamerki frá síðustu leikjum. Ef að ekkert óvænt gerist á fundi aganefndar KKÍ í dag verður Hörður hins vegar ekki með Keflavík gegn Tindastóli á miðvikudag, í fyrsta leik í úrslitakeppninni, vegna leikbanns. Hann reyndi að fá dæmd á sig villu þegar um sjö sekúndur voru eftir af leiknum við Njarðvík en dómararnir létu leikinn ganga og Njarðvíkingar skoruðu þriggja stiga sigurkörfu. Hörður var reiður eftir leik og lét dómarann Jakob Árna Ísleifsson vita af því. Annar dómari, Davíð Tómas Tómasson, kom svo að og sendi Hörð úr húsi: „Þarna kemur Davíð Tómas og rekur hann út úr húsi. Beinn brottrekstur sem verður þá alltaf bann. Þarna er Hjalti þá að tala um að Hörður verði ekki með þeim í úrslitakeppninni og verður mjög reiður,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í Subway Körfuboltakvöldi en Hjalti varð illur yfir brottrekstri bróður síns og grýtti tússtöflu sinni í gólfið svo hún brotnaði, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hneykslaðir á brottrekstri Harðar Sævar vildi ekki útiloka að dómarar leiksins myndu sjá eftir atburðarásinni og vilja sleppa Herði við leikbann en Hermann Hauksson, sem einnig var sérfræðingur í þættinum, sagði það útilokað. Hermann sagði augljóst að um mikla blóðtöku væri að ræða fyrir Keflavík: „Vægt til orða tekið. Í þessum leik sá ég rosalega mikil batamerki á leik Keflavíkur og það gerist fyrst og fremst með góðum varnarleik, sem Hörður stýrir. Hann stýrir sóknarleiknum líka vel. Þarna fannst mér við sjá Keflavíkurliðið sem við höfum séð fyrr í vetur spila góðan bolta. Svo kemur þetta eftir leik. Fyrir mér er þetta óafsakanlega lélegur dómur. Hann ætti bara að skammast sín dómarinn, fyrir að henda honum út úr húsi fyrir þetta,“ sagði Hermann og hélt áfram: „Það er ekkert að frétta. Hann er að tala við dómarann og miðað við það sem við sjáum af þessu þá er sá dómari ekki einu sinni að reyna að ýta Herði frá sér og segja honum að stoppa. Auðvitað er hiti í leikmönnum. Þetta er „El Clásico“ og hann vinnst á síðasta skoti. Haldið þið að menn dragi bara andann og hugsi: „Jæja, tökum bara næsta leik.“ Það er bara ekki séns. Leyfið mönnum, andskotinn hafi það, aðeins að blása. Ekki koma inn í umræðuna og henda manninum út úr húsi.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira