Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2023 06:21 Það kvað við kunnuglegan tón þegar Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Flórída en heimildarmenn úr innsta hring segja forsetann hafa meiri áhyggjur af þróun mála en hann vill gefa upp. AP/Evan Vucci Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. „Ég sit uppi með Trump-hatandi dómara með Trump-hatandi eiginkonu og fjölskyldu hvers dóttir vann fyrir Kamölu Harris,“ kvartaði Donald Trump á samkomu í Mar-a-Lago á Flórída, um það bil sjö klukkustundum eftir að hann var handtekinn og leiddur fyrir dómara í New York. Trump hefur verið ákærður fyrir bókhaldsbrot, sem saksóknarinn í málinu segir meðal annars hafa verið ætlað að hylma yfir kosningalagabrot. Brotin varða þrjár peningagreiðslur sem samstarfsmenn Trump áttu milligöng um, til að koma í veg fyrir óheppilegan fréttaflutning rétt fyrir forsetakosningarnar 2016. „Ég hefði aldrei trúað því að nokkuð þessu líkt gæti gerst í Ameríku,“ sagði Trump þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. „Ég hefði aldrei trúað að þetta gæti gerst. Eini glæpurinn sem ég hef framið er að ganga fram óttalaus og verja þjóð okkar frá þeim sem leitast við að tortíma henni.“ Meðal viðstaddra voru Donald Trump Jr. og Eric Trump ásamt eiginkonum og þingmennirnir Matt Gaetz og Marjorie Taylor Greene. Trump kallaði saksóknarann Alvin Bragg „glæpamann“ og endurtók ýmsar þreyttar tuggur um stolnar kosningar og meint samsæri. Þá hjólaði hann einnig í Joe Biden Bandaríkjaforseta og fjölskyldu hans. Samkvæmt erlendum miðlum virðist ákæran hins vegar hafa gert Trump órólegan og það fór óvenju lítið fyrir honum þegar hann mætti í dómshúsið á Manhattan í gær. Hann virtist reiður en kaus að tjá sig ekki við blaðamenn, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra til að fá viðbrögð. Bragg mun á næstu 65 dögum leggja fram öll gögn í málinu gegn Trump, sem margir óttast að sé heldur þunnt. Næsta fyrirtaka er ekki á dagskrá fyrr en 4. desember en í millitíðinni gæti borið til tíðinda af öðrum málum gegn Trump sem nú eru til rannsóknar. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í sama sal og hann gekk að eiga eiginkonu sína. Kosningateymi Trump segir 800 milljónir dala hafa safnast í kosningakistur hans síðustu daga.AP/Rebecca Blackwell Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
„Ég sit uppi með Trump-hatandi dómara með Trump-hatandi eiginkonu og fjölskyldu hvers dóttir vann fyrir Kamölu Harris,“ kvartaði Donald Trump á samkomu í Mar-a-Lago á Flórída, um það bil sjö klukkustundum eftir að hann var handtekinn og leiddur fyrir dómara í New York. Trump hefur verið ákærður fyrir bókhaldsbrot, sem saksóknarinn í málinu segir meðal annars hafa verið ætlað að hylma yfir kosningalagabrot. Brotin varða þrjár peningagreiðslur sem samstarfsmenn Trump áttu milligöng um, til að koma í veg fyrir óheppilegan fréttaflutning rétt fyrir forsetakosningarnar 2016. „Ég hefði aldrei trúað því að nokkuð þessu líkt gæti gerst í Ameríku,“ sagði Trump þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. „Ég hefði aldrei trúað að þetta gæti gerst. Eini glæpurinn sem ég hef framið er að ganga fram óttalaus og verja þjóð okkar frá þeim sem leitast við að tortíma henni.“ Meðal viðstaddra voru Donald Trump Jr. og Eric Trump ásamt eiginkonum og þingmennirnir Matt Gaetz og Marjorie Taylor Greene. Trump kallaði saksóknarann Alvin Bragg „glæpamann“ og endurtók ýmsar þreyttar tuggur um stolnar kosningar og meint samsæri. Þá hjólaði hann einnig í Joe Biden Bandaríkjaforseta og fjölskyldu hans. Samkvæmt erlendum miðlum virðist ákæran hins vegar hafa gert Trump órólegan og það fór óvenju lítið fyrir honum þegar hann mætti í dómshúsið á Manhattan í gær. Hann virtist reiður en kaus að tjá sig ekki við blaðamenn, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra til að fá viðbrögð. Bragg mun á næstu 65 dögum leggja fram öll gögn í málinu gegn Trump, sem margir óttast að sé heldur þunnt. Næsta fyrirtaka er ekki á dagskrá fyrr en 4. desember en í millitíðinni gæti borið til tíðinda af öðrum málum gegn Trump sem nú eru til rannsóknar. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í sama sal og hann gekk að eiga eiginkonu sína. Kosningateymi Trump segir 800 milljónir dala hafa safnast í kosningakistur hans síðustu daga.AP/Rebecca Blackwell
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent