„Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. apríl 2023 10:00 Donald Trump og Stephanie Clifford, einnig þekkt sem Stormy Daniels. Vísir/Getty Stormy Daniels, fyrrverandi klámstjarna, hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta skiptið frá því að Donald Trump var ákærður á miðvikudag. Hún segist tilbúin til að bera vitni gegn Trump ef hún er kölluð til vitnis. Þetta kemur fram í eins og hálfs tíma löngu viðtali sem Daniels fór í hjá fjölmiðlamanninum Piers Morgan sem birtist í nótt. Daniels sagði í viðtalinu að sér fyndist Trump ekki eiga að fara í fangelsi vegna þess sem hann gerði henni en það þyrfti samt að draga hann til ábyrgðar fyrir aðra glæpi hans. Hún segist „hlakka til“ að bera vitni gegn Trump verði hún kölluð í vitnaleiðslu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Xj_YlLKSYi8">watch on YouTube</a> Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 reyndi lögmaður Trump, Michael Cohen, að borga Daniels 130 þúsund Bandaríkjadali gegn því að hún neitaði því að hafa átt í ástarævintýri við Trump tíu árum áður. Trump hefur sjálfur neitað því að hafa átt samband við Daniels en hefur gengist við greiðslunum. „Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Aðspurð hvernig Daniels leið að sjá Trump í dómssalnum sagðist hún hafa verið hissa enda hafa hún búist því að hann yrði stikkfrí í ljósi stöðu sinnar. „Konungnum hefur verið steypt af stóli – hann er ekki lengur ósnertanlegur,“ bætti hún við. Daniels er ein af tveimur konum sem hafa ásakað Trump um að friðþægja sig með mútugreiðslum. Þær greiðslur eru hluti af 34 ákæruliðum sem snúa að bókhaldsbrotum. Trump gaf sig fram á miðvikudag og lýsti sig saklausan af öllum ákærum. Þá var hann stórorður í garð dómarans og sakaði hann um að hata sig og fjölskyldu sína. Málið er enn skammt á veg komið og eru næstu vitnaleiðslur ekki fyrr en fjórða desember. Talið er að aðalmeðferð málsins gæti byrjað í janúar á næsta ári. Þá er líklegt að Trump verði kominn á fullt í kosningaherferð sinni fyrir forsetakosningarnar 2024. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. 5. apríl 2023 06:21 Trump kominn til New York og verður leiddur fyrir dómara kl. 18.15 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom til New York í gær. Síðar í dag, um klukkan 18 að íslenskum tíma, fer fram þingfesting í máli gegn honum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. 4. apríl 2023 07:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Þetta kemur fram í eins og hálfs tíma löngu viðtali sem Daniels fór í hjá fjölmiðlamanninum Piers Morgan sem birtist í nótt. Daniels sagði í viðtalinu að sér fyndist Trump ekki eiga að fara í fangelsi vegna þess sem hann gerði henni en það þyrfti samt að draga hann til ábyrgðar fyrir aðra glæpi hans. Hún segist „hlakka til“ að bera vitni gegn Trump verði hún kölluð í vitnaleiðslu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Xj_YlLKSYi8">watch on YouTube</a> Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 reyndi lögmaður Trump, Michael Cohen, að borga Daniels 130 þúsund Bandaríkjadali gegn því að hún neitaði því að hafa átt í ástarævintýri við Trump tíu árum áður. Trump hefur sjálfur neitað því að hafa átt samband við Daniels en hefur gengist við greiðslunum. „Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Aðspurð hvernig Daniels leið að sjá Trump í dómssalnum sagðist hún hafa verið hissa enda hafa hún búist því að hann yrði stikkfrí í ljósi stöðu sinnar. „Konungnum hefur verið steypt af stóli – hann er ekki lengur ósnertanlegur,“ bætti hún við. Daniels er ein af tveimur konum sem hafa ásakað Trump um að friðþægja sig með mútugreiðslum. Þær greiðslur eru hluti af 34 ákæruliðum sem snúa að bókhaldsbrotum. Trump gaf sig fram á miðvikudag og lýsti sig saklausan af öllum ákærum. Þá var hann stórorður í garð dómarans og sakaði hann um að hata sig og fjölskyldu sína. Málið er enn skammt á veg komið og eru næstu vitnaleiðslur ekki fyrr en fjórða desember. Talið er að aðalmeðferð málsins gæti byrjað í janúar á næsta ári. Þá er líklegt að Trump verði kominn á fullt í kosningaherferð sinni fyrir forsetakosningarnar 2024.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. 5. apríl 2023 06:21 Trump kominn til New York og verður leiddur fyrir dómara kl. 18.15 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom til New York í gær. Síðar í dag, um klukkan 18 að íslenskum tíma, fer fram þingfesting í máli gegn honum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. 4. apríl 2023 07:30 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. 5. apríl 2023 06:21
Trump kominn til New York og verður leiddur fyrir dómara kl. 18.15 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom til New York í gær. Síðar í dag, um klukkan 18 að íslenskum tíma, fer fram þingfesting í máli gegn honum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. 4. apríl 2023 07:30