Sjötíu ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni fagnað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. apríl 2023 13:04 Frú Vigdís Finnbogadóttir var heiðursgestur á 60 ára afmælishátíð Menntaskólans að Laugarvatni 12. apríl 2013. Hér er hún með fráfarandi skólameistara, Halldóri Páli Halldórssyni. Í ár verður Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti Íslands sérstakur heiðursgestur á 70 ára afmæli skólans miðvikudaginn 12. apríl næstkomandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Menntaskólinn að Laugarvatni fagnar sjötíu ára afmæli sínu í vikunni, eða miðvikudaginn 12. apríl. Sérstök hátíðardagskrá verður að því tilefni þar sem forseti Íslands verður sérstakur heiðursgestur. Einnig verður opið hús í skólanum á afmælisdaginn þar sem öllum landsmönnum er boðið að koma í heimsókn til að skoða skólann, heimavistina og þiggja veitingar. Menntaskólinn á Laugarvatni var stofnaður 12. apríl 1953 og hefur starfað óslitið í að verða sjötíu ára. Í dag eru 130 nemendur í skólanum, sem búa á heimavist skólans. Mikið er lagt upp úr hátíðardagskránni á afmælisdaginn sjálfan miðvikudaginn 12. apríl, sem hefst klukkan 13:00 í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Jóna Katrín Hilmarsdóttir er skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni. „Það vita kannski ekki allir að Menntaskólinn að Laugarvatni er þriðji elsti framhaldsskóli landsins. Þannig að við ætlum að halda upp á þetta með hátíðarsamkomu í íþróttahúsinu á Laugarvatni og þar verða Guðni forseti íslenska lýðveldisins og fleiri bara mjög góðir gestir,“ segir Jóna Katrín og bætir við skemmtilegum fróðleiksmola. „Já, við fengum ábendingu frá nemanda að forsetaembættið íslenska og skólameistaraembættið á Laugarvatni eiga það sameiginlegt að það er sjötti skólameistarinn og sjötti forsetinn núna í embætti, sem er svona skemmtileg tilviljun.“ Um 130 nemendur eru nú í Menntaskólanum að Laugarvatni og búa þau í heimavist skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur skólinn mikið breyst á þessum sjötíu árum? „Já í rauninni gjörbreyst en að öðru leyti er þetta alltaf það sama. Andinn hérna, þessi samkennd, sem skapast á milli þeirra, sem dvelja í skólanum saman. Ég held að það sé bæði alveg einstakt og líka bara eitthvað, sem við höfum náð að halda í gegnum þessa sjö áratugi. Það eru ýmsar gamlar hefðir, sem hafa þurft að hverfa en nýjar komnar í staðinn. Þessi samheldni og þessi helstu manngildi, við höldum enn í þau. Og þetta líka að búa saman á heimavist í þrjú til fjögur ár, það skapar bara einhver tengsl þegar maður er á þessum aldri, já þetta eru vinatengsl, sem eru aldrei rofin held ég,“ segir Jóna Katrín. Svona lítur hátíðardagskráin út miðvikudaginn 12. apríl klukkan 13:00.Aðsend Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni.Aðsend Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Forseti Íslands Framhaldsskólar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Menntaskólinn á Laugarvatni var stofnaður 12. apríl 1953 og hefur starfað óslitið í að verða sjötíu ára. Í dag eru 130 nemendur í skólanum, sem búa á heimavist skólans. Mikið er lagt upp úr hátíðardagskránni á afmælisdaginn sjálfan miðvikudaginn 12. apríl, sem hefst klukkan 13:00 í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Jóna Katrín Hilmarsdóttir er skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni. „Það vita kannski ekki allir að Menntaskólinn að Laugarvatni er þriðji elsti framhaldsskóli landsins. Þannig að við ætlum að halda upp á þetta með hátíðarsamkomu í íþróttahúsinu á Laugarvatni og þar verða Guðni forseti íslenska lýðveldisins og fleiri bara mjög góðir gestir,“ segir Jóna Katrín og bætir við skemmtilegum fróðleiksmola. „Já, við fengum ábendingu frá nemanda að forsetaembættið íslenska og skólameistaraembættið á Laugarvatni eiga það sameiginlegt að það er sjötti skólameistarinn og sjötti forsetinn núna í embætti, sem er svona skemmtileg tilviljun.“ Um 130 nemendur eru nú í Menntaskólanum að Laugarvatni og búa þau í heimavist skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hefur skólinn mikið breyst á þessum sjötíu árum? „Já í rauninni gjörbreyst en að öðru leyti er þetta alltaf það sama. Andinn hérna, þessi samkennd, sem skapast á milli þeirra, sem dvelja í skólanum saman. Ég held að það sé bæði alveg einstakt og líka bara eitthvað, sem við höfum náð að halda í gegnum þessa sjö áratugi. Það eru ýmsar gamlar hefðir, sem hafa þurft að hverfa en nýjar komnar í staðinn. Þessi samheldni og þessi helstu manngildi, við höldum enn í þau. Og þetta líka að búa saman á heimavist í þrjú til fjögur ár, það skapar bara einhver tengsl þegar maður er á þessum aldri, já þetta eru vinatengsl, sem eru aldrei rofin held ég,“ segir Jóna Katrín. Svona lítur hátíðardagskráin út miðvikudaginn 12. apríl klukkan 13:00.Aðsend Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni.Aðsend
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Forseti Íslands Framhaldsskólar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira