„Ekki dauðadómur fyrir Starfsgreinasambandið þó að Efling fari út“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. apríl 2023 13:00 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir hreyfinguna sterkari saman. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir áform Eflingar um að segja sig úr sambandinu koma sér að vissu leyti á óvart en telur það ekki dauðadóm fyrir Starfsgreinasambandið. Ljóst sé að með úrsögninni muni Efling missa sína aðild að Alþýðusambandinu. Því miður virðist ekkert lát á deilum innan hreyfingarinnar. Greint var frá því í gærkvöldi að trúnaðarráð og stjórn Eflingar höfðu samþykkt að boða til félagsfundar á næstunni þar sem framtíð félagsins innan Starfsgreinasambandsins yrði til umræðu og möguleg úrsögn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segir þetta skjóta skökku við en mikil ólga hefur verið innan hreyfingarinnar. „Miðað við orðræðuna sem hefur verið núna að undanförnu af hálfu forystu Eflingar þá kemur þetta mér ekki á óvart en þetta kemur mér á óvart að því leytinu til að fólk sem talar um mikilvægi samstöðunnar, mikilvægi þess að hreyfingin sé sterkari saman og svo framvegis, þá kemur þetta mér á óvart,“ segir Vilhjálmur. Hann gerir þó ekki athugasemdir við ákvörðunina, það sé á ábyrgð forystu Eflingar að fara þessa leið, en á félagsfundi þyrfti að vísa málinu í allsherjaratkvæðagreiðslu þar sem hinn almenni félagsmaður Eflingar tæki endanlega ákvörðun. Ef sú leið væri farin myndi það hafa víðtækari afleiðingar. „Þau fara sjálfkrafa út úr Alþýðusambandinu. Ef að það yrði niðurstaða félagsmanna Eflingar að fara úr Starfsgreinasambandinu þá eiga þau ekki lengur aðild að ASÍ því að aðildin kemur í gegnum SGS. En þau geta hins vegar sótt um aðild að ASÍ með beinni aðild,“ segir Vilhjálmur. Starfsgreinasambandið er langstærsta aðildarfélag ASÍ og telur á bilinu 72 til 76 þúsund félagsmenn. Þar af eru félagsmenn Eflingar flestir, eða um 44 prósent. „Ef að Efling fer út þá verður þetta einhvers staðar í kringum 43 þúsund manns hjá hinum félögunum sem eftir eru sem að mynda þessi 56 prósent [í SGS]. Sem að segir mér ekki nema eitt að það er ekki dauðadómur fyrir Starfsgreinasambandið þó að Efling fari út,“ segir Vilhjálmur og bætir við að samstaðan hafi verið mikil hjá hinum félögunum. Ekkert lát á deilum innan hreyfingarinnar Sjálfur hefur Vilhjálmur ekki rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar í nokkurn tíma eftir erfiðleika í kringum síðustu kjaralotu en Efling ákvað þá að ganga ein til viðræðna. „Það hefur mikið gengið á í íslenskri verkalýðshreyfingu og mér sýnist því miður, og ég segi því miður, þá virðist ekkert lát vera á deilum innan hreyfingarinnar og það er eitthvað sem að verkalýðshreyfingin þarf svo sannarlega að taka til sín því að svona uppákomur innan hreyfingarinnar eru alls ekki okkar félagsmönnum til framdráttar og til heilla því að samstaðan er það sem skiptir mestu máli,“ segir hann. „Við getum verið sammála um margt, við getum líka verið sammála um að vera ósammála um suma hluti og þá bara gildir lýðræðisleg niðurstaða í slíkum ágreiningsefnum. Það er ekkert að því þó að einstaka félög fari sjálf með sitt samningsumboð en þá eiga menn ekki að vera að agnúast yfir samningum annarra eða hvernig þau hátta sínum málum, heldur bara bera ábyrgð á sinni kjarasamningsgerð,“ segir hann enn fremur. Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43 Hefðu átt að fara sér hægar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri. 6. desember 2022 13:18 Forystufólk einbeiti sér að eigin samningum í stað þess að rífa niður aðra Formaður Starfsgreinasambandsins segir formann Eflingar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í samfloti við aðra fyrir kjaraviðræður og leggur til að hún einbeiti sér að því að ná kjarasamnningi handa sínu fólki frekar en að rífa niður samning Starfsgreinasambandsins. Formaður Eflingar segir gagnrýni sína fullkomlega réttmæta og segir samninginn til marks um óþolinmæði. 5. desember 2022 23:09 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Greint var frá því í gærkvöldi að trúnaðarráð og stjórn Eflingar höfðu samþykkt að boða til félagsfundar á næstunni þar sem framtíð félagsins innan Starfsgreinasambandsins yrði til umræðu og möguleg úrsögn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segir þetta skjóta skökku við en mikil ólga hefur verið innan hreyfingarinnar. „Miðað við orðræðuna sem hefur verið núna að undanförnu af hálfu forystu Eflingar þá kemur þetta mér ekki á óvart en þetta kemur mér á óvart að því leytinu til að fólk sem talar um mikilvægi samstöðunnar, mikilvægi þess að hreyfingin sé sterkari saman og svo framvegis, þá kemur þetta mér á óvart,“ segir Vilhjálmur. Hann gerir þó ekki athugasemdir við ákvörðunina, það sé á ábyrgð forystu Eflingar að fara þessa leið, en á félagsfundi þyrfti að vísa málinu í allsherjaratkvæðagreiðslu þar sem hinn almenni félagsmaður Eflingar tæki endanlega ákvörðun. Ef sú leið væri farin myndi það hafa víðtækari afleiðingar. „Þau fara sjálfkrafa út úr Alþýðusambandinu. Ef að það yrði niðurstaða félagsmanna Eflingar að fara úr Starfsgreinasambandinu þá eiga þau ekki lengur aðild að ASÍ því að aðildin kemur í gegnum SGS. En þau geta hins vegar sótt um aðild að ASÍ með beinni aðild,“ segir Vilhjálmur. Starfsgreinasambandið er langstærsta aðildarfélag ASÍ og telur á bilinu 72 til 76 þúsund félagsmenn. Þar af eru félagsmenn Eflingar flestir, eða um 44 prósent. „Ef að Efling fer út þá verður þetta einhvers staðar í kringum 43 þúsund manns hjá hinum félögunum sem eftir eru sem að mynda þessi 56 prósent [í SGS]. Sem að segir mér ekki nema eitt að það er ekki dauðadómur fyrir Starfsgreinasambandið þó að Efling fari út,“ segir Vilhjálmur og bætir við að samstaðan hafi verið mikil hjá hinum félögunum. Ekkert lát á deilum innan hreyfingarinnar Sjálfur hefur Vilhjálmur ekki rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar í nokkurn tíma eftir erfiðleika í kringum síðustu kjaralotu en Efling ákvað þá að ganga ein til viðræðna. „Það hefur mikið gengið á í íslenskri verkalýðshreyfingu og mér sýnist því miður, og ég segi því miður, þá virðist ekkert lát vera á deilum innan hreyfingarinnar og það er eitthvað sem að verkalýðshreyfingin þarf svo sannarlega að taka til sín því að svona uppákomur innan hreyfingarinnar eru alls ekki okkar félagsmönnum til framdráttar og til heilla því að samstaðan er það sem skiptir mestu máli,“ segir hann. „Við getum verið sammála um margt, við getum líka verið sammála um að vera ósammála um suma hluti og þá bara gildir lýðræðisleg niðurstaða í slíkum ágreiningsefnum. Það er ekkert að því þó að einstaka félög fari sjálf með sitt samningsumboð en þá eiga menn ekki að vera að agnúast yfir samningum annarra eða hvernig þau hátta sínum málum, heldur bara bera ábyrgð á sinni kjarasamningsgerð,“ segir hann enn fremur.
Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43 Hefðu átt að fara sér hægar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri. 6. desember 2022 13:18 Forystufólk einbeiti sér að eigin samningum í stað þess að rífa niður aðra Formaður Starfsgreinasambandsins segir formann Eflingar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í samfloti við aðra fyrir kjaraviðræður og leggur til að hún einbeiti sér að því að ná kjarasamnningi handa sínu fólki frekar en að rífa niður samning Starfsgreinasambandsins. Formaður Eflingar segir gagnrýni sína fullkomlega réttmæta og segir samninginn til marks um óþolinmæði. 5. desember 2022 23:09 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
„Þessi barátta er auðvitað bara rétt að hefjast“ Miðlunartillaga í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt í dag. Formaður Eflingar segir að ekki hafi verið hægt að fara lengra. Deilan hafi ekki verið til einskis þar sem hún afhjúpaði „sjúka forherðingu“ gagnvart láglaunafólki á höfuðborgarsvæðinu. 8. mars 2023 16:43
Hefðu átt að fara sér hægar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri. 6. desember 2022 13:18
Forystufólk einbeiti sér að eigin samningum í stað þess að rífa niður aðra Formaður Starfsgreinasambandsins segir formann Eflingar hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera ekki í samfloti við aðra fyrir kjaraviðræður og leggur til að hún einbeiti sér að því að ná kjarasamnningi handa sínu fólki frekar en að rífa niður samning Starfsgreinasambandsins. Formaður Eflingar segir gagnrýni sína fullkomlega réttmæta og segir samninginn til marks um óþolinmæði. 5. desember 2022 23:09