Senda Grímseyingum klukkur í stað þeirra sem bráðnuðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2023 15:35 Hér má sjá lykilártöl, tilvitnun úr Passíusálmum og nafn gefanda. Hallgrímskirkjusöfnuður í Reykjavík hefur safnað fyrir kirkjuklukkum í nýja Miðgarðakirkju í Grímsey eftir að gamla kirkjan varð eldi að bráð í september 2021. Klukkurnar verða til sýnis í kirkjunni næstu vikurnar. Eldurinn var svo mikill að ekki aðeins kirkjan brann heldur bráðnuðu kirkjuklukkurnar. Þær voru merktar árunum 1799 og 1852 og voru úr bronsi. Ekkert varð eftir heillegt úr klukkunum nema kólfarnir sem eru úr járni. Myndbandið að neðan náðist kvöldið örlagaríka. Fram kemur á vef Þjóðkirkjunnar að sóknarnefnd Hallgrímskirkju hafi haft forgöngu um að safna fyrir nýjum kirkjuklukkum í kirkjuna sem stendur til að vígja síðar á árinu. Efnt var til samskota í þremur messum haustið eftir brunann og þá voru haldnir söfnunartónleikar undir heitinu Hljómar frá heimskautsbaugi. Miðgarðakirkja var einkar falleg eins og sjá má í myndbandinu að neðan. Þá kemur á daginn að á milli Hallgrímssafnaðar og Grímseyingar er ákveðin tenging. Yfirkirkjuvörður Hallgrímskirkju Grétar Einarsson er sonur Einars heitins Einarssonar sem um skeið var djákni í Grímsey og setti mikinn svip á Miðgarðakirkju með listaverkum sínum og handbragði. Grétar Einarsson, kirkuvörður, kemur nýju Grímseyjarklukkunum fyrir í fordyri Hallgrímskirkju.HÞH Fyrir rúmum 50 árum, þegar stóru klukkurnar í Hallgrímskirkju voru pantaðar, var ákveðið að láta gera um leið klukkuspil með 29 bjöllum af mismunandi stærð og tóntegund. Ýmis samtök atvinnurekenda, fyrirtæki og athafnafólk, svo og Kvenfélag Hallgrímskirkju, gáfu allar bjöllurnar. Á einni klukkunni stendur: Frá Grímseyingum. Gefandi V.F. Þar mun vera um að ræða Vigfús Friðjónsson, síldarsaltanda, útgerðar- og athafnamann. Kirkjuklukkurnar sem fara munu til Grímseyjar eru nú komnar til landsins og eru til sýnis í fordyri Hallgrímskirkju fram á sumar eða þar til þær munu hljóma í turni nýrrar kirkju við heimskautsbaug, þegar allt er til reiðu. Klukkurnar eru nýsteypa Konunglegu Eijsbouts klukkusteypunnar í Asten, Hollandi, sem hefur steypt allar klukkur Hallgrímskirkju, smáar sem stórar. Nýju klukkurnar eru úr hágæða bjöllubronsi með innanverðum kólfi úr stáli. Höfuðstokkar, sem leika munu í klukkuási turns nýju kirkjunnar í Grímsey, eru úr galvaniseruðu stáli. Tónn stærri klukkunnar, sem er 37 sentímetrar að þvermáli, er Dís3. Hún vegur um það bil 35 kílógrömm. Tónn minni klukkunnar, sem er 32 sentímetrar að þvermáli, er F3. Hún vegur 32 kílógrömm. Klukkunum verður hringt með reipum upp á gamla mátann til að byrja með en hægt verður að raftengja þær þegar fram líða stundir. Í áletrun á nýju klukkunum er minnt á smíðaár gömlu klukknanna í Grímsey, ennfremur árið sem þær bráðnuðu í eldi, og árið 2023 þegar kirkjuklukkur hljóma á ný. Á nýju klukkunum eru einnig tilvitnanir í Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Kirkjuklukkurnar voru afhjúpaðar og blessaðar eftir guðsþjónustu á páskadagsmorgunn. Einar Karl Haraldsson, formaður sóknarnefndar, stýrði athöfninni, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir sóknarprestur mælti blessunarorð og Grétar Einarsson afhjúpaði kirkjuklukkurnar. Tekið verður á móti framlögum til byggingar nýrrar kirkju í Grímsey á meðan klukkusýningin stendur í Hallgrímskirkju. Grímsey Þjóðkirkjan Kirkjubruni í Grímsey Hallgrímskirkja Tengdar fréttir Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. 22. september 2021 00:58 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Eldurinn var svo mikill að ekki aðeins kirkjan brann heldur bráðnuðu kirkjuklukkurnar. Þær voru merktar árunum 1799 og 1852 og voru úr bronsi. Ekkert varð eftir heillegt úr klukkunum nema kólfarnir sem eru úr járni. Myndbandið að neðan náðist kvöldið örlagaríka. Fram kemur á vef Þjóðkirkjunnar að sóknarnefnd Hallgrímskirkju hafi haft forgöngu um að safna fyrir nýjum kirkjuklukkum í kirkjuna sem stendur til að vígja síðar á árinu. Efnt var til samskota í þremur messum haustið eftir brunann og þá voru haldnir söfnunartónleikar undir heitinu Hljómar frá heimskautsbaugi. Miðgarðakirkja var einkar falleg eins og sjá má í myndbandinu að neðan. Þá kemur á daginn að á milli Hallgrímssafnaðar og Grímseyingar er ákveðin tenging. Yfirkirkjuvörður Hallgrímskirkju Grétar Einarsson er sonur Einars heitins Einarssonar sem um skeið var djákni í Grímsey og setti mikinn svip á Miðgarðakirkju með listaverkum sínum og handbragði. Grétar Einarsson, kirkuvörður, kemur nýju Grímseyjarklukkunum fyrir í fordyri Hallgrímskirkju.HÞH Fyrir rúmum 50 árum, þegar stóru klukkurnar í Hallgrímskirkju voru pantaðar, var ákveðið að láta gera um leið klukkuspil með 29 bjöllum af mismunandi stærð og tóntegund. Ýmis samtök atvinnurekenda, fyrirtæki og athafnafólk, svo og Kvenfélag Hallgrímskirkju, gáfu allar bjöllurnar. Á einni klukkunni stendur: Frá Grímseyingum. Gefandi V.F. Þar mun vera um að ræða Vigfús Friðjónsson, síldarsaltanda, útgerðar- og athafnamann. Kirkjuklukkurnar sem fara munu til Grímseyjar eru nú komnar til landsins og eru til sýnis í fordyri Hallgrímskirkju fram á sumar eða þar til þær munu hljóma í turni nýrrar kirkju við heimskautsbaug, þegar allt er til reiðu. Klukkurnar eru nýsteypa Konunglegu Eijsbouts klukkusteypunnar í Asten, Hollandi, sem hefur steypt allar klukkur Hallgrímskirkju, smáar sem stórar. Nýju klukkurnar eru úr hágæða bjöllubronsi með innanverðum kólfi úr stáli. Höfuðstokkar, sem leika munu í klukkuási turns nýju kirkjunnar í Grímsey, eru úr galvaniseruðu stáli. Tónn stærri klukkunnar, sem er 37 sentímetrar að þvermáli, er Dís3. Hún vegur um það bil 35 kílógrömm. Tónn minni klukkunnar, sem er 32 sentímetrar að þvermáli, er F3. Hún vegur 32 kílógrömm. Klukkunum verður hringt með reipum upp á gamla mátann til að byrja með en hægt verður að raftengja þær þegar fram líða stundir. Í áletrun á nýju klukkunum er minnt á smíðaár gömlu klukknanna í Grímsey, ennfremur árið sem þær bráðnuðu í eldi, og árið 2023 þegar kirkjuklukkur hljóma á ný. Á nýju klukkunum eru einnig tilvitnanir í Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Kirkjuklukkurnar voru afhjúpaðar og blessaðar eftir guðsþjónustu á páskadagsmorgunn. Einar Karl Haraldsson, formaður sóknarnefndar, stýrði athöfninni, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir sóknarprestur mælti blessunarorð og Grétar Einarsson afhjúpaði kirkjuklukkurnar. Tekið verður á móti framlögum til byggingar nýrrar kirkju í Grímsey á meðan klukkusýningin stendur í Hallgrímskirkju.
Grímsey Þjóðkirkjan Kirkjubruni í Grímsey Hallgrímskirkja Tengdar fréttir Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. 22. september 2021 00:58 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. 22. september 2021 00:58
Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25