Segja félagslífið miklu skemmtilegra en námið sjálft Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2023 20:07 Óskar Snorri og Agnes Fríða, nemendur skólans, sem gefa félagslífinu sína bestu einkunn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var hátíðarstemning á Laugarvatni í dag þegar menntaskólinn á staðnum fagnaði 70 ára afmæli sínu. Um 130 nemendur stunda nám við skólann og búa þeir allir á heimavist. Nemendur segja félagslífið langskemmtilegast við skólann. Forseti Íslands var heiðursgestur afmælishátíðarinnar en hátíðardagskráin fór fram í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Kór skólans söng tvö lög og svo voru flutt nokkur ávörp og opið hús var í skólanum. Málverk af fyrrverandi skólameistara, Halldóri Páli Halldórssyni var afhjúpað en Gunnar Júlíusson, listamaður og fyrrverandi nemandi skólans málaði verkið. „Þetta er skóli, sem byggir á öflugum hefðum og öflugu bóknámi en grundvallast kannski fyrst og fremst í góðu félagslífi og þessu lífi, sem skapast og stemmingunni á heimavistinni. Skólinn er mjög vinsæll enda eigum við bara mjög góðu gengi að fagna hér,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Jóna Katrín Hilmarsdóttir með forseta Íslands þegar hann mætti til hátíðardagskrárinnar á Laugarvatni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Kæru Laugvetningar, hjartanlega til hamingju með afmælið og megi Menntaskólinn að Laugarvatni áfram vaxa og dafna landi og þjóð til heilla. Megið þið halda í forna siði en fagna um leið ferskum straumum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands meðal annars í ávarpi sínum. Óskar H. Ólafsson var í fyrsta árgangi skólans. „Við vorum tíu félagarnir, sem útskrifuðumst 1954 fyrsta árið. Skólinn var þá bara eins og hann er núna. Hann saman stóð af góðu fólki, góðum kennurum og góðum nemendum,“ segir Óskar. Óskar H. Ólafsson, sem var í fyrsta árgangi skólans en hann hér með syni sínum, Óskari Hafsteini Óskarssyni, presti í Hruna í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Núverandi nemendur skólans segja félagslífið miklu skemmtilegra en námið sjálft. „Ó já, miklu skemmtilegra, jú, jú, það er eiginlega ekkert hægt að þræta um það,“ segir Agnes Fríða Þórðardóttir stallari skólans. “Það eru ógleymanleg kvöld þegar maður er upp í herbergi með vinum og félögum að spila og spjalla, það er það sem er félagslífið, það erum við krakkarnir, “ segir Óskar Snorri Óskarsson fyrrverandi stallari skólans. Halldóra Páll Halldórsson, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni er ánægður með málverkið af sér, sem var afhjúpað í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Forseti Íslands var heiðursgestur afmælishátíðarinnar en hátíðardagskráin fór fram í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Kór skólans söng tvö lög og svo voru flutt nokkur ávörp og opið hús var í skólanum. Málverk af fyrrverandi skólameistara, Halldóri Páli Halldórssyni var afhjúpað en Gunnar Júlíusson, listamaður og fyrrverandi nemandi skólans málaði verkið. „Þetta er skóli, sem byggir á öflugum hefðum og öflugu bóknámi en grundvallast kannski fyrst og fremst í góðu félagslífi og þessu lífi, sem skapast og stemmingunni á heimavistinni. Skólinn er mjög vinsæll enda eigum við bara mjög góðu gengi að fagna hér,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Jóna Katrín Hilmarsdóttir með forseta Íslands þegar hann mætti til hátíðardagskrárinnar á Laugarvatni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Kæru Laugvetningar, hjartanlega til hamingju með afmælið og megi Menntaskólinn að Laugarvatni áfram vaxa og dafna landi og þjóð til heilla. Megið þið halda í forna siði en fagna um leið ferskum straumum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands meðal annars í ávarpi sínum. Óskar H. Ólafsson var í fyrsta árgangi skólans. „Við vorum tíu félagarnir, sem útskrifuðumst 1954 fyrsta árið. Skólinn var þá bara eins og hann er núna. Hann saman stóð af góðu fólki, góðum kennurum og góðum nemendum,“ segir Óskar. Óskar H. Ólafsson, sem var í fyrsta árgangi skólans en hann hér með syni sínum, Óskari Hafsteini Óskarssyni, presti í Hruna í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Núverandi nemendur skólans segja félagslífið miklu skemmtilegra en námið sjálft. „Ó já, miklu skemmtilegra, jú, jú, það er eiginlega ekkert hægt að þræta um það,“ segir Agnes Fríða Þórðardóttir stallari skólans. “Það eru ógleymanleg kvöld þegar maður er upp í herbergi með vinum og félögum að spila og spjalla, það er það sem er félagslífið, það erum við krakkarnir, “ segir Óskar Snorri Óskarsson fyrrverandi stallari skólans. Halldóra Páll Halldórsson, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni er ánægður með málverkið af sér, sem var afhjúpað í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira