Ómögulegt að nálgast hleðslustöð ON á hjólastól Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. apríl 2023 11:28 Hleðslustöðin er rammgirt með steyptum stöplum og kanti. Hleðslustöð Orku náttúrunnar við Glerártorg á Akureyri er stúkuð af með steyptum stöplum og fólk í hjólastólum kemst ekki að henni. Tvö ár eru síðan ON undirritaði samstarfssamning við Sjálfsbjörgu um aðgengi hreyfihamlaðra að hleðslustöðvum um land allt. Jón Gunnar Benjamínsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis sem er í hjólastól, benti á þetta á samfélagsmiðlum í gær og hefur færslan vakið nokkra athygli. „Það eru staurar á alla kanta og ómögulegt að nálgast hana, sama úr hvaða átt maður kemur,“ segir Jón Gunnar við Vísi. Hann segir þetta ekki í eina skiptið sem hann hefur séð hleðslustöð með slæmt aðgengi en þetta sé þó líklega svæsnasta dæmið. „Aðgengi að hleðslustöðvum er ekki vel gott, heilt á litið. Það mætti að minnsta kosti vera betra,“ segir hann. Hleðslustöðin umrædda við Glerártorg á Akureyri.Jón Gunnar Benjamínsson Einn af þremur bræðrum Jóns Gunnars, Bergur Þorri, er líka í hjólastól og hann gerði athugasemd við þessa tilteknu hleðslustöð fyrir þremur árum síðan. „Á þessum tíma hefur ekkert verið gert,“ segir Jón Gunnar. „Mér finnst vont að segja að þeim sé alveg sama en ég veit ekki hvað ég á að halda. Sjálfsagt hefur þetta verið hugsunarleysi í upphafi. Því miður er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þetta sé sinnuleysi þegar búið er að benda á þetta.“ Gerðu samkomulag um aðgengi Það kann að skjóta skökku við að aðgengið sé svona slæmt í ljósi þess að þann 14. júní árið 2021 undirrituðu ON og Sjálfsbjörg samstarfssamning um aðgengi hreyfihamlaðra að allri þjónustu og hleðslustöðvum ON um allt land. Í tilkynningu ON við undirritunina kom fram að bílastæðin þyrftu að vera nægilega breið til þess að hjólastólanotendur komist auðveldlega í og úr bílnum. Stæðin þurfi að vera merkt og gjarnan staðsett eins nálægt áfangastað og hægt sé. „Mikilvægt er að tryggja að árekstursvarnir og háir kantsteinar án fláa hefti ekki aðgengi að hleðslunum,“ sagði þar. Við undirritun samkomulags ON og Sjálfsbjargar.ON Bergur Þorri var þá formaður Sjálfsbjargar en er nú formaður málefnahóps um aðgengi hjá Öryrkjabandalaginu. „ON hafa gert ágæta hluti á mörgum stöðum, til dæmis á hleðslustöðinni á hringvegi 1 við Víðigerði,“ segir Bergur þorri aðspurður um efndir ON á þessu samkomulagi. „Þessi stöð hefur því miður orðið út undan. Ég skildi þetta samkomulag þannig að þessi stöð yrði einhvern tímann tekin í gegn og ég held að það sé kominn tími til þess. En það gerist mjög hægt.“ Málefni fatlaðs fólks Hleðslustöðvar Akureyri Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Jón Gunnar Benjamínsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis sem er í hjólastól, benti á þetta á samfélagsmiðlum í gær og hefur færslan vakið nokkra athygli. „Það eru staurar á alla kanta og ómögulegt að nálgast hana, sama úr hvaða átt maður kemur,“ segir Jón Gunnar við Vísi. Hann segir þetta ekki í eina skiptið sem hann hefur séð hleðslustöð með slæmt aðgengi en þetta sé þó líklega svæsnasta dæmið. „Aðgengi að hleðslustöðvum er ekki vel gott, heilt á litið. Það mætti að minnsta kosti vera betra,“ segir hann. Hleðslustöðin umrædda við Glerártorg á Akureyri.Jón Gunnar Benjamínsson Einn af þremur bræðrum Jóns Gunnars, Bergur Þorri, er líka í hjólastól og hann gerði athugasemd við þessa tilteknu hleðslustöð fyrir þremur árum síðan. „Á þessum tíma hefur ekkert verið gert,“ segir Jón Gunnar. „Mér finnst vont að segja að þeim sé alveg sama en ég veit ekki hvað ég á að halda. Sjálfsagt hefur þetta verið hugsunarleysi í upphafi. Því miður er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þetta sé sinnuleysi þegar búið er að benda á þetta.“ Gerðu samkomulag um aðgengi Það kann að skjóta skökku við að aðgengið sé svona slæmt í ljósi þess að þann 14. júní árið 2021 undirrituðu ON og Sjálfsbjörg samstarfssamning um aðgengi hreyfihamlaðra að allri þjónustu og hleðslustöðvum ON um allt land. Í tilkynningu ON við undirritunina kom fram að bílastæðin þyrftu að vera nægilega breið til þess að hjólastólanotendur komist auðveldlega í og úr bílnum. Stæðin þurfi að vera merkt og gjarnan staðsett eins nálægt áfangastað og hægt sé. „Mikilvægt er að tryggja að árekstursvarnir og háir kantsteinar án fláa hefti ekki aðgengi að hleðslunum,“ sagði þar. Við undirritun samkomulags ON og Sjálfsbjargar.ON Bergur Þorri var þá formaður Sjálfsbjargar en er nú formaður málefnahóps um aðgengi hjá Öryrkjabandalaginu. „ON hafa gert ágæta hluti á mörgum stöðum, til dæmis á hleðslustöðinni á hringvegi 1 við Víðigerði,“ segir Bergur þorri aðspurður um efndir ON á þessu samkomulagi. „Þessi stöð hefur því miður orðið út undan. Ég skildi þetta samkomulag þannig að þessi stöð yrði einhvern tímann tekin í gegn og ég held að það sé kominn tími til þess. En það gerist mjög hægt.“
Málefni fatlaðs fólks Hleðslustöðvar Akureyri Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira