Landsbankinn fluttur úr fjórtán húsum undir eitt þak í Reykjastræti Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2023 19:30 Allir starfsmenn í gömlu höfuðstöðvum Landsbankans nema þeir sem sinna útibúinu í Austurstræti 11 eru fluttir í nýja húsið við Reykjastræti 6. Utanríkisráðuneytið verður til húsa í byggingunni hægra meginn á myndinni. Stöð 2/Sigurjón Starfsmenn Landsbankans eru að flytja í nýtt hús bankans við Reykjastræti en frágangi á lóð og innréttingum verður að fullu lokið í sumar og haust. Bankinn nýtir sjálfur um 60 prósent hússins en ríkið hefur fest kaup hinum hlutanum sem meðal annars mun hýsa utanríkisráðuneytið. Nýja landsbankahúsið er 16.500 fermetrar ofan jarðar en þar er að auki þjónustukjallari og bílakjallari. Bankinn verður með starfsemi í suðurenda byggingarinnar en utanríkisráðuneytið í norður byggingu nær Hörpu. Framkvæmdir við nýja landsbankahúsið hófust árið 2019 eða fyrir fjórum árum. Starfsmenn Landsbankans voru áður á mörgum stöðum í Kvosinni en sameinast nú í raun í minna húsnæði en áður. Lilja Björk Einarsdóttir segir gömlu höfuðstöðvarnar hafa dugað bankanum í 99 ár og þær nýju muni að minnsta kosti duga í önnur hundrað ár.Stöð 2/Sigurjón „Já, það erum við að gera,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri. „Við erum að fara í næstum helmingi færri fermetra en áður. Þannig að það er heilmikill munur. En við erum líka að fjárfesta til framtíðar. Við vorum eiginlega í 100 ár, 99 ár, á gamla staðnum og nú erum við að koma á þennan nýja stað. Þetta er hús sem mun duga okkur í önnur hundrað ár. Þannig að þetta er fjárfesting til framtíðar fyrir bankann,“ segir Lilja Björk. Bankinn er nú kominn úr tólf byggingum undir eitt þak í Reykjastræti 6 þar sem rúmlega sex hundruð starfsmenn vinna á fimm hæðum í opnum rýmum. Það á líka við um bankastjórann sem er ekki með lokaða skrifstofu út af fyrir sig. „Þetta hús gerir okkur að betri banka. Það er alveg ljóst. Þetta er hannað fyrir starfsfólk og starfsemina. Maður er alltaf að hitta og sjá fólk. Sýnileikinn er frábær. Þannig að ég held að við verðum jákvæð og skemmtileg og þá erum við að þjóna viðskiptavinum betur. Þá er markmiðinu náð. Þetta verður frábært fyrir okkur,“ segir bankastjórinn. Helgi Mar Hallgrímsson arkitekt er aðalhönnuður hússins. Það hafi verið hannað með starfsmenn í huga og því væri hljóðvistin í húsinu til dæmis mjög góð.Stöð 2/Sigurjón Helgi Mar Hallgrímsson aðalhönnuður hússins hjá Nordic Office of Architecture segir markmiðið hafa verið að byggja góðan vinnustað sem jafnframt væri opinn almenningi. En húsið er hannað í samvinnu við C.F. Möller arkitekta í Danmörku. Oft væru gerðar margar málamiðlanir frá samkeppistillögu að endanlegri útgáfu. „En í þessu tilfelli myndi ég segja að rauði þráðurinn hafi náð að haldast alveg í gegnum allan ferilinn. Þannig að í raun er ótrúlega lítill munur á fyrstu hugmyndunum sem við settum fram og tilbúnu húsi sem er mjög ánægjulegt,” segir Helgi Mar. Halldór Vífilsdóttir verkefnisstjóri sér um að allar framkvæmdir gangi samkvæmt áætlun.Stöð 2/Sigurjón Halldóra Vífilsdóttir verkefnisstjóri byggingarinnar hjá Landsbankanum segir að bankinn og stjórnarráðið komi til með að nýta sameiginlega jarðhæð hússins. Hægt verð að ganga í gegnum jarðhæðina til og frá Reykjastræti, að Hörpu eða Kalkofnsvegi. „Við erum líka hér með bankastarfsemi. Með útibú og sjálfsafgreiðslusvæði fyrir okkar viðskiptavini. Og þetta er líka hús sem almenningur getur komið inn í,“ segir Halldóra. Gengið verði frá lóð hússins í sumar og innra byrði hluta hússins sem ríkið hafi keypt í haust. Lilja Björk Einarsdóttir segir mikilvægt að starfsemi Landsbankans skapi líf í miðbænum. Þess vegna væri mötuneyti starfsmanna á jarðhæð, rými fyrir almenning við húsið að utan og hægt að ganga í gegnum húsið til að stytta sér leið.Stöð 2/Sigurjón Lilja Björk bankastjóri segir lóðina langt í frá þá dýrust á höfuðborgarsvæðinu eins og margir hafi haldið fram. Fermetrinn hafi kostað bankann um 58 þúsund krónur. Húsið fæli í sér sparnaði, væri fallegt og hagnýtt og sæmdi sér vel á þessum stað í nágrenni Hörpu. „Þetta er hús á áberandi stað. Þannig að við vildum að sjálfsöðgu að það félli vel inn í umhverfið. Þetta hús tekur ekki athyglina frá Hörpu. Harpa er drottningin á svæðinu,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir. Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Harpa Íslenskir bankar Byggingariðnaður Arkitektúr Reykjavík Tengdar fréttir Landsbankinn greiðir 8.500 milljónir í arð Landsbankinn hefur samþykkt að greiða hluthöfum 8.504 milljónir í arð. Heildararðgreiðslur bankans síðustu tíu ár nema 175,1 milljarði króna. 23. mars 2023 20:11 Utanríkisráðuneytið í nýja Landsbankahúsið Til stendur að flytja starfsemi utanríkisráðuneytisins í nýja Landsbankahúsið við hlið Hörpu í miðborg Reykjavíkur á þessu ári. 3. mars 2022 07:38 Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs. 19. nóvember 2021 19:21 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Nýja landsbankahúsið er 16.500 fermetrar ofan jarðar en þar er að auki þjónustukjallari og bílakjallari. Bankinn verður með starfsemi í suðurenda byggingarinnar en utanríkisráðuneytið í norður byggingu nær Hörpu. Framkvæmdir við nýja landsbankahúsið hófust árið 2019 eða fyrir fjórum árum. Starfsmenn Landsbankans voru áður á mörgum stöðum í Kvosinni en sameinast nú í raun í minna húsnæði en áður. Lilja Björk Einarsdóttir segir gömlu höfuðstöðvarnar hafa dugað bankanum í 99 ár og þær nýju muni að minnsta kosti duga í önnur hundrað ár.Stöð 2/Sigurjón „Já, það erum við að gera,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri. „Við erum að fara í næstum helmingi færri fermetra en áður. Þannig að það er heilmikill munur. En við erum líka að fjárfesta til framtíðar. Við vorum eiginlega í 100 ár, 99 ár, á gamla staðnum og nú erum við að koma á þennan nýja stað. Þetta er hús sem mun duga okkur í önnur hundrað ár. Þannig að þetta er fjárfesting til framtíðar fyrir bankann,“ segir Lilja Björk. Bankinn er nú kominn úr tólf byggingum undir eitt þak í Reykjastræti 6 þar sem rúmlega sex hundruð starfsmenn vinna á fimm hæðum í opnum rýmum. Það á líka við um bankastjórann sem er ekki með lokaða skrifstofu út af fyrir sig. „Þetta hús gerir okkur að betri banka. Það er alveg ljóst. Þetta er hannað fyrir starfsfólk og starfsemina. Maður er alltaf að hitta og sjá fólk. Sýnileikinn er frábær. Þannig að ég held að við verðum jákvæð og skemmtileg og þá erum við að þjóna viðskiptavinum betur. Þá er markmiðinu náð. Þetta verður frábært fyrir okkur,“ segir bankastjórinn. Helgi Mar Hallgrímsson arkitekt er aðalhönnuður hússins. Það hafi verið hannað með starfsmenn í huga og því væri hljóðvistin í húsinu til dæmis mjög góð.Stöð 2/Sigurjón Helgi Mar Hallgrímsson aðalhönnuður hússins hjá Nordic Office of Architecture segir markmiðið hafa verið að byggja góðan vinnustað sem jafnframt væri opinn almenningi. En húsið er hannað í samvinnu við C.F. Möller arkitekta í Danmörku. Oft væru gerðar margar málamiðlanir frá samkeppistillögu að endanlegri útgáfu. „En í þessu tilfelli myndi ég segja að rauði þráðurinn hafi náð að haldast alveg í gegnum allan ferilinn. Þannig að í raun er ótrúlega lítill munur á fyrstu hugmyndunum sem við settum fram og tilbúnu húsi sem er mjög ánægjulegt,” segir Helgi Mar. Halldór Vífilsdóttir verkefnisstjóri sér um að allar framkvæmdir gangi samkvæmt áætlun.Stöð 2/Sigurjón Halldóra Vífilsdóttir verkefnisstjóri byggingarinnar hjá Landsbankanum segir að bankinn og stjórnarráðið komi til með að nýta sameiginlega jarðhæð hússins. Hægt verð að ganga í gegnum jarðhæðina til og frá Reykjastræti, að Hörpu eða Kalkofnsvegi. „Við erum líka hér með bankastarfsemi. Með útibú og sjálfsafgreiðslusvæði fyrir okkar viðskiptavini. Og þetta er líka hús sem almenningur getur komið inn í,“ segir Halldóra. Gengið verði frá lóð hússins í sumar og innra byrði hluta hússins sem ríkið hafi keypt í haust. Lilja Björk Einarsdóttir segir mikilvægt að starfsemi Landsbankans skapi líf í miðbænum. Þess vegna væri mötuneyti starfsmanna á jarðhæð, rými fyrir almenning við húsið að utan og hægt að ganga í gegnum húsið til að stytta sér leið.Stöð 2/Sigurjón Lilja Björk bankastjóri segir lóðina langt í frá þá dýrust á höfuðborgarsvæðinu eins og margir hafi haldið fram. Fermetrinn hafi kostað bankann um 58 þúsund krónur. Húsið fæli í sér sparnaði, væri fallegt og hagnýtt og sæmdi sér vel á þessum stað í nágrenni Hörpu. „Þetta er hús á áberandi stað. Þannig að við vildum að sjálfsöðgu að það félli vel inn í umhverfið. Þetta hús tekur ekki athyglina frá Hörpu. Harpa er drottningin á svæðinu,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir.
Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Harpa Íslenskir bankar Byggingariðnaður Arkitektúr Reykjavík Tengdar fréttir Landsbankinn greiðir 8.500 milljónir í arð Landsbankinn hefur samþykkt að greiða hluthöfum 8.504 milljónir í arð. Heildararðgreiðslur bankans síðustu tíu ár nema 175,1 milljarði króna. 23. mars 2023 20:11 Utanríkisráðuneytið í nýja Landsbankahúsið Til stendur að flytja starfsemi utanríkisráðuneytisins í nýja Landsbankahúsið við hlið Hörpu í miðborg Reykjavíkur á þessu ári. 3. mars 2022 07:38 Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs. 19. nóvember 2021 19:21 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Landsbankinn greiðir 8.500 milljónir í arð Landsbankinn hefur samþykkt að greiða hluthöfum 8.504 milljónir í arð. Heildararðgreiðslur bankans síðustu tíu ár nema 175,1 milljarði króna. 23. mars 2023 20:11
Utanríkisráðuneytið í nýja Landsbankahúsið Til stendur að flytja starfsemi utanríkisráðuneytisins í nýja Landsbankahúsið við hlið Hörpu í miðborg Reykjavíkur á þessu ári. 3. mars 2022 07:38
Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs. 19. nóvember 2021 19:21