Fótspor mannvirkja Ragnar Ómarsson skrifar 20. apríl 2023 17:32 Á árinu 2022 var gefinn út vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð á Íslandi og markar útgáfan tímamót í sjálfbærniþróun mannvirkja. Í fyrsta sinn hafa Íslensk stjórnvöld og aðilar mannvirkjageirans fengið í hendurnar yfirlit yfir umhverfisáhrif mannvirkja á Íslandi sem gerir kleift að setja viðmið og markmið í átt að aukinni sjálfbærni. Í vegvísinum er einnig að finna 74 aðgerðir sem eiga að draga úr loftslagsáhrifum mannvirkja. Í dag er mannvirkjagerð ábyrg fyrir 37% af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum og 50% af allri hráefnanotkun. Mannvirkjagerð er langtímaframkvæmd og áhrifa hennar á umhverfið gætir áratugum og öldum saman. Aðgerðir til að sporna við neikvæðum umhverfisáhrifum mannvirkjageirans þurfa að taka mið af þessu. Um leið og nauðsynlegt er að byggja ný mannvirki úr endurnýtanlegum hráefnum sem hafa lágmarksáhrif á umhverfið, þarf að hlúa vel að þeim mannvirkjum sem nú þegar hafa verið reist til þess að koma í veg fyrir hráefnasóun og til þess að draga úr orkunotkun. Hráefnavinnsla úr náttúruauðlindum (kol, olíuvinnsla, málmvinnsla ofl.) á sér endanleg takmörk. Ágangur í þessar auðlindir ógnar nú lífi og heilsu mannkynsins og skammt er þess að bíða að vinnsla og verslun með kolefnislosandi orkugjafa verði talinn heilsuógn líkt og framleiðsla á spilli- og eiturefnum og meðferð þeirra verði takmörkum sett líkt og gert er með heilsuspillandi neysluvörur eins og tóbak og eiturlyf. Þegar til kastanna kemur er líf, heilsa og vellíðan fólks mikilvægara en efnahagur þjóða. Þetta hefur mannkynið staðfest í viðbrögðum sínum við heimsfaraldrinum sem enn geisar í flestum löndum heims. Stjórnvöld þjóðríkja gripu inn í daglegt líf almennings og settu hegðun þeirra ákveðnar skorður til þess að lágmarka skaðann sem faraldrinum fylgir, á meðan að vísindamenn reyndu að finna varanlegri lausn í formi bóluefnis. Þegar faraldurinn stóð sem hæst, varð merkjanlegur samdráttur í hráefnavinnslu, framleiðslu og viðskiptum sem leiddi til þess að mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda stóð í stað, en mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda er mesti ógnvaldur við líf, heilsu og vellíðan mannkynsins í nánustu framtíð. Fyrir þjóðir heims er lífsnauðsynlegt að ná tökum á þessum vanda því ef ekki verður spornað við þróuninni, mun hún bitna á lífi og heilsu milljóna manna og hafa varanleg áhrif á vellíðan alls mannkyns. Von okkar allra er sú að mannkyninu beri sú gæfa að grípa til þeirra aðgerða sem komið geta í veg fyrir loftslagsvandann, jafnvel þótt slíkar aðgerðir hefðu í för með sér samdrátt í efnahag og lífskjörum núverandi kynslóða, ef slíkt yrði til þess að vernda möguleika komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum og stuðla að því að þjóðin búi við heilbrigð og góð lífsskilyrði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á árinu 2022 var gefinn út vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð á Íslandi og markar útgáfan tímamót í sjálfbærniþróun mannvirkja. Í fyrsta sinn hafa Íslensk stjórnvöld og aðilar mannvirkjageirans fengið í hendurnar yfirlit yfir umhverfisáhrif mannvirkja á Íslandi sem gerir kleift að setja viðmið og markmið í átt að aukinni sjálfbærni. Í vegvísinum er einnig að finna 74 aðgerðir sem eiga að draga úr loftslagsáhrifum mannvirkja. Í dag er mannvirkjagerð ábyrg fyrir 37% af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum og 50% af allri hráefnanotkun. Mannvirkjagerð er langtímaframkvæmd og áhrifa hennar á umhverfið gætir áratugum og öldum saman. Aðgerðir til að sporna við neikvæðum umhverfisáhrifum mannvirkjageirans þurfa að taka mið af þessu. Um leið og nauðsynlegt er að byggja ný mannvirki úr endurnýtanlegum hráefnum sem hafa lágmarksáhrif á umhverfið, þarf að hlúa vel að þeim mannvirkjum sem nú þegar hafa verið reist til þess að koma í veg fyrir hráefnasóun og til þess að draga úr orkunotkun. Hráefnavinnsla úr náttúruauðlindum (kol, olíuvinnsla, málmvinnsla ofl.) á sér endanleg takmörk. Ágangur í þessar auðlindir ógnar nú lífi og heilsu mannkynsins og skammt er þess að bíða að vinnsla og verslun með kolefnislosandi orkugjafa verði talinn heilsuógn líkt og framleiðsla á spilli- og eiturefnum og meðferð þeirra verði takmörkum sett líkt og gert er með heilsuspillandi neysluvörur eins og tóbak og eiturlyf. Þegar til kastanna kemur er líf, heilsa og vellíðan fólks mikilvægara en efnahagur þjóða. Þetta hefur mannkynið staðfest í viðbrögðum sínum við heimsfaraldrinum sem enn geisar í flestum löndum heims. Stjórnvöld þjóðríkja gripu inn í daglegt líf almennings og settu hegðun þeirra ákveðnar skorður til þess að lágmarka skaðann sem faraldrinum fylgir, á meðan að vísindamenn reyndu að finna varanlegri lausn í formi bóluefnis. Þegar faraldurinn stóð sem hæst, varð merkjanlegur samdráttur í hráefnavinnslu, framleiðslu og viðskiptum sem leiddi til þess að mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda stóð í stað, en mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda er mesti ógnvaldur við líf, heilsu og vellíðan mannkynsins í nánustu framtíð. Fyrir þjóðir heims er lífsnauðsynlegt að ná tökum á þessum vanda því ef ekki verður spornað við þróuninni, mun hún bitna á lífi og heilsu milljóna manna og hafa varanleg áhrif á vellíðan alls mannkyns. Von okkar allra er sú að mannkyninu beri sú gæfa að grípa til þeirra aðgerða sem komið geta í veg fyrir loftslagsvandann, jafnvel þótt slíkar aðgerðir hefðu í för með sér samdrátt í efnahag og lífskjörum núverandi kynslóða, ef slíkt yrði til þess að vernda möguleika komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum og stuðla að því að þjóðin búi við heilbrigð og góð lífsskilyrði.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar