„Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. apríl 2023 07:00 Ásgeir Örn þjálfar Hauka í dag. Vísir/Diego „Mér finnst þetta búið að taka alltof langan tíma í fyrsta lagi,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta sem nú þjálfar Hauka í Olís deild karla, um leit Handknattleikssambands Íslands að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið. Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands þann 21. febrúar síðastliðinn. Liðnir eru tæpir tveir mánuðir og ekkert bólar á nýjum landsliðsþjálfara. „Mér finnst eins og þessi ákvörðun um að láta Guðmund fara hafi ekki verið nægilega ígrunduð. Ég fór ekkert í grafgötur með það, mér leist best á að fá Snorra Stein Guðjónsson og Dag Sigurðsson. Ef þeir væru til í þetta saman þá fannst mér það algjör negla. Það þurfa ekkert allir að vera sammála mér en að fá einn okkar besta þjálfara og einn okkar efnilegasta til að þjálfa þetta saman, ég sá það ekki klikka.“ Dagur hefur opinberað að hann hafi tekið samtalið við HSÍ, ef samtal skildi kalla. „Eins og Dagur lýsir þessu þá lítur þetta ekki vel út. Að sama skapi sakna ég þess að HSÍ skýri frá sinni hlið á þessu máli. Það er klárlega einhver hlið á þessu frá þeim líka. Við höfum ekkert heyrt og maður hefur ekkert séð. Veit alveg - þó ég sé ekki alltaf sammála öllu sem gerist hjá HSÍ - að þetta eru menn sem vinna af heilindum en mér finnst þetta ekki koma vel út.“ „Það geta verið mjög góðar og gildar ástæður fyrir því að það gekk ekki upp, það verður þá bara að koma fram. Menn verða að vera faglegir í sinni nálgun, tala við menn og útskýra málin eins og þau eru, það kostar ekki neina peninga.“ Klippa: Ásgeir Örn: Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun Framundan er ársþing HSÍ og útlit fyrir að það verði sjálfkjörið í öll stjórnarembætti og formann. Er það neikvætt? „Það sýnir að hreyfingin er annað hvort er sama eða ánægð með störfin. Þegar það kemur ekki mótframboð þá er ekki hægt að segja neitt. Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun, menn geta ekki verið að kvarta á lyklaborðinu eða kvartað hér og þar en ekki verið tilbúnir að leggja vinnuna á sig. Láta verkin tala, það er bara þannig,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Handbolti Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands þann 21. febrúar síðastliðinn. Liðnir eru tæpir tveir mánuðir og ekkert bólar á nýjum landsliðsþjálfara. „Mér finnst eins og þessi ákvörðun um að láta Guðmund fara hafi ekki verið nægilega ígrunduð. Ég fór ekkert í grafgötur með það, mér leist best á að fá Snorra Stein Guðjónsson og Dag Sigurðsson. Ef þeir væru til í þetta saman þá fannst mér það algjör negla. Það þurfa ekkert allir að vera sammála mér en að fá einn okkar besta þjálfara og einn okkar efnilegasta til að þjálfa þetta saman, ég sá það ekki klikka.“ Dagur hefur opinberað að hann hafi tekið samtalið við HSÍ, ef samtal skildi kalla. „Eins og Dagur lýsir þessu þá lítur þetta ekki vel út. Að sama skapi sakna ég þess að HSÍ skýri frá sinni hlið á þessu máli. Það er klárlega einhver hlið á þessu frá þeim líka. Við höfum ekkert heyrt og maður hefur ekkert séð. Veit alveg - þó ég sé ekki alltaf sammála öllu sem gerist hjá HSÍ - að þetta eru menn sem vinna af heilindum en mér finnst þetta ekki koma vel út.“ „Það geta verið mjög góðar og gildar ástæður fyrir því að það gekk ekki upp, það verður þá bara að koma fram. Menn verða að vera faglegir í sinni nálgun, tala við menn og útskýra málin eins og þau eru, það kostar ekki neina peninga.“ Klippa: Ásgeir Örn: Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun Framundan er ársþing HSÍ og útlit fyrir að það verði sjálfkjörið í öll stjórnarembætti og formann. Er það neikvætt? „Það sýnir að hreyfingin er annað hvort er sama eða ánægð með störfin. Þegar það kemur ekki mótframboð þá er ekki hægt að segja neitt. Kannski þarf hreyfingin að fara í naflaskoðun, menn geta ekki verið að kvarta á lyklaborðinu eða kvartað hér og þar en ekki verið tilbúnir að leggja vinnuna á sig. Láta verkin tala, það er bara þannig,“ sagði Ásgeir Örn að lokum.
Handbolti Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira