Hiti aftur farinn að aukast í bátnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 25. apríl 2023 12:28 Hiti er aftur farinn að aukast í netabátnum Grímsnesi, og slökkvilið er enn að störfum. Vísir/Egill Enn er nokkur hiti í netabátnum Grímsnesi GK-555 sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Slökkvilið er enn að störfum og verið að dæla töluverðum sjó í gegnum skipið til að kæla það. Þetta sagði Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í hádegisfréttum á Bylgjunni. Hann og hans lið tók við vaktinni klukkan átta í morgun og var þá enn hiti í skipinu. „Við náðum að lækka hann niður en það er að koma hiti aftur sem við erum að reyna að vinna á,“ segir Herbert. Að neðan má sjá myndefni frá vettvangi í Njarðvíkurhöfn í nótt. Slökkviliðið fékk útkall vegna brunans um klukkan tvö í nótt og voru þá sjö skipverjar um borð. Fjórir þeirra komust út að sjálfsdáðum og ómeiddir en tveir voru fluttir á sjúkrahús, annar illa haldinn með brunasár og er honum nú haldið sofandi á Landspítalanum í Fossvogi. Pólskur karlmaður sem hefði orðið fimmtugur á árinu lést í brunanum og lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja.Vísir/Egill Slökkvistarf hefur gengið hægt enda, eins og Herbert segir, mikill hiti í skipinu. „Það er að leka sjór inn í skipið en það er líka að koma inn sjór frá okkur. Við erum að dæla og gera göt hér og þar um skipið til að dæla vatni inn,“ segir Herbert. Hætta sé alltaf á að skipið sökkvi takist ekki að dæla sjónum út jafnóðum og honum er dælt um borð í skipið. „Við erum að setja hérna aukadælur og Köfunarþjónusta Sigurðar er að störfum líka og að lána okkur dælur sem henta vel í þetta. Þannig að við erum að gera stærri göt til að komast að sjónum sem er hérna inni. Það er töluverður sjór í skipinu. Það var farið að halla vel í morgun og við erum búin að vera að dæla síðan klukkan átta,“ segir Herbert. „Þetta tekur langan tíma og þetta er náttúrulega stálskip sem leiðir hita út um allt og maður veit aldrei hvar þetta blossar upp aftur.“ Reykjanesbær Slökkvilið Lögreglumál Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Gríðarlegur hiti og eldurinn erfiður viðureignar Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu. 25. apríl 2023 11:06 Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. 25. apríl 2023 10:07 Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Þetta sagði Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í hádegisfréttum á Bylgjunni. Hann og hans lið tók við vaktinni klukkan átta í morgun og var þá enn hiti í skipinu. „Við náðum að lækka hann niður en það er að koma hiti aftur sem við erum að reyna að vinna á,“ segir Herbert. Að neðan má sjá myndefni frá vettvangi í Njarðvíkurhöfn í nótt. Slökkviliðið fékk útkall vegna brunans um klukkan tvö í nótt og voru þá sjö skipverjar um borð. Fjórir þeirra komust út að sjálfsdáðum og ómeiddir en tveir voru fluttir á sjúkrahús, annar illa haldinn með brunasár og er honum nú haldið sofandi á Landspítalanum í Fossvogi. Pólskur karlmaður sem hefði orðið fimmtugur á árinu lést í brunanum og lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja.Vísir/Egill Slökkvistarf hefur gengið hægt enda, eins og Herbert segir, mikill hiti í skipinu. „Það er að leka sjór inn í skipið en það er líka að koma inn sjór frá okkur. Við erum að dæla og gera göt hér og þar um skipið til að dæla vatni inn,“ segir Herbert. Hætta sé alltaf á að skipið sökkvi takist ekki að dæla sjónum út jafnóðum og honum er dælt um borð í skipið. „Við erum að setja hérna aukadælur og Köfunarþjónusta Sigurðar er að störfum líka og að lána okkur dælur sem henta vel í þetta. Þannig að við erum að gera stærri göt til að komast að sjónum sem er hérna inni. Það er töluverður sjór í skipinu. Það var farið að halla vel í morgun og við erum búin að vera að dæla síðan klukkan átta,“ segir Herbert. „Þetta tekur langan tíma og þetta er náttúrulega stálskip sem leiðir hita út um allt og maður veit aldrei hvar þetta blossar upp aftur.“
Reykjanesbær Slökkvilið Lögreglumál Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Gríðarlegur hiti og eldurinn erfiður viðureignar Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu. 25. apríl 2023 11:06 Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. 25. apríl 2023 10:07 Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Gríðarlegur hiti og eldurinn erfiður viðureignar Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu. 25. apríl 2023 11:06
Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. 25. apríl 2023 10:07
Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45