Tólf ára Íslandsmeistari vill verða sú besta í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 07:35 Garima Nitinkumar Kalugade með bikarinn og ásamt hinum verðlaunahöfunum í hennar flokki. Tennissamband Íslands - TSÍ Garima Nitinkumar Kalugade er aðeins tólf ára gömul en náði því engu að síður um helgina að verða Íslandsmeistari kvenna í tennis. Hún vann fráfarandi Íslandsmeistara í úrslitaleiknum en fyrsta fullorðinsmótið vann hún í fyrra þá aðeins ellefu ára. Garima var í viðtali hjá Ríkissjónvarpinu í gær og þar leyndi sér ekki að hún hefur mikinn metnað til að ná langt og hún er líka óhrædd við að opinbera risastór markmið sín. „Þetta er alveg ný tilfinning, öðruvísi en að vera yngri flokka leikmaður. En þetta er ekki búið því mig langar að verða aðeins betri, mikið betri,“ sagði Garima í viðtalinu við RÚV en hún hefur æft tennis frá því hún var fimm ára. Garima æfir fjórum sinnum í viku og mætir eldsnemma á morgnana fyrir skóla, um eða fyrir klukkan sex og svo aftur seinni partinn eftir skóla. Hún segir ekkert mál að vakna svona snemma. „Nei, því ég gerði það á Indlandi og held því bara áfram,“ sagði Garima. Garima er líka staðráðin í að ná sem lengst í íþróttinni. „Mig langar að vera númer eitt í heiminum og vinna fullt af stórmótum. Ég vil láta taka eftir mér. Mig langar að verða miklu betri en Roger Federer og Rafael Nadal," sagðu Garima. Það gerist þó ekki yfir eina nótt og mun kalla á mikla vinnu. Það eru enn sex ár í átján ára afmælið og því hefur hún tímann með sér. „Já, það mun taka langan tíma en ég er að hugsa til langframa. Íslandsmótið er bara lítið en að ná árangri í heiminum er stórt. Þannig að ég þarf bara að bíða og halda áfram að æfa," sagði Garima við RÚV en það má sjá viðtalið hér. Tennis Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Hún vann fráfarandi Íslandsmeistara í úrslitaleiknum en fyrsta fullorðinsmótið vann hún í fyrra þá aðeins ellefu ára. Garima var í viðtali hjá Ríkissjónvarpinu í gær og þar leyndi sér ekki að hún hefur mikinn metnað til að ná langt og hún er líka óhrædd við að opinbera risastór markmið sín. „Þetta er alveg ný tilfinning, öðruvísi en að vera yngri flokka leikmaður. En þetta er ekki búið því mig langar að verða aðeins betri, mikið betri,“ sagði Garima í viðtalinu við RÚV en hún hefur æft tennis frá því hún var fimm ára. Garima æfir fjórum sinnum í viku og mætir eldsnemma á morgnana fyrir skóla, um eða fyrir klukkan sex og svo aftur seinni partinn eftir skóla. Hún segir ekkert mál að vakna svona snemma. „Nei, því ég gerði það á Indlandi og held því bara áfram,“ sagði Garima. Garima er líka staðráðin í að ná sem lengst í íþróttinni. „Mig langar að vera númer eitt í heiminum og vinna fullt af stórmótum. Ég vil láta taka eftir mér. Mig langar að verða miklu betri en Roger Federer og Rafael Nadal," sagðu Garima. Það gerist þó ekki yfir eina nótt og mun kalla á mikla vinnu. Það eru enn sex ár í átján ára afmælið og því hefur hún tímann með sér. „Já, það mun taka langan tíma en ég er að hugsa til langframa. Íslandsmótið er bara lítið en að ná árangri í heiminum er stórt. Þannig að ég þarf bara að bíða og halda áfram að æfa," sagði Garima við RÚV en það má sjá viðtalið hér.
Tennis Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira