Til hvers eru skjalasöfn? Sigurlaug Dagsdóttir og Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifa 27. apríl 2023 12:30 Það virðist sem ekkert lát sé á aðsókninni að skjalasöfnum þessa dagana. Svo virðist sem hverju sveitarfélaginu á fætur öðru finnist þau vera stofnanir sem megi leggja niður án þess að taka faglega umræðu um tilgang þeirra eða gagnsemi. Það er auðvelt að benda á að það sé ekki lögbundin skylda sveitarfélaga að halda úti slíkum rekstri og auðvitað er hætta á að þetta verði niðurstaðan þegar þau leita á náðir fyrirtækja sem sérhæfa sig á sviði hagnaðardrifinna markmiða og nota þau við að ráða í mikilvægi þessarra stofnanna. Það kemur okkur fræðifólki sem vinnur með heimildir, sögu og menningararf hins vegar spánskt fyrir sjónir. Það er ekki hægt að meta verðmæti menningarlegra heimilda og starfsemi eingöngu út frá krónum og aurum, slík vinnubrögð sýna grundvallar misskilning á eðli og hlutverki slíkra stofnanna. Reykjavíkurborg setti mjög vont fordæmi með ákvörðun sinni um að loka Borgarskjalasafni og nú hefur Kópavogsbær stokkið á vagninn, en þar á til viðbótar að draga saman í rekstri menningarhúsanna. Við leyfum okkur að spyrja, hvað er næst? Á að meta mikilvægi allra sögulegra heimilda út frá fjármunum? Er það menningarlandslagið sem við viljum búa í og búa til framtíðar? Þeir þjóðfræðingar sem leitað hafa á náðir héraðsskjalasafna vita hve nauðsynlegar slíkar stofnanir eru og hvers vegna það er mikilvægt að halda þeim heimildum sem þar eru til haga nálægt sínu upprunasamfélagi. Þegar skjalasöfn eru heimsótt mætir þér starfsfólk sem hefur sértæka þekkingu á því sem þar er að finna, yfirsýn yfir safnkostinn og getur vísað á hvar er best að byrja að leita að viðfangsefninu. Það er nefnilega ekki alltaf ljóst frá upphafi og því hefur margt fræðifólk stutt sig við þann ómetanlega þekkingarbrunn sem starfsfólk héraðskjalasafnanna er. En hlutverk þessa góða starfsfólks eru fleiri, þau eru til staðar til að gæta að réttri meðferð skjala, að varðveita þau fyrir framtíðina, gera þau aðgengileg og gæta að því að staðinn sé vörður um þær viðkvæmu upplýsingar sem þar er stundum að finna. Þjóðskjalasafn Íslands er höfuðsafn á sviði skjalavörslu á Íslandi. Þar eru frábærir sérfræðingar í hverri stöðu. Þau hafa hins vegar alveg nóg á sinni könnu, þó ekki bætist við það verkefni að taka við safnkosti hvers héraðskjalasafnsins á fætur öðru, varðveita þau og gera aðgengileg og sinna svo öllum þeim sem í þau vilja leita. Þjóðfræðingar leita sér gjarnan heimilda á skjalasöfnum, vegna rannsókna á einhverju ákveðnu fyrirbæri í menningarsögu okkar, við sýningargerð og annarskonar miðlun. Þjóðfræðingar sem setið hafa með einkaskjöl löngu liðinna einstaklinga í höndunum til að glöggva sig á fortíðinni, vita hversu áhugarvert og lærdómsríkt það er að fá að skyggnast inn í fortíðina í gegnum slíkan glugga. Að tengjast manneskju í gegnum bréfasamskipti, dagbækur eða aðrar persónulegar heimildir er ómetanlegt. Það er einnig ómetanlegt að geta leitað í stærri gagnaflokka þar sem lýðfræðilegar upplýsingar gefa okkur víðari mynd af samfélaginu. Það er ljóst að þau skjöl sem varðveitt eru á skjalasöfnum og aðgengi að þeim og sérfræðingum sem þekkja þau skipta öllu máli fyrir fræðifólk, en einnig fyrir margvíslegar stofnanir, félagasamtök og almenning allan. Þau geyma mikilvægar upplýsingar um fortíðina, sem hægt er að skoða í ýmsu ljósi. Þar finnum við upplýsingar um allt frá hinseginleikanum, fötlun og femínisma, yfir í heimildir um hvernig fólk las í umhverfi sitt, lækningaraðferðir og hversdagslíf. Þar má líka oft finna ólík sjónarhorn en í öðrum heimildum og gögnum. Hlutverk og starfsemi héraðsskjalasafna er einn af hornsteinum rannsókna og miðlunar á sviði menningarsögu og í þær heimildir hafa ófáir þjóðfræðingar leitað fanga. Héraðsskjalasöfn eru staður þar sem hægt er, með aðstoð sérfróðs starfsfólks, að nálgast heimildir sem snerta á sögu sveitarfélaga og hversdagslífi fólks í aldanna rás. Það er ómetanlegt. Það er sorglegt að það eigi að færa þær heimildir er snerta daglegt líf Reykvíkinga og Kópavogsbúa annað en í hendur þess fagfólks og sérfræðinga sem gjörþekkja þessar heimildir og hafa starfað á Borgarskjalasafni og Héraðsskjalasafni Kópavogs. Það lýsir mikilli vanþekkingu á því mikilvæga hlutverki sem að héraðskjalasöfn gegna. Við lýsum yfir miklum áhyggjum af þessum ákvörðunum, hvernig staðið er að þeim og þeim afleiðingum sem þetta mun hafa í för með sér. Höfundar eru þjóðfræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Lokun Borgarskjalasafns Kópavogur Reykjavík Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Það virðist sem ekkert lát sé á aðsókninni að skjalasöfnum þessa dagana. Svo virðist sem hverju sveitarfélaginu á fætur öðru finnist þau vera stofnanir sem megi leggja niður án þess að taka faglega umræðu um tilgang þeirra eða gagnsemi. Það er auðvelt að benda á að það sé ekki lögbundin skylda sveitarfélaga að halda úti slíkum rekstri og auðvitað er hætta á að þetta verði niðurstaðan þegar þau leita á náðir fyrirtækja sem sérhæfa sig á sviði hagnaðardrifinna markmiða og nota þau við að ráða í mikilvægi þessarra stofnanna. Það kemur okkur fræðifólki sem vinnur með heimildir, sögu og menningararf hins vegar spánskt fyrir sjónir. Það er ekki hægt að meta verðmæti menningarlegra heimilda og starfsemi eingöngu út frá krónum og aurum, slík vinnubrögð sýna grundvallar misskilning á eðli og hlutverki slíkra stofnanna. Reykjavíkurborg setti mjög vont fordæmi með ákvörðun sinni um að loka Borgarskjalasafni og nú hefur Kópavogsbær stokkið á vagninn, en þar á til viðbótar að draga saman í rekstri menningarhúsanna. Við leyfum okkur að spyrja, hvað er næst? Á að meta mikilvægi allra sögulegra heimilda út frá fjármunum? Er það menningarlandslagið sem við viljum búa í og búa til framtíðar? Þeir þjóðfræðingar sem leitað hafa á náðir héraðsskjalasafna vita hve nauðsynlegar slíkar stofnanir eru og hvers vegna það er mikilvægt að halda þeim heimildum sem þar eru til haga nálægt sínu upprunasamfélagi. Þegar skjalasöfn eru heimsótt mætir þér starfsfólk sem hefur sértæka þekkingu á því sem þar er að finna, yfirsýn yfir safnkostinn og getur vísað á hvar er best að byrja að leita að viðfangsefninu. Það er nefnilega ekki alltaf ljóst frá upphafi og því hefur margt fræðifólk stutt sig við þann ómetanlega þekkingarbrunn sem starfsfólk héraðskjalasafnanna er. En hlutverk þessa góða starfsfólks eru fleiri, þau eru til staðar til að gæta að réttri meðferð skjala, að varðveita þau fyrir framtíðina, gera þau aðgengileg og gæta að því að staðinn sé vörður um þær viðkvæmu upplýsingar sem þar er stundum að finna. Þjóðskjalasafn Íslands er höfuðsafn á sviði skjalavörslu á Íslandi. Þar eru frábærir sérfræðingar í hverri stöðu. Þau hafa hins vegar alveg nóg á sinni könnu, þó ekki bætist við það verkefni að taka við safnkosti hvers héraðskjalasafnsins á fætur öðru, varðveita þau og gera aðgengileg og sinna svo öllum þeim sem í þau vilja leita. Þjóðfræðingar leita sér gjarnan heimilda á skjalasöfnum, vegna rannsókna á einhverju ákveðnu fyrirbæri í menningarsögu okkar, við sýningargerð og annarskonar miðlun. Þjóðfræðingar sem setið hafa með einkaskjöl löngu liðinna einstaklinga í höndunum til að glöggva sig á fortíðinni, vita hversu áhugarvert og lærdómsríkt það er að fá að skyggnast inn í fortíðina í gegnum slíkan glugga. Að tengjast manneskju í gegnum bréfasamskipti, dagbækur eða aðrar persónulegar heimildir er ómetanlegt. Það er einnig ómetanlegt að geta leitað í stærri gagnaflokka þar sem lýðfræðilegar upplýsingar gefa okkur víðari mynd af samfélaginu. Það er ljóst að þau skjöl sem varðveitt eru á skjalasöfnum og aðgengi að þeim og sérfræðingum sem þekkja þau skipta öllu máli fyrir fræðifólk, en einnig fyrir margvíslegar stofnanir, félagasamtök og almenning allan. Þau geyma mikilvægar upplýsingar um fortíðina, sem hægt er að skoða í ýmsu ljósi. Þar finnum við upplýsingar um allt frá hinseginleikanum, fötlun og femínisma, yfir í heimildir um hvernig fólk las í umhverfi sitt, lækningaraðferðir og hversdagslíf. Þar má líka oft finna ólík sjónarhorn en í öðrum heimildum og gögnum. Hlutverk og starfsemi héraðsskjalasafna er einn af hornsteinum rannsókna og miðlunar á sviði menningarsögu og í þær heimildir hafa ófáir þjóðfræðingar leitað fanga. Héraðsskjalasöfn eru staður þar sem hægt er, með aðstoð sérfróðs starfsfólks, að nálgast heimildir sem snerta á sögu sveitarfélaga og hversdagslífi fólks í aldanna rás. Það er ómetanlegt. Það er sorglegt að það eigi að færa þær heimildir er snerta daglegt líf Reykvíkinga og Kópavogsbúa annað en í hendur þess fagfólks og sérfræðinga sem gjörþekkja þessar heimildir og hafa starfað á Borgarskjalasafni og Héraðsskjalasafni Kópavogs. Það lýsir mikilli vanþekkingu á því mikilvæga hlutverki sem að héraðskjalasöfn gegna. Við lýsum yfir miklum áhyggjum af þessum ákvörðunum, hvernig staðið er að þeim og þeim afleiðingum sem þetta mun hafa í för með sér. Höfundar eru þjóðfræðingar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun