Verðlækkun matvæla á mörkuðum skilar sér ekki á diskana Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2023 16:58 Verðlækkun landbúnaðarvara mun líklega ekki skila sér í lækkun matvælaverðs á næstunni. AP/Muhammad Sajjad Verð á korni, grænmetisolíu, mjólkurvörum og öðrum landbúnaðarvörum hefur lækkað töluvert á mörkuðum á undanförnum mánuðum. Sú lækkun hefur þó lítið skilað sér á matardiska fólks um heiminn allan. Matvælaverð á heimsvísu var hátt fyrir innrás Rússa í Úkraínu, og hækkaði það enn meira í kjölfarið. Tiltölulega langt er þó síðan það náði aftur jafnvægi. Sameinuðu þjóðirnar segja verð matvæla hafa lækkað tólf mánuði í röð, samkvæmt AP fréttaveitunni, og það sé nú lægra en það var þegar innrásin hófst. Þrátt fyrir það heldur verð áfram að hækka í verslunum með tilheyrandi verðbólgu og vandræðum, sérstaklega í þróunarríkjum. Fyrrverandi aðalhagfræðingur landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna segir AP að mest verðhækkunin bætist á matvæli eftir þau yfirgefi sveitabæi og sláturhús. Hækkunina megi að miklu leyti rekja til aukins kostnaðar við flutninga og vinnslu og hærri launa, svo eitthvað sé nefnt. Þó grunnverð á landbúnaðarvörum hafi lækkað muni það skila sér hægt á diska fólks þar sem annar kostnaður sé enn mikill. Sá kostnaður er víða tengdur verðbólguvísitölum, sem geri ástandið enn verra. Í frétt AP segir að til að mynda hafi matvælaverð í Evrópusambandinu hafi í mars verið 19.5 prósentum hærra en það var í mars í fyrra. Í Bretlandi var sama hækkun 19,2 prósent og hafði hún ekki verið hærri í nærri því 46 ár. Hækkunin í Bandaríkjunum var 8,5 prósent. Ráðamenn í Bandaríkjunum, eins og Joe Biden, forseti, hafa kvartað yfir aukinni fákeppni á matvælamarkaði í Bandaríkjunum og segja henni að einhverju leyti um að kenna. Starfsmenn Hvíta hússins bentu á það í fyrra að einungis fjögur fyrirtæki stjórna um 85 prósentum af nautakjötsmarkaði Bandaríkjanna. Önnur fjögur fyrirtæki eru með sjötíu prósent af kökunni á svínakjötsmarkaði Bandaríkjanna og 54 prósent af kjúklingamarkaðnum. Þessi fyrirtæki eru sökuð um að beita markaðsstöðu þeirra til að hækka matvælaverð. Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Matvælaverð á heimsvísu var hátt fyrir innrás Rússa í Úkraínu, og hækkaði það enn meira í kjölfarið. Tiltölulega langt er þó síðan það náði aftur jafnvægi. Sameinuðu þjóðirnar segja verð matvæla hafa lækkað tólf mánuði í röð, samkvæmt AP fréttaveitunni, og það sé nú lægra en það var þegar innrásin hófst. Þrátt fyrir það heldur verð áfram að hækka í verslunum með tilheyrandi verðbólgu og vandræðum, sérstaklega í þróunarríkjum. Fyrrverandi aðalhagfræðingur landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna segir AP að mest verðhækkunin bætist á matvæli eftir þau yfirgefi sveitabæi og sláturhús. Hækkunina megi að miklu leyti rekja til aukins kostnaðar við flutninga og vinnslu og hærri launa, svo eitthvað sé nefnt. Þó grunnverð á landbúnaðarvörum hafi lækkað muni það skila sér hægt á diska fólks þar sem annar kostnaður sé enn mikill. Sá kostnaður er víða tengdur verðbólguvísitölum, sem geri ástandið enn verra. Í frétt AP segir að til að mynda hafi matvælaverð í Evrópusambandinu hafi í mars verið 19.5 prósentum hærra en það var í mars í fyrra. Í Bretlandi var sama hækkun 19,2 prósent og hafði hún ekki verið hærri í nærri því 46 ár. Hækkunin í Bandaríkjunum var 8,5 prósent. Ráðamenn í Bandaríkjunum, eins og Joe Biden, forseti, hafa kvartað yfir aukinni fákeppni á matvælamarkaði í Bandaríkjunum og segja henni að einhverju leyti um að kenna. Starfsmenn Hvíta hússins bentu á það í fyrra að einungis fjögur fyrirtæki stjórna um 85 prósentum af nautakjötsmarkaði Bandaríkjanna. Önnur fjögur fyrirtæki eru með sjötíu prósent af kökunni á svínakjötsmarkaði Bandaríkjanna og 54 prósent af kjúklingamarkaðnum. Þessi fyrirtæki eru sökuð um að beita markaðsstöðu þeirra til að hækka matvælaverð.
Matvælaframleiðsla Neytendur Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent