Hanna eftir lokaleikinn á einstökum ferli: „Ég geng sátt frá borði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2023 19:17 Hanna Guðrún Stefánsdóttir eftir síðasta leikinn á einstökum ferli sem spannaði næstum því þrjátíu ár. vísir/hulda margrét Hanna Guðrún Stefánsdóttir lék í dag sinn síðasta leik á löngum og glæsilegum ferli sem hófst um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Stjarnan tapaði þá fyrir Val, 20-27, í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Eins og staðan er núna er tilfinningin mjög súr. Maður hefði viljað enda betur, að leikurinn hefði verið meira spennandi en ég geng sátt frá borði,“ sagði Hanna við Vísi eftir leikinn. „Ég er stolt af öllu sem ég hef gert og verið ótrúlega heppinn, verið í landsliðinu og það var mikill heiður og upplifa öll stórmótin með því. Ég held að ég sé alveg búin að skila mínu í boltanum.“ En hvað stendur upp úr á þessum næstum því þrjátíu ára ferli í meistaraflokki? „Stórmótin og ýmsir titlar sem ég hef unnið. Ég hef unnið alla titla á Íslandi en sumir eru sætari en aðrir,“ sagði hin 44 ára Hanna sem hefur alla tíð hugsað vel um sig sem skýrir af hverju ferilinn var jafn langur og raun bar vitni. „Þetta eru fórnir og það þarf að hugsa vel um sig og æfa vel, vera mjög skipulagður og eiga góða fjölskyldu og góðan maka. Þegar maður eldist lærir maður alltaf eitthvað nýtt og þarf að hugsa öðruvísi um sig. Maður getur ekki farið bara áfram á hornunum heldur þarf að hægja á sér en samt æfa vel. Það er galdurinn,“ sagði Hanna sem ætlar að taka sér langþráð frí núna en útilokar ekki að tengjast handboltanum í framtíðinni. „Ég er rosa spennt fyrir því að taka eitt ár og gera bara ekki neitt, prufa það. Ég fór á fyrstu handboltaæfingu um tíu ára aldurinn. Ég er rosalega spennt að gera ekki neitt en þjálfun kemur alveg til greina,“ sagði Hanna að lokum. Olís-deild kvenna Stjarnan Valur Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
„Eins og staðan er núna er tilfinningin mjög súr. Maður hefði viljað enda betur, að leikurinn hefði verið meira spennandi en ég geng sátt frá borði,“ sagði Hanna við Vísi eftir leikinn. „Ég er stolt af öllu sem ég hef gert og verið ótrúlega heppinn, verið í landsliðinu og það var mikill heiður og upplifa öll stórmótin með því. Ég held að ég sé alveg búin að skila mínu í boltanum.“ En hvað stendur upp úr á þessum næstum því þrjátíu ára ferli í meistaraflokki? „Stórmótin og ýmsir titlar sem ég hef unnið. Ég hef unnið alla titla á Íslandi en sumir eru sætari en aðrir,“ sagði hin 44 ára Hanna sem hefur alla tíð hugsað vel um sig sem skýrir af hverju ferilinn var jafn langur og raun bar vitni. „Þetta eru fórnir og það þarf að hugsa vel um sig og æfa vel, vera mjög skipulagður og eiga góða fjölskyldu og góðan maka. Þegar maður eldist lærir maður alltaf eitthvað nýtt og þarf að hugsa öðruvísi um sig. Maður getur ekki farið bara áfram á hornunum heldur þarf að hægja á sér en samt æfa vel. Það er galdurinn,“ sagði Hanna sem ætlar að taka sér langþráð frí núna en útilokar ekki að tengjast handboltanum í framtíðinni. „Ég er rosa spennt fyrir því að taka eitt ár og gera bara ekki neitt, prufa það. Ég fór á fyrstu handboltaæfingu um tíu ára aldurinn. Ég er rosalega spennt að gera ekki neitt en þjálfun kemur alveg til greina,“ sagði Hanna að lokum.
Olís-deild kvenna Stjarnan Valur Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita