Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. maí 2023 01:51 David V. Doyle sem skaut stúlku í höfuðið hefur verið handtekinn og ákærður fyrir líkamsárás og ólögleg notkun skotvopns. Samsett/skjáskot/AP Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. Atvikið átti sér stað á sunnudagsmorgun þegar hópur unglinga var í feluleik á landareign hins 58 ára David V. Doyle í bænum Starks í Louisiana. Doyle sá að það var einhver á lóð sinni og brást við með því að ná í byssu sína og skjóta á unglingana á meðan þau hlupu á brott. Lögreglan var kölluð á staðinn og kom þá í ljós að ein stúlkan hafði hlotið skotáverka aftan á höfði. Hún var í kjölfarið flutt á spítala en samkvæmt fréttatilkynningu lögreglunnar í Louisiana er ekki talið að þeir áverkar séu lífshættulegir. Doyle sagði við lögreglu að hann hefði séð skugga fyrir utan heimili sitt og þess vegna náð í byssu sína. Síðan hafi hann séð fólk hlaupa á brott og skaut til þeirra með þeim afleiðingum að stúlkan varð að hans sögn „óviljandi“ fyrir skoti. Doyle var handtekinn og hefur nú verið ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir líkamsárás með skotvopni og fyrir að hleypa ólöglega af byssu. Fólk ítrekað skotið vegna misskilnings Árásin er hluti af röð skotárása sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum nýverið og eru byggðar á misskilningi. Í aprílmánuði áttu sér stað fjórar svipaðar skotárásir á einni viku sem byggðu allar á einhvers konar sakleysislegum misskilningi fórnarlambsins. Þann 13. apríl síðastliðinn í Kansas City ætlaði hinn sextán ára Ralph Yarl að sækja tvíburabróður sinn. Hann hringdi dyrabjöllunni á vitlausu húsi og var í kjölfarið skotinn í höfuðið af 84 ára gömlum heimilismanni. Yarl hlaut alvarlega áverka en lifði af. Tveimur dögum síðar var hin tuttugu ár Kaylin Gillis skotin til bana í bænum Hebron í New York-fylki þegar hún og vinkona hennar lögðu í vitlausa innkeyrslu. Þann 18. apríl áttu sér stað tveir sambærilegir atburðir. Í Elgin í Texas voru tvær klappstýrur skotnar eftir að önnur þeirra fór upp í vitlausan bíl. Hin átján Payton Washington hlaut alvarlega áverka en lifði þó af. Sama dag skaut reiður nágranni hina sex ára gömlu Kinsley White og foreldra hennar eftir að körfubolti stúlkunnar lenti í garði mannsins. Þau lifðu öll þrjú af árásina. Bandaríkin Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað á sunnudagsmorgun þegar hópur unglinga var í feluleik á landareign hins 58 ára David V. Doyle í bænum Starks í Louisiana. Doyle sá að það var einhver á lóð sinni og brást við með því að ná í byssu sína og skjóta á unglingana á meðan þau hlupu á brott. Lögreglan var kölluð á staðinn og kom þá í ljós að ein stúlkan hafði hlotið skotáverka aftan á höfði. Hún var í kjölfarið flutt á spítala en samkvæmt fréttatilkynningu lögreglunnar í Louisiana er ekki talið að þeir áverkar séu lífshættulegir. Doyle sagði við lögreglu að hann hefði séð skugga fyrir utan heimili sitt og þess vegna náð í byssu sína. Síðan hafi hann séð fólk hlaupa á brott og skaut til þeirra með þeim afleiðingum að stúlkan varð að hans sögn „óviljandi“ fyrir skoti. Doyle var handtekinn og hefur nú verið ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir líkamsárás með skotvopni og fyrir að hleypa ólöglega af byssu. Fólk ítrekað skotið vegna misskilnings Árásin er hluti af röð skotárása sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum nýverið og eru byggðar á misskilningi. Í aprílmánuði áttu sér stað fjórar svipaðar skotárásir á einni viku sem byggðu allar á einhvers konar sakleysislegum misskilningi fórnarlambsins. Þann 13. apríl síðastliðinn í Kansas City ætlaði hinn sextán ára Ralph Yarl að sækja tvíburabróður sinn. Hann hringdi dyrabjöllunni á vitlausu húsi og var í kjölfarið skotinn í höfuðið af 84 ára gömlum heimilismanni. Yarl hlaut alvarlega áverka en lifði af. Tveimur dögum síðar var hin tuttugu ár Kaylin Gillis skotin til bana í bænum Hebron í New York-fylki þegar hún og vinkona hennar lögðu í vitlausa innkeyrslu. Þann 18. apríl áttu sér stað tveir sambærilegir atburðir. Í Elgin í Texas voru tvær klappstýrur skotnar eftir að önnur þeirra fór upp í vitlausan bíl. Hin átján Payton Washington hlaut alvarlega áverka en lifði þó af. Sama dag skaut reiður nágranni hina sex ára gömlu Kinsley White og foreldra hennar eftir að körfubolti stúlkunnar lenti í garði mannsins. Þau lifðu öll þrjú af árásina.
Bandaríkin Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira