Leyniþjónusta rússneska hersins talin standa fyrir stórum hluta netárása á Íslandi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2023 18:55 Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. sigurjón ólason Leyniþjónusta rússneska hersins er talin standa fyrir stórum hluta þeirra netárása sem beinst hafa gegn Íslandi og öðrum NATO ríkjum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um fjölþáttaógnir. Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja skýrslu um fjölþáttaógnir, en með þeim er átt við ógn sem ekki er hernaðarleg en til þess fallin að raska stöðugleika, líkt og netárásir, njósnir og undirróðursherferðir. Í skýrslunni kemur fram að ólögleg upplýsingaöflun Rússa fari vaxandi innan Evrópu og þeir taldir ábyrgir fyrir netárásum og tilraunum til ólöglegrar upplýsingaöflunar á Íslandi. Fram kemur að frá innrás Rússa í Úkraínu hafi tíðni netárása margfaldast hér á landi. Árið 2020 fékk netöryggissveitin CERTIS 266 tilkynningar um netárásir en árið 2022 voru þær fleiri en 700. Tilkynningum hefur fjölgað gríðarlega.grafík/sara Má þar nefna gagnaleka hjá Reykjavíkurborg, netárás á Lyfjastofnun og fjögur hundruð þúsund árásir á Neyðarlínuna á einum sólarhring. Þá er leyniþjónusta rússneska hersins talin standa fyrir stórum hluta árása sem beinast gegn NATO-ríkjum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir það mat lögreglunnar að samtal þurfi að eiga sér stað á hinu pólitíska sviði um auknar varnir. „Hvort íslenska lögreglan eigi að hafa frekari heimildir til að sporna gegn þessari starfsemi? Við sjáum að það er sett sérstök löggjöf utan um starfsemi öryggisþjónustu á Norðurlöndunum sem hafa sérstakar heimildir og þetta tiltekna hlutverk, að sporna gegn þessari ólöglegu upplýsingaöflun,“ segir Runólfur Þórhallsson. Alvarlegar árásir árið 2022 þar sem spilliforritum var beitt.grafík/sara Ríkislögreglustjóri skoðar nú nokkur mál þar sem grunur leikur á að erlendir aðilar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir, en Runólfur segist ekki geta tjáð sig um fjölda þeirra mála. Hann bendir á að önnur NATO ríki hafi gripið til þess að vísa sendiráðsstarfsmönnum á brott til að draga úr hættunni á netárásum og njósnum. „Við höfum ekki gripið til þeirra ráðstöfunar hér á landi. Við erum, ólíkt öðrum löndum sem við erum í samstarfi við, ekki með her hér þannig við metum það að við séum ekki mjög hátt í forgangsröðuninni en engu að síður teljum við mjög líklegt að þessi starfsemi sé stunduð hér á landi.“ Netöryggi Rússland Netglæpir Öryggis- og varnarmál NATO Lögreglumál Tengdar fréttir Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. 10. maí 2023 12:12 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja skýrslu um fjölþáttaógnir, en með þeim er átt við ógn sem ekki er hernaðarleg en til þess fallin að raska stöðugleika, líkt og netárásir, njósnir og undirróðursherferðir. Í skýrslunni kemur fram að ólögleg upplýsingaöflun Rússa fari vaxandi innan Evrópu og þeir taldir ábyrgir fyrir netárásum og tilraunum til ólöglegrar upplýsingaöflunar á Íslandi. Fram kemur að frá innrás Rússa í Úkraínu hafi tíðni netárása margfaldast hér á landi. Árið 2020 fékk netöryggissveitin CERTIS 266 tilkynningar um netárásir en árið 2022 voru þær fleiri en 700. Tilkynningum hefur fjölgað gríðarlega.grafík/sara Má þar nefna gagnaleka hjá Reykjavíkurborg, netárás á Lyfjastofnun og fjögur hundruð þúsund árásir á Neyðarlínuna á einum sólarhring. Þá er leyniþjónusta rússneska hersins talin standa fyrir stórum hluta árása sem beinast gegn NATO-ríkjum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir það mat lögreglunnar að samtal þurfi að eiga sér stað á hinu pólitíska sviði um auknar varnir. „Hvort íslenska lögreglan eigi að hafa frekari heimildir til að sporna gegn þessari starfsemi? Við sjáum að það er sett sérstök löggjöf utan um starfsemi öryggisþjónustu á Norðurlöndunum sem hafa sérstakar heimildir og þetta tiltekna hlutverk, að sporna gegn þessari ólöglegu upplýsingaöflun,“ segir Runólfur Þórhallsson. Alvarlegar árásir árið 2022 þar sem spilliforritum var beitt.grafík/sara Ríkislögreglustjóri skoðar nú nokkur mál þar sem grunur leikur á að erlendir aðilar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir, en Runólfur segist ekki geta tjáð sig um fjölda þeirra mála. Hann bendir á að önnur NATO ríki hafi gripið til þess að vísa sendiráðsstarfsmönnum á brott til að draga úr hættunni á netárásum og njósnum. „Við höfum ekki gripið til þeirra ráðstöfunar hér á landi. Við erum, ólíkt öðrum löndum sem við erum í samstarfi við, ekki með her hér þannig við metum það að við séum ekki mjög hátt í forgangsröðuninni en engu að síður teljum við mjög líklegt að þessi starfsemi sé stunduð hér á landi.“
Netöryggi Rússland Netglæpir Öryggis- og varnarmál NATO Lögreglumál Tengdar fréttir Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. 10. maí 2023 12:12 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Erlendir njósnarar á Íslandi til skoðunar Ríkislögreglustjóri er með til skoðunar nokkur mál þar sem grunur leikur á því að erlendir ríkisborgarar hafi komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að stunda njósnir. Yfirlögregluþjónn segir grun um að þær beinist að pólitískum ákvörðunum, stofnunum og rannsóknum. 10. maí 2023 12:12