„Ég bregst liðinu mínu þar og tek það á mig“ Kári Mímisson skrifar 10. maí 2023 22:21 Sigursteinn í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Sigursteinn Arndal var skiljanlega afar svekktur þegar hann mætti í viðtal strax eftir grátlegt tap FH gegn ÍBV nú í kvöld. Tapið þýðir að FH er úr leik í úrslitakeppninni og þarf að gera sumarfrí sér að góðu. ÍBV sópar sínu öðru einvígi í þessari úrslitakeppni og líta mjög vel út þessa stundina. „Það er bara erfitt að finna orð, ég er ógeðslega svekktur en á sama tíma rosalega stoltur af mínu liði og hvernig við fórum í gegnum þetta. Ég ætla ekki að ljúga neinu, þetta var risa högg að tapa síðasta leik þar sem við spiluðum leikinn alveg frábærlega. Köstum því frá okkur en mættum hér í dag í hörku leik,“ sagði afar svekktur Sigursteinn eftir leikinn í kvöld og hélt svo áfram. „Þeir voru klárir og þetta var gríðarlega erfiður leikur en við sýndum mikinn karakter að tryggja okkur inn í framlenginguna. Í framlengingunni þá gerast hlutir sem að ég verð að taka á mig. Ég fæ tvær mínútur á rándýrum tímapunkti. Ég bregst liðinu mínu þar og tek það á mig en ég verð að segja það að við erum á mjög vondum stað og ef að tilfinningar eins og það að ég hoppi upp af bekknum og reyni að framkalla dóm, sem við fengum því það var fótur þarna.“ „Ef að þetta er stærsti glæpur sem hægt er að gera í framlengingu þá erum við á vondum stað. Mér fannst dómararnir algjörlega bregðast þar og þetta er krúsíal móment. Ég vil undirstrika að ég er ótrúlega stoltur af liðinu mínu og hvernig þeir tækluðu þennan leik. Þetta er búið að vera frábær vetur og við náðum okkur í 31 stig, fórum í gegnum átta liða úrslitin sem einhverjir voru búnir að segja að væri hindrun og við töpuðum 3-0 fyrir ÍBV og mig langar að óska þeim til hamingju með það, þeir voru frábærir en ég er mjög stoltur af liðinu mínu í vetur.“ Atvikið sem hafði hvað mest áhrif á leikinn var þegar að Sigursteinn fær tveggja mínútna brottvísun fyrir eitthvað sem gerist á bekknum. Dagur Arnarsson virðist fá boltann í fótinn en í stað þess að fá boltann fá FH tveggja mínútna brottvísun, sagði Sigursteinn ekkert við dómarann? „Ég tek það algjörlega á mig að í öllum hamaganginum þá hoppa ég upp af bekknum. Maður er vissulega ekki einhver 75 kíló þannig að þetta sést. Ég var ekki orðljótur eða þess háttar. Ég hoppa til að vekja athygli á þessu og fyrir það fæ ég tvær mínútur.“ Jóhannes Berg Andrason skoraði flautumark og tryggði FH framlengingu. Hvernig voru tilfinningarnar eftir það? „Yndislegar og frábærar. Við vorum nýbúnir að klikka á víti þarna rétt á undan en gáfum okkur tíma og sýnum þá ró sem þurfti og uppskerum frábært mark. Þannig mjög svekkjandi að það skyldi ekki gilda, mómentið fór þarna seinna í framlengingunni.“ Sigursteinn gat leyft sér að brosa þegar FH kom leiknum í framlengingu.Vísir/Vilhelm Phil Döhler, markvörður FH hefur verið frábær í vetur. Hann er nú að verða samningslaus og á sama tíma hefur FH samið við Daníel Frey Andrésson um að leika með liðinu á næsta ári. Sigursteinn segir að Döhler vilji reyna fyrir sér í stærri deild en sé þó alltaf velkominn aftur í Kaplakrika. „Mál Phil Döhlers eru ekki ljós og það eina sem er öruggt er að Phil hefur haft áhuga á því að fara út og reyna fyrir sér í stærri deild. Við höfum allan tíman sagt það að við styðjum hann í því. Phil Döhler verður alltaf velkominn í FH ef að það er það sem hann vill. Við höfum átt mjög gott samtal við Phil enda hefur hann þjónustað okkur frábærlega síðustu ár en hugur hans stefnir í stærri deild. “ Handbolti FH Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍBV 29-31 | Eyjamenn mættu með sópinn í Krikann og eru komnir í úrslit ÍBV er komið í úrslit Olís-deildar karla í handbolta eftir tveggja marka sigur á FH í Kaplakrika í framlengdum leik. Um var að ræða þriðja leik liðanna í einvíginu en þar sem ÍBV vann fyrstu tvo leikina má með sanni segja að Eyjamenn hafi sópað FH í sumarfrí. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. maí 2023 21:05 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
„Það er bara erfitt að finna orð, ég er ógeðslega svekktur en á sama tíma rosalega stoltur af mínu liði og hvernig við fórum í gegnum þetta. Ég ætla ekki að ljúga neinu, þetta var risa högg að tapa síðasta leik þar sem við spiluðum leikinn alveg frábærlega. Köstum því frá okkur en mættum hér í dag í hörku leik,“ sagði afar svekktur Sigursteinn eftir leikinn í kvöld og hélt svo áfram. „Þeir voru klárir og þetta var gríðarlega erfiður leikur en við sýndum mikinn karakter að tryggja okkur inn í framlenginguna. Í framlengingunni þá gerast hlutir sem að ég verð að taka á mig. Ég fæ tvær mínútur á rándýrum tímapunkti. Ég bregst liðinu mínu þar og tek það á mig en ég verð að segja það að við erum á mjög vondum stað og ef að tilfinningar eins og það að ég hoppi upp af bekknum og reyni að framkalla dóm, sem við fengum því það var fótur þarna.“ „Ef að þetta er stærsti glæpur sem hægt er að gera í framlengingu þá erum við á vondum stað. Mér fannst dómararnir algjörlega bregðast þar og þetta er krúsíal móment. Ég vil undirstrika að ég er ótrúlega stoltur af liðinu mínu og hvernig þeir tækluðu þennan leik. Þetta er búið að vera frábær vetur og við náðum okkur í 31 stig, fórum í gegnum átta liða úrslitin sem einhverjir voru búnir að segja að væri hindrun og við töpuðum 3-0 fyrir ÍBV og mig langar að óska þeim til hamingju með það, þeir voru frábærir en ég er mjög stoltur af liðinu mínu í vetur.“ Atvikið sem hafði hvað mest áhrif á leikinn var þegar að Sigursteinn fær tveggja mínútna brottvísun fyrir eitthvað sem gerist á bekknum. Dagur Arnarsson virðist fá boltann í fótinn en í stað þess að fá boltann fá FH tveggja mínútna brottvísun, sagði Sigursteinn ekkert við dómarann? „Ég tek það algjörlega á mig að í öllum hamaganginum þá hoppa ég upp af bekknum. Maður er vissulega ekki einhver 75 kíló þannig að þetta sést. Ég var ekki orðljótur eða þess háttar. Ég hoppa til að vekja athygli á þessu og fyrir það fæ ég tvær mínútur.“ Jóhannes Berg Andrason skoraði flautumark og tryggði FH framlengingu. Hvernig voru tilfinningarnar eftir það? „Yndislegar og frábærar. Við vorum nýbúnir að klikka á víti þarna rétt á undan en gáfum okkur tíma og sýnum þá ró sem þurfti og uppskerum frábært mark. Þannig mjög svekkjandi að það skyldi ekki gilda, mómentið fór þarna seinna í framlengingunni.“ Sigursteinn gat leyft sér að brosa þegar FH kom leiknum í framlengingu.Vísir/Vilhelm Phil Döhler, markvörður FH hefur verið frábær í vetur. Hann er nú að verða samningslaus og á sama tíma hefur FH samið við Daníel Frey Andrésson um að leika með liðinu á næsta ári. Sigursteinn segir að Döhler vilji reyna fyrir sér í stærri deild en sé þó alltaf velkominn aftur í Kaplakrika. „Mál Phil Döhlers eru ekki ljós og það eina sem er öruggt er að Phil hefur haft áhuga á því að fara út og reyna fyrir sér í stærri deild. Við höfum allan tíman sagt það að við styðjum hann í því. Phil Döhler verður alltaf velkominn í FH ef að það er það sem hann vill. Við höfum átt mjög gott samtal við Phil enda hefur hann þjónustað okkur frábærlega síðustu ár en hugur hans stefnir í stærri deild. “
Handbolti FH Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍBV 29-31 | Eyjamenn mættu með sópinn í Krikann og eru komnir í úrslit ÍBV er komið í úrslit Olís-deildar karla í handbolta eftir tveggja marka sigur á FH í Kaplakrika í framlengdum leik. Um var að ræða þriðja leik liðanna í einvíginu en þar sem ÍBV vann fyrstu tvo leikina má með sanni segja að Eyjamenn hafi sópað FH í sumarfrí. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. maí 2023 21:05 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Leik lokið: FH - ÍBV 29-31 | Eyjamenn mættu með sópinn í Krikann og eru komnir í úrslit ÍBV er komið í úrslit Olís-deildar karla í handbolta eftir tveggja marka sigur á FH í Kaplakrika í framlengdum leik. Um var að ræða þriðja leik liðanna í einvíginu en þar sem ÍBV vann fyrstu tvo leikina má með sanni segja að Eyjamenn hafi sópað FH í sumarfrí. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. maí 2023 21:05
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita