Munu fara fram á himinháar bætur frá Grænlendingum Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2023 13:45 Fyrirhuguð námuvinnsla átti að fara fram í Kvanefledet, ekki langt frá bænum Narsaq á suðvesturströnd Grænlands. Getty Ástralska námuvinnslufyrirtækið Energy Transition Minerals, sem áður hét Greenland Minerals, ætla sér að stefna dönskum og grænlenskum stjórnvöldum og fara fram á himinháar skaðabætur, fái fyrirtækið ekki heimild til að halda fyrirhugaðri námuvinnslu áfram í Kuannersuit. Verði ekki farið að kröfum fyrirtækisins verði farið fram á 15 milljarða danskra króna í skaðabætur, rúmlega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Danska blaðið Politiken segir frá þessu en málið má rekja til ákvörðunar grænlensku heimastjórnarinnar að banna alla úranvinnslu á Grænlandi. Ástralska fyrirtækið vill meina að ákvörðun heimastjórnarinnar um að stöðva námuvinnslu fyrirtækisins hafi falið í sér brot á reglum. Málið er nú á borði sérstaks dansks gerðardóms en svo kann að fara að málið rati til almennra dómstóla. Fer námuvinnslufyrirtækið fram á að fallið verði frá banninu og að fyrirtækið fái heimild til vinnslunnar, eða þá að fá greiddar himinháar skaðabætur úr hendi danska ríkisins og Grænlands. Politiken segir ennfremur að samkomulag hafi náðst um að dönsk stjórnvöld greiði þriðjung alls lögfræðikostnaðar í málinu. Missir ekki svefn vegna málsins Haft er eftir Jørgen Hammeken-Holm, ráðuneytisstjóra í danska auðlindaráðuneytinu, að málið sé ekki þannig vaxið að hann missi svefn vegna þess. „Það er alþekkt að fyrirtæki líkt og þetta ástralska stefni ríkisstjórnum og fari fram á gegndarlausar skaðabætur. Því hærri upphæð, því meira er því ætlað að láta mótaðilann skjálfa á beinunum.“ Var helsta kosningamálið Námuvinnsluverkefni Greenland Minerals var helsta kosningamálið í grænlensku þingkosningunum 2021 þar sem andstæðingar verkefnisins náðu meirihluta á grænlenska þinginu og lögðu skömmu síðar bann við úranvinnslu sem varð til þess að ekkert varð úr verkefninu. Greenland Minerals hafði þá verið starfandi á Grænlandi frá árinu 2007 með það að markmiði að hefja þar vinnslu á málmum. Í Kvanefjeldet í Kuannersuit er líka að finna úran og vinnsla á slíku yrði ávallt óhjákvæmilegur fylgifiskur fyrirhugaðrar málmvinnslunnar þar. Grænland Danmörk Námuvinnsla Tengdar fréttir Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. 13. desember 2021 11:15 Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Verði ekki farið að kröfum fyrirtækisins verði farið fram á 15 milljarða danskra króna í skaðabætur, rúmlega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Danska blaðið Politiken segir frá þessu en málið má rekja til ákvörðunar grænlensku heimastjórnarinnar að banna alla úranvinnslu á Grænlandi. Ástralska fyrirtækið vill meina að ákvörðun heimastjórnarinnar um að stöðva námuvinnslu fyrirtækisins hafi falið í sér brot á reglum. Málið er nú á borði sérstaks dansks gerðardóms en svo kann að fara að málið rati til almennra dómstóla. Fer námuvinnslufyrirtækið fram á að fallið verði frá banninu og að fyrirtækið fái heimild til vinnslunnar, eða þá að fá greiddar himinháar skaðabætur úr hendi danska ríkisins og Grænlands. Politiken segir ennfremur að samkomulag hafi náðst um að dönsk stjórnvöld greiði þriðjung alls lögfræðikostnaðar í málinu. Missir ekki svefn vegna málsins Haft er eftir Jørgen Hammeken-Holm, ráðuneytisstjóra í danska auðlindaráðuneytinu, að málið sé ekki þannig vaxið að hann missi svefn vegna þess. „Það er alþekkt að fyrirtæki líkt og þetta ástralska stefni ríkisstjórnum og fari fram á gegndarlausar skaðabætur. Því hærri upphæð, því meira er því ætlað að láta mótaðilann skjálfa á beinunum.“ Var helsta kosningamálið Námuvinnsluverkefni Greenland Minerals var helsta kosningamálið í grænlensku þingkosningunum 2021 þar sem andstæðingar verkefnisins náðu meirihluta á grænlenska þinginu og lögðu skömmu síðar bann við úranvinnslu sem varð til þess að ekkert varð úr verkefninu. Greenland Minerals hafði þá verið starfandi á Grænlandi frá árinu 2007 með það að markmiði að hefja þar vinnslu á málmum. Í Kvanefjeldet í Kuannersuit er líka að finna úran og vinnsla á slíku yrði ávallt óhjákvæmilegur fylgifiskur fyrirhugaðrar málmvinnslunnar þar.
Grænland Danmörk Námuvinnsla Tengdar fréttir Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. 13. desember 2021 11:15 Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. 13. desember 2021 11:15
Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06