Skipulag vinnumarkaðar - steinn í götu jafnréttis Maj-Britt Hjördís Briem skrifar 12. maí 2023 12:00 Skipulag vinnumarkaðarins stendur jafnrétti á vinnumarkaði fyrir þrifum. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa lengi bent á að launamunur kynja undanfarin ár hefur einna helst birst í mun á heildarlaunum karla og kvenna. Það endurspeglast meðal annars í þeirri staðreynd að hlutastörf eru algengari meðal kvenna en karla og að karlar vinna umtalsvert meiri yfirvinnu en konur. Hátt hlutfall álags- og yfirvinnugreiðslna hefur áhrif til hækkunar á meðaltímakaupi, enda yfirvinnustund að jafnaði 60–80% dýrari en dagvinnustund. Samanburður á milli Íslands og annarra ríkja sýnir að yfirvinnugreiðslur hér á landi eru töluvert meiri en til að mynda á Norðurlöndunum. Slíkt vinnufyrirkomulag er engum til góðs og í beinni þversögn við áherslu á styttingu vinnuvikunnar. Það er því mikið jafnréttismál að ræða breytingar á skilgreindu dagvinnutímabili í kjarasamningum, uppgjörstímabili yfirvinnu, álagsgreiðslum og öðrum þáttum. Mikilvægt er að stuðla að auknum hlut dagvinnulauna í heildarlaunum sem hefur áhrif á mun á heildarlaunum karla og kvenna. SA hafa bent á að lengri vinnutími karla en kvenna, og þar af leiðandi hærri tekjur, hafi áhrif á lífeyriskjör, konum í óhag. Það liggur því í augum upp hversu mikið jafnréttismál það er að saman dragi í vinnutíma kynjanna, bæði hvað varðar hlutastörf og yfirvinnu. Aftur á móti hafa þessar áherslur SA hlotið lítinn hljómgrunn við kjarasamningsborðið. Ennfremur endurspeglar mun meiri yfirvinna karla en kvenna ójafna fjölskylduábyrgð kynjanna. SA hafa lengi talað fyrir auknum sveigjanleika á vinnumarkaði, meðal annars svo foreldrar eigi auðveldara með að samræma atvinnu- og fjölskyldulíf og taka jafnan þátt í þriðju vaktinni sem lendir almennt frekar á herðum kvenna. Brúum umönnunarbilið - brjótum glerþakið SA telja brúun umönnunarbilsins vera eina áhrifaríkustu leiðina til að jafna hlut kynjanna á vinnumarkaði. Fæðingarorlofslöggjöfin var einnig mikilvæg varða á leiðinni í átt til jafnréttis á vinnumarkaði, en áður en til lagasetningarinnar kom heyrði það til undantekninga að feður tækju fæðingarorlof. Þeim fjölgaði hins vegar ört árin á eftir og í dag taka feður hér á landi fleiri vikur í fæðingarorlof en feður á hinum Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að horfast í augu við þá staðreynd að innan vinnustaða gegna karlar og konur ólíkum stöðum og karlar eru oftar ofar í valdastiganum en konur. Það er hægt að færa fyrir því sterk rök að samhengi sé á milli samfelldrar þátttöku kvenna á vinnumarkaði og aukins hlutar þeirra í stjórnunarstöðum sem geri þeim enn fremur kleift að sækja fram á fleiri sviðum. Brúun umönnunarbilsins og það að feður taki fæðingarorlof eru því skilvirkar leiðir til að draga úr heildarlaunamun kynjanna. Tryggjum félagslegt vinnuumhverfi Öruggt félagslegt umhverfi eflir öll kyn og stuðlar að starfsþróun þeirra. Bæði alþjóðlegar og norrænar rannsóknir á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum gefa sterkar vísbendingar um að konur séu í meirihluta þolenda. Því er brýnt að tryggja félagslegt vinnuumhverfi og stuðla að forvörnum gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum. Þrátt fyrir að fjölmörg fyrirtæki standi sig frábærlega í forvörnum og geri reglulega áhættumat á þessum þáttum sýna rannsóknir að gerð áhættumats á félagslegu vinnuumhverfi er ábótavant á íslenskum vinnumarkaði. SA vilja leggja sín lóð á þessar vogarskálar og hafa því einsett sér að aðstoða fyrirtæki við gerð áhættumats og vinna nú að gerð stafrænna verkfæra, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og Vinnueftirlitið. Þessi verkfæri eiga að auðvelda fyrirtækjum að meta áhættuþætti í félagslegu vinnuumhverfi með það að markmiði að koma í veg fyrir hvers kyns áreitni og einelti á vinnustöðum. Óhætt er að segja að fyrirtæki hafi, undanfarin ár, tekið jafnréttismál gagngert til endurskoðunar og sett þau á oddinn í starfi sínu. Áherslan hefur um nokkurt skeið verið á launamun kynjanna og kynjahlutföll innan stjórna fyrirtækja. Auk þess horfa fyrirtæki einnig, í auknum mæli, til atriða eins og starfsumhverfis, vinnustaðamenningar, sýnileika kvenna og ákvörðunar- og áhrifavalds þeirra innan fyrirtækjanna. Þá hafa SA bent á fleiri árangursríkar leiðir hvað varðar launamun kynjanna, sem dæmi: Vottun verði valkvæð og Ráðumst að rót vandans. Margt þarf hins vegar að koma til svo þær séu færar, til að mynda samstaða aðila vinnumarkaðarins, breytingar á skipulagi vinnumarkaðarins, aðkoma stjórnvalda, brúun umönnunarbilsins, öruggt félagslegt vinnuumhverfi, vinna gegn staðalímyndum og fleira mætti nefna. SA eru hins vegar stolt af þeim árangri sem náðst hefur í jafnréttismálum, ekki síst fyrir tilstuðlan fyrirtækjanna í landinu, og halda ótrauð áfram, skref fyrir skref, í átt að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Maj-Britt Hjördís Briem Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Skipulag vinnumarkaðarins stendur jafnrétti á vinnumarkaði fyrir þrifum. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa lengi bent á að launamunur kynja undanfarin ár hefur einna helst birst í mun á heildarlaunum karla og kvenna. Það endurspeglast meðal annars í þeirri staðreynd að hlutastörf eru algengari meðal kvenna en karla og að karlar vinna umtalsvert meiri yfirvinnu en konur. Hátt hlutfall álags- og yfirvinnugreiðslna hefur áhrif til hækkunar á meðaltímakaupi, enda yfirvinnustund að jafnaði 60–80% dýrari en dagvinnustund. Samanburður á milli Íslands og annarra ríkja sýnir að yfirvinnugreiðslur hér á landi eru töluvert meiri en til að mynda á Norðurlöndunum. Slíkt vinnufyrirkomulag er engum til góðs og í beinni þversögn við áherslu á styttingu vinnuvikunnar. Það er því mikið jafnréttismál að ræða breytingar á skilgreindu dagvinnutímabili í kjarasamningum, uppgjörstímabili yfirvinnu, álagsgreiðslum og öðrum þáttum. Mikilvægt er að stuðla að auknum hlut dagvinnulauna í heildarlaunum sem hefur áhrif á mun á heildarlaunum karla og kvenna. SA hafa bent á að lengri vinnutími karla en kvenna, og þar af leiðandi hærri tekjur, hafi áhrif á lífeyriskjör, konum í óhag. Það liggur því í augum upp hversu mikið jafnréttismál það er að saman dragi í vinnutíma kynjanna, bæði hvað varðar hlutastörf og yfirvinnu. Aftur á móti hafa þessar áherslur SA hlotið lítinn hljómgrunn við kjarasamningsborðið. Ennfremur endurspeglar mun meiri yfirvinna karla en kvenna ójafna fjölskylduábyrgð kynjanna. SA hafa lengi talað fyrir auknum sveigjanleika á vinnumarkaði, meðal annars svo foreldrar eigi auðveldara með að samræma atvinnu- og fjölskyldulíf og taka jafnan þátt í þriðju vaktinni sem lendir almennt frekar á herðum kvenna. Brúum umönnunarbilið - brjótum glerþakið SA telja brúun umönnunarbilsins vera eina áhrifaríkustu leiðina til að jafna hlut kynjanna á vinnumarkaði. Fæðingarorlofslöggjöfin var einnig mikilvæg varða á leiðinni í átt til jafnréttis á vinnumarkaði, en áður en til lagasetningarinnar kom heyrði það til undantekninga að feður tækju fæðingarorlof. Þeim fjölgaði hins vegar ört árin á eftir og í dag taka feður hér á landi fleiri vikur í fæðingarorlof en feður á hinum Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að horfast í augu við þá staðreynd að innan vinnustaða gegna karlar og konur ólíkum stöðum og karlar eru oftar ofar í valdastiganum en konur. Það er hægt að færa fyrir því sterk rök að samhengi sé á milli samfelldrar þátttöku kvenna á vinnumarkaði og aukins hlutar þeirra í stjórnunarstöðum sem geri þeim enn fremur kleift að sækja fram á fleiri sviðum. Brúun umönnunarbilsins og það að feður taki fæðingarorlof eru því skilvirkar leiðir til að draga úr heildarlaunamun kynjanna. Tryggjum félagslegt vinnuumhverfi Öruggt félagslegt umhverfi eflir öll kyn og stuðlar að starfsþróun þeirra. Bæði alþjóðlegar og norrænar rannsóknir á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum gefa sterkar vísbendingar um að konur séu í meirihluta þolenda. Því er brýnt að tryggja félagslegt vinnuumhverfi og stuðla að forvörnum gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum. Þrátt fyrir að fjölmörg fyrirtæki standi sig frábærlega í forvörnum og geri reglulega áhættumat á þessum þáttum sýna rannsóknir að gerð áhættumats á félagslegu vinnuumhverfi er ábótavant á íslenskum vinnumarkaði. SA vilja leggja sín lóð á þessar vogarskálar og hafa því einsett sér að aðstoða fyrirtæki við gerð áhættumats og vinna nú að gerð stafrænna verkfæra, í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og Vinnueftirlitið. Þessi verkfæri eiga að auðvelda fyrirtækjum að meta áhættuþætti í félagslegu vinnuumhverfi með það að markmiði að koma í veg fyrir hvers kyns áreitni og einelti á vinnustöðum. Óhætt er að segja að fyrirtæki hafi, undanfarin ár, tekið jafnréttismál gagngert til endurskoðunar og sett þau á oddinn í starfi sínu. Áherslan hefur um nokkurt skeið verið á launamun kynjanna og kynjahlutföll innan stjórna fyrirtækja. Auk þess horfa fyrirtæki einnig, í auknum mæli, til atriða eins og starfsumhverfis, vinnustaðamenningar, sýnileika kvenna og ákvörðunar- og áhrifavalds þeirra innan fyrirtækjanna. Þá hafa SA bent á fleiri árangursríkar leiðir hvað varðar launamun kynjanna, sem dæmi: Vottun verði valkvæð og Ráðumst að rót vandans. Margt þarf hins vegar að koma til svo þær séu færar, til að mynda samstaða aðila vinnumarkaðarins, breytingar á skipulagi vinnumarkaðarins, aðkoma stjórnvalda, brúun umönnunarbilsins, öruggt félagslegt vinnuumhverfi, vinna gegn staðalímyndum og fleira mætti nefna. SA eru hins vegar stolt af þeim árangri sem náðst hefur í jafnréttismálum, ekki síst fyrir tilstuðlan fyrirtækjanna í landinu, og halda ótrauð áfram, skref fyrir skref, í átt að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. Höfundur er lögmaður á vinnumarkaðssviði SA.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar