Gekk fram á „sæskrímsli“ í fjörunni við Geldinganes Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. maí 2023 14:35 Hvorki Björn né hundurinn hans voru sérstaklega spenntir þegar þeir löbbuðu fram á 30 sentímetra langan orminn. Vísir Leiðsögumaðurinn Björn Júlíus Grímsson gekk fram á það sem líkist risastórri syndandi margfætlu í fjörunni við Geldinganes í gær. Hann grínast með að um „sæskrímsli“ hafi verið að ræða. Líffræðingur segir að þarna sé á ferðinni sérlega glæsilegt eintak af burstaormi. „Ég var á göngu með hundinn þegar ég tók eftir einhverju synda í sjónum. Ég hélt fyrst að þetta væri áll og ég er nú alinn upp á Akranesi, vanur að veiða alla daga og hélt þess vegna að ég hefði séð allt en þetta hef ég aldrei séð áður.“ Hann segist hafa rifið upp símann og tekið mynd og haldið hundinum frá dýrinu, sem hafi synt upp í fjöru um skamma stund. „Þetta var líklega um þrjátíu sentímetrar að stærð. Ég hugsaði bara hvað þetta væri ógeðslegt og tók upp símann, kannski vegna þess að vinkona mín er með fóbíu fyrir þúsundfætlum og ég ætlaði að stríða henni. Svo áttaði ég mig á því að ég vissi ekkert hvað þetta var.“ Mest hissa segist Björn hafa verið á því hve mikið hafi verið af dýrategundinni í fjörunni í gær. „Þetta var örstutt labb sem ég tók þarna og ætli ég hafi ekki, án þess að ýkja, séð svona fimm eða sex.“ Ráðgátan leyst Færsla Bjarnar á samfélagsmiðlum þar sem hann grínast með að um sæskrímsli sé að ræða hefur vakið mikla athygli. Björn segist hafa spurst fyrir í kringum sig um dýrið, meðal annars hjá sér reyndari mönnum. „Það er fólk sem hefur búið alla sína tíð í grenndinni við sjóinn, meðal annars úti í Eyjum, en það hafði aldrei séð þetta áður eða heyrt um þetta.“ Á endanum hafi hollensk vinkona hans sem jafnframt er skriðdýrasérfræðingur leyst ráðgátuna. „Hún sendi mér hlekk að grein þar sem kemur fram að þetta sé það sem við köllum ofvaxinn burstaormur á íslensku og bætti því við í þokkabót að þeir gætu bitið!“ segir Björn og viðbjóðurinn leynir sér ekki í röddinni. „Fólk ætti kannski að sleppa sjósundinu eftir vinnu,“ bætir Björn við í gríni en sjósund er vinsælt á svæðinu. Sjósund er nokkuð vinsælt í grennd við svæðið þar sem Björn gekk fram á ormana.Vísir/Vilhelm Glæsilegt eintak Vísir bar myndbandið undir líffræðinginn Jón Már Halldórsson sem staðfesti að þarna væri burstaormur á ferðinni. Hann kveðst að vísu nokkuð ryðgaður í burstaormafræðunum, enda eru 23 ár síðan hann skrifaði grein um tegundina á Vísindavefinn. „En ég er nokkuð viss um að þetta sé glæsilegt eintak af einum slíkum,“ segir Jón Már sem bætir því spurður að hann hafi ekki heyrt að tegundin bíti fólk. „Ég hef aldrei heyrt að þeir geti skaðað fólk eða blóðgað með biti en náttúran leynir á sér. Ég hef heyrt að stórar krossköngulær hafi bitið börn til blóðs. Mér sýnist munnlimir þeirra ekki vera þess eðlis.“ Í grein sinni á Vísindavefnum segir Jón Már að burstaormar séu gríðarlega fjölskrúðugur hópur dýra og verðugir athygli þeirra sem áhuga hafa á að kynna sér lífríkið í fjörum hérlendis. „Meðal annars er þar að finna burstaorm sem nefnist risaskeri og getur orðið fáeinir tugir sentimetra á lengd.“ Algengt sé að burstaormar lifi í einhvers konar göngum sem þeir grafi sér í mjúkum sjávarbotninum. „Hér við land er ein burstaormategund öðrum kunnari fyrir þá iðju en það er sandmaðkurinn (Arenicola marina) sem lifir í leirum hér við land og þekkist á saurhrúgum sem hann skilur eftir sig við holur sínar.“ Burstaormar eru gríðarlega fjölskrúðugur hópur dýra að sögn Jóns. Vísir/Getty Reykjavík Dýr Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Ég var á göngu með hundinn þegar ég tók eftir einhverju synda í sjónum. Ég hélt fyrst að þetta væri áll og ég er nú alinn upp á Akranesi, vanur að veiða alla daga og hélt þess vegna að ég hefði séð allt en þetta hef ég aldrei séð áður.“ Hann segist hafa rifið upp símann og tekið mynd og haldið hundinum frá dýrinu, sem hafi synt upp í fjöru um skamma stund. „Þetta var líklega um þrjátíu sentímetrar að stærð. Ég hugsaði bara hvað þetta væri ógeðslegt og tók upp símann, kannski vegna þess að vinkona mín er með fóbíu fyrir þúsundfætlum og ég ætlaði að stríða henni. Svo áttaði ég mig á því að ég vissi ekkert hvað þetta var.“ Mest hissa segist Björn hafa verið á því hve mikið hafi verið af dýrategundinni í fjörunni í gær. „Þetta var örstutt labb sem ég tók þarna og ætli ég hafi ekki, án þess að ýkja, séð svona fimm eða sex.“ Ráðgátan leyst Færsla Bjarnar á samfélagsmiðlum þar sem hann grínast með að um sæskrímsli sé að ræða hefur vakið mikla athygli. Björn segist hafa spurst fyrir í kringum sig um dýrið, meðal annars hjá sér reyndari mönnum. „Það er fólk sem hefur búið alla sína tíð í grenndinni við sjóinn, meðal annars úti í Eyjum, en það hafði aldrei séð þetta áður eða heyrt um þetta.“ Á endanum hafi hollensk vinkona hans sem jafnframt er skriðdýrasérfræðingur leyst ráðgátuna. „Hún sendi mér hlekk að grein þar sem kemur fram að þetta sé það sem við köllum ofvaxinn burstaormur á íslensku og bætti því við í þokkabót að þeir gætu bitið!“ segir Björn og viðbjóðurinn leynir sér ekki í röddinni. „Fólk ætti kannski að sleppa sjósundinu eftir vinnu,“ bætir Björn við í gríni en sjósund er vinsælt á svæðinu. Sjósund er nokkuð vinsælt í grennd við svæðið þar sem Björn gekk fram á ormana.Vísir/Vilhelm Glæsilegt eintak Vísir bar myndbandið undir líffræðinginn Jón Már Halldórsson sem staðfesti að þarna væri burstaormur á ferðinni. Hann kveðst að vísu nokkuð ryðgaður í burstaormafræðunum, enda eru 23 ár síðan hann skrifaði grein um tegundina á Vísindavefinn. „En ég er nokkuð viss um að þetta sé glæsilegt eintak af einum slíkum,“ segir Jón Már sem bætir því spurður að hann hafi ekki heyrt að tegundin bíti fólk. „Ég hef aldrei heyrt að þeir geti skaðað fólk eða blóðgað með biti en náttúran leynir á sér. Ég hef heyrt að stórar krossköngulær hafi bitið börn til blóðs. Mér sýnist munnlimir þeirra ekki vera þess eðlis.“ Í grein sinni á Vísindavefnum segir Jón Már að burstaormar séu gríðarlega fjölskrúðugur hópur dýra og verðugir athygli þeirra sem áhuga hafa á að kynna sér lífríkið í fjörum hérlendis. „Meðal annars er þar að finna burstaorm sem nefnist risaskeri og getur orðið fáeinir tugir sentimetra á lengd.“ Algengt sé að burstaormar lifi í einhvers konar göngum sem þeir grafi sér í mjúkum sjávarbotninum. „Hér við land er ein burstaormategund öðrum kunnari fyrir þá iðju en það er sandmaðkurinn (Arenicola marina) sem lifir í leirum hér við land og þekkist á saurhrúgum sem hann skilur eftir sig við holur sínar.“ Burstaormar eru gríðarlega fjölskrúðugur hópur dýra að sögn Jóns. Vísir/Getty
Reykjavík Dýr Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent