„Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. maí 2023 11:34 Ragnar Þór stendur fyrir mótmælum á Austurvelli klukkan 14 í dag. Hann segist ekki ætla að láta rigningu á sig fá, enda sé mun meira í húfi. Vísir/Vilhelm Í dag kemur í ljós hvort fólkið í landinu sé tilbúið að rísa upp og mótmæla því ástandi sem skapast hefur í samfélaginu, segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli klukkan tvö. Yfirskrift mótmælanna er RÍSUM UPP. Fram koma Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda. Magga Stína stýrir fundarstjórn og Valdimar verður með tónlistaratriði. Þá verður Ragnar þór Ingólfsson, formaður VR einnig með erindi en hann stendur fyrir mótmælunum í dag. Óprúttnir aðilar senda skilaboð um að fundinum sé aflýst Ragnar segist hafa fundið fyrir gríðarlegum meðbyr og að hann eigi von á fjölda fólks í dag. Þó hafi hann heyrt af því að einhverjir óprúttnir aðilar séu að senda skilaboð um að fundinum hafi verið aflýst. „Sem er náttúrulega mjög athyglisvert en það skal tekið fram að fundurinn verður sannarlega og við munum halda okkar striki.“ Hann segist ekki vita hverjir standi að baki skilaboðanna en verið sé að kanna málið og komast til botns í því. „En þetta kemur manni svo sem ekkert á óvart í dag, miðað við hvernig samfélagi við búum í, því miður.“ Ragnar segir þetta aðeins byrjunina í dag og til standi að boða til fleiri mótmæla. Staða launafólks sé að versna, um helmingur þeirra eigi í erfiðleikum með að ná endum saman og ljóst sé að staðan muni halda áfram að versna til mikilla muna. „En síðan verður bara að koma í ljós hvort að fólk sé tilbúið að rísa upp, hvort staðan sé orðin nægilega slæm og fólk sé tilbúið að mæta á svona fundi. Það verður að koma í ljós klukkan tvö í dag.“ Nú er spáð ausandi rigningu, heldurðu að það muni hafa áhrif á mætinguna? „Það hefur ekki áhrif á mig. En mögulega. Ég hvet þá fólk bara til að klæða sig eftir aðstæðum. Það verður hægviðri og þó það verði mögulega einhver smá rigning að láta það ekki á okkur fá. Það er miklu meira í húfi heldur en rigningin.“ „Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur“ Mótmælin í dag snúast að sögn Ragnars fyrst og fremst um forgangsröðun ríkistjórnarinnar sem hafi miðast að því að ýta frekar undir lífskjaraskerðingu almennings á meðan breiðu bökunum er hlíft. „Við sjáum bankana og gríðarlega háa stýrivexti sem Seðlabankinn hefur dæmt yfir þjóðina,“ segir hann og heldur áfram. „Þessi tilfærsla á fjármunum og eignum sem er að eiga sér stað, við sjáum auknar vaxtatekjur bankanna upp á 25 milljarða ef allt er tekið með. Við gætum byggt 500 hagkvæmar íbúðir fyrir þessa upphæð og þetta er bara á fyrsta ársfjórðungi, þessi aukning. Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur.“ Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir „Staðan er að versna og hún mun versna“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. 7. maí 2023 11:08 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Yfirskrift mótmælanna er RÍSUM UPP. Fram koma Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda. Magga Stína stýrir fundarstjórn og Valdimar verður með tónlistaratriði. Þá verður Ragnar þór Ingólfsson, formaður VR einnig með erindi en hann stendur fyrir mótmælunum í dag. Óprúttnir aðilar senda skilaboð um að fundinum sé aflýst Ragnar segist hafa fundið fyrir gríðarlegum meðbyr og að hann eigi von á fjölda fólks í dag. Þó hafi hann heyrt af því að einhverjir óprúttnir aðilar séu að senda skilaboð um að fundinum hafi verið aflýst. „Sem er náttúrulega mjög athyglisvert en það skal tekið fram að fundurinn verður sannarlega og við munum halda okkar striki.“ Hann segist ekki vita hverjir standi að baki skilaboðanna en verið sé að kanna málið og komast til botns í því. „En þetta kemur manni svo sem ekkert á óvart í dag, miðað við hvernig samfélagi við búum í, því miður.“ Ragnar segir þetta aðeins byrjunina í dag og til standi að boða til fleiri mótmæla. Staða launafólks sé að versna, um helmingur þeirra eigi í erfiðleikum með að ná endum saman og ljóst sé að staðan muni halda áfram að versna til mikilla muna. „En síðan verður bara að koma í ljós hvort að fólk sé tilbúið að rísa upp, hvort staðan sé orðin nægilega slæm og fólk sé tilbúið að mæta á svona fundi. Það verður að koma í ljós klukkan tvö í dag.“ Nú er spáð ausandi rigningu, heldurðu að það muni hafa áhrif á mætinguna? „Það hefur ekki áhrif á mig. En mögulega. Ég hvet þá fólk bara til að klæða sig eftir aðstæðum. Það verður hægviðri og þó það verði mögulega einhver smá rigning að láta það ekki á okkur fá. Það er miklu meira í húfi heldur en rigningin.“ „Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur“ Mótmælin í dag snúast að sögn Ragnars fyrst og fremst um forgangsröðun ríkistjórnarinnar sem hafi miðast að því að ýta frekar undir lífskjaraskerðingu almennings á meðan breiðu bökunum er hlíft. „Við sjáum bankana og gríðarlega háa stýrivexti sem Seðlabankinn hefur dæmt yfir þjóðina,“ segir hann og heldur áfram. „Þessi tilfærsla á fjármunum og eignum sem er að eiga sér stað, við sjáum auknar vaxtatekjur bankanna upp á 25 milljarða ef allt er tekið með. Við gætum byggt 500 hagkvæmar íbúðir fyrir þessa upphæð og þetta er bara á fyrsta ársfjórðungi, þessi aukning. Þetta getur bara ekki gengið svona mikið lengur.“
Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir „Staðan er að versna og hún mun versna“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. 7. maí 2023 11:08 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
„Staðan er að versna og hún mun versna“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli næstu helgi vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þegar kemur að málefnum heimilanna. Formaður VR segir ástandið minna á árin í kringum hrunið. 7. maí 2023 11:08