Vorverkin ganga vel í sveitinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. maí 2023 14:06 Sauðburður stendur nú yfir hjá sauðfjárbændum landsins. Hjá sumum er hann að ná hámarki þessa dagana, á meðan hann er komin langt á öðrum búum eða jafnvel við það að klárast. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlenskir bændur eru ánægðir með hvernig vorið fer af stað enda vorverkin komin á fullt á öllum bæjum. Það er helst bleytan sem gerir bændum erfitt fyrir enda ekki gott að keyra á túnum til dæmis með áburð í mikill bleytu. Sauðburður stendur einnig, sem hæst yfir. Allur gróður á Suðurlandi hefur tekið mjög vel við sér síðustu daga enda búið að vera nokkuð hlýtt og væta. Það hefur komið þó einn og einn þurr dagur, sem hefur gert mikið fyrir bændur og búalið eins og Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðarbaki í Flóa þekkir. „Vorið er bara núna loksins eftir snjóinn komið af stað. Það er hins vegar klaki á jörðu og okkur gengur illa að komast um tún með áburð, plóg og svoleiðis en það er hlýtt. Við erum farnir að setja fé út á tiltölulega græn og fín tún og það væsir ekkert um lambfé úti núna,” segir Reynir. Það er mikið að gera hjá sauðfjárbændum á Suðurlandi og annars staðar á landinu á þessum árstíma þegar sauðburður er að ná hámarki. „Þetta er gríðarlega mikill annatími og við erum vakandi allan sólarhringinn en bara skemmtilegt á meðan á því stendur. Frjósemin er mjög góð, allega á mínu búi og ég held að hún sé almennt á uppleið hjá sauðfjárbændum, sem er vel bara. Ég þakka það góðri ræktun og svo bara aðbúnaði og fóðrun fyrst og fremst,” segir Reynir. Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðarbaki í Flóahreppi, sem segir vorverkin ganga vel hjá sunnlenskum bændum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir Þór segir það draumastarf að vera sauðfjárbóndi. „Þetta er náttúrulega bara óskaplega skemmtilegt og gefandi að umgangast þessar skepnur og já, það er eiginlega bara málið, þetta er svo skemmtilegt, skemmtileg vinna og gefandi.” Og lambakjötið, það slær alltaf í gegn. „Það slær alltaf í gegn og er klassískt og gott,” segir Reynir Þór, bóndi á Hurðarbaki í Flóahreppi. Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Allur gróður á Suðurlandi hefur tekið mjög vel við sér síðustu daga enda búið að vera nokkuð hlýtt og væta. Það hefur komið þó einn og einn þurr dagur, sem hefur gert mikið fyrir bændur og búalið eins og Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðarbaki í Flóa þekkir. „Vorið er bara núna loksins eftir snjóinn komið af stað. Það er hins vegar klaki á jörðu og okkur gengur illa að komast um tún með áburð, plóg og svoleiðis en það er hlýtt. Við erum farnir að setja fé út á tiltölulega græn og fín tún og það væsir ekkert um lambfé úti núna,” segir Reynir. Það er mikið að gera hjá sauðfjárbændum á Suðurlandi og annars staðar á landinu á þessum árstíma þegar sauðburður er að ná hámarki. „Þetta er gríðarlega mikill annatími og við erum vakandi allan sólarhringinn en bara skemmtilegt á meðan á því stendur. Frjósemin er mjög góð, allega á mínu búi og ég held að hún sé almennt á uppleið hjá sauðfjárbændum, sem er vel bara. Ég þakka það góðri ræktun og svo bara aðbúnaði og fóðrun fyrst og fremst,” segir Reynir. Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðarbaki í Flóahreppi, sem segir vorverkin ganga vel hjá sunnlenskum bændum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Reynir Þór segir það draumastarf að vera sauðfjárbóndi. „Þetta er náttúrulega bara óskaplega skemmtilegt og gefandi að umgangast þessar skepnur og já, það er eiginlega bara málið, þetta er svo skemmtilegt, skemmtileg vinna og gefandi.” Og lambakjötið, það slær alltaf í gegn. „Það slær alltaf í gegn og er klassískt og gott,” segir Reynir Þór, bóndi á Hurðarbaki í Flóahreppi.
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira