Hrói höttur ríka fólksins Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 15. maí 2023 11:32 „Gæti sparað 150 milljarða“ sagði í fyrirsögn Moggans í fyrstu frétt af hugmyndum fjármálaráðherra um aðgerðir vegna erfiðrar stöðu gamla Íbúðalánasjóðsins. Ég játa að forvitni mín kviknaði enda hefur Viðreisn kallað eftir að fjármálaráðherra sýni aðhald í fjármálum ríkisins en jafnan án árangurs. Ríkisstjórnin rak ríkissjóð með halla fyrir heimsfaraldur og stefnir að því að halda þeim hallarekstri áfram út árið 2027. En fréttin fjallaði svo reyndar ekki um sparnað heldur um gjaldþrot ÍL-sjóðsins eftir einhver 12 ár. Og ég klóraði mér í hausnum; hvernig gat gjaldþrot skilað sparnaði upp á 150 milljarða? Stutta svarið er að auðvitað er enginn sparnaður í kortunum. Hugmynd fjármálaráðherra var sú að standa ekki við skuldbindingar sínar heldur láta lífeyrissjóði og lífeyrisþega taka á sig fjártjónið af stöðu ÍL-sjóðs. Fjármálaráðherra boðaði samkomulag við sjóðina um þetta en fylgdi þeim orðum eftir með hótun um að náist ekki samkomulag eins og fjármálaráðherra vill verði sjóðnum slitið með lögum. Valið stóð á milli þess um að semja um að taka á sig tjón eða að fá á sig tjón með lögum. Síðan þá hafa viðsemjendur fjármálaráðherra, lífeyrissjóðir fólksins í landinu, komist að þeirri niðurstöðu að þeim sé ekki heimilt að rýra eignir almennings með því að losa ríkið undan skuldbindingum sínum um líftíma skuldabréfanna. Og þá er lagasetning boðuð til að knýja fram vilja ráðherrans. En hver verða áhrifin á lífeyrisþega landsins og á framtíðarkynslóðir þegar íslenska ríkið hefur sýnt í verki að það virði ekki eignarréttinn? Vinir ríkissjóðs Ég óskaði eftir umræðu á Alþingi um boðað frumvarp fjármálaráðherra, sem fulltrúar lífeyrissjóðanna segja að feli í sér að lífeyrisþegar landsins fái ekki efndir í samræmi við gerða samninga. Fjármálaráðherra talaði þar með nokkrum þjósti þegar rætt var um hagsmuni fólksins í landinu af því að ríkið standi við skuldbindingar sínar. Hann kallaði lífeyrisþega landsins kröfuhafa og svaraði gagnrýni með spurningunni: „Eruð þið ekki vinir ríkissjóðs?“ Ég vil hins vegar trúa því að ríkissjóður eigi ekki að standa í stríði við almenning í landinu. Og ég vil sömuleiðis vinna eftir þeirri hugmyndafræði að hagsmunir ríkissjóðs og almennings fari saman. Ég sé almenning ekki sem andstæðing ríkissjóðs. Sömuleiðis er ég á því að ráðherra sem skilar ríkissjóði í halla algjörlega óháð árferði sé ekki í sérstakri stöðu til að kalla sig vin ríkissjóðs. Ráðherra sem lætur sér fátt um finnast þegar barnafjölskyldur og þau sem minnst hafa séu látin bera þyngstu byrðarnar af verðbólgu en viðheldur á sama tíma kerfi þar sem hin sem mest hafa finna ekki fyrir áhrifum verðbólgu er ekki vinur ríkissjóðs. Hann er í reynd eins og Hrói höttur ríka fólksins. Og nú boðar hann að farið verði í veski lífeyrisþega landsins vegna þess að ríkissjóður lekur. Þegar talað er um að tjónið eigi heima hjá kröfuhöfunum einum má fara ofan í kjölinn á því hverjir þessir kröfuhafar eru, fyrir utan lífeyrissjóði landsmanna. Einn þeirra er t.d. Styrktarsjóður hjartveikra barna. Sjóður sem valdi að fjárfesta með öruggum hætti og ríkisábyrgð til þess að geta greitt út styrki til barna með alvarlega hjartagalla. Meðferðin hættulegri en sjúkdómurinn Vandinn er sannarlega óumdeildur og hann er afleiðing alvarlegra pólitískra mistaka. Vandinn mun því miður alltaf leiða til kostnaðar fyrir almenning. Spurningin lýtur að því hvernig er sanngjarnt að takast á við þetta tjón. Árið 2004 voru gerðar breytingar á fyrirkomulagi fjármögnunar Íbúðalánasjóðs sem fólu í sér að sjóðurinn var fjármagnaður með óuppgreiðanlegum skuldabréfum, verðtryggðum á föstum vöxtum. Áhætta ríkisins var glannaleg því lánþegar höfðu svo heimild til að greiða upp lán sín hvenær sem er. Ríkið var fast en lánþeginn ekki. Þannig eru skilmálarnir sem ríkið samdi sjálft. Nú stendur til að breyta skuldabréfunum með lögum – en vandinn er sá að þar er ráðherra að líkindum ekki aðeins brotlegur við lög heldur líka við eignarréttarákvæði stjórnarskrár. Alþingi þarf sannarlega að ræða vandlega hvernig eigi að leysa stöðu ÍL-sjóðs. Viðreisn mun ekki veigra sér við slíkri umræðu og þess vegna óskaði ég eftir umræðunni. Lausnirnar þurfa hins vegar að byggja á skynsemi, sanngirni og þær þurfa að lágmarki að vera löglegar. Það er ekki hægt að tækla pólitísk mistök með því að gera önnur stærri. Meðferðin má ekki vera hættulegri en sjálfur sjúkdómurinn. Stjórnvöld eiga að setjast við samningaborðið og reyna að ná fram skynsamlegri og löglegri lendingu og án hótana. Eignarréttinum fórnað á vakt Sjálfstæðisflokksins Fyrir liggja tvö vel rökstudd lögfræðiálit um að í boðaðri lagasetningu fjármálaráðherra felist brot á eignarréttarákvæði stjórnarskrár sem muni framkalla bótaskyldu ríkissjóðs. Hvers vegna hefur formaður Sjálfstæðisflokksins engar áhyggjur af því að tillögur hans séu taldar aðför að eignarréttinum sjálfum? Pólitískt marka þessar tillögur fjármálaráðherra tímamót, að formaður Sjálfstæðisflokksins ætli að virða eignarréttinn að vettugi. Lífeyrissjóðirnir – fulltrúar lífeyrisþega landsins – hafa sagt að hinar boðuðu aðgerðir muni leiða til dómsmála. Dómsmál um stöðu eignarréttarins á Íslandi munu setja viðskiptalífið í uppnám og hafa áhrif á trúverðugleika ríkissjóðs. Ráðherra þarf að svara því hverjar afleiðingarnar verði fyrir lífeyrisþega landsins en ekki síður hverjar þær verði fyrir viðskiptalíf á landinu í heild. Hættuleg leið fyrir ríkissjóð Fjármálaráðherra hefur talað eins og að hann sé með þessum aðgerðum að sýna ábyrgð. Hann sé að gæta hagsmuna ríkissjóðs og framtíðarkynslóða. En þar þarf að spyrja hvaða framtíðarmynd fjármálaráðherra boðar þegar ríkið hefur með lagasetningu afnumið eignarrétt? Hvaða framtíðarmynd teiknast upp þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer í sparnað fólks í stríði sínu við lífeyrisþega? Hvaða afleiðingar það hefur fyrir hagsmuni ríkissjóðs að skaða eðlilegt traust um að gerðir samningar við ríkið standi? Þjónar það hagsmunum framtíðarkynslóða? Auðvitað ekki og það þjónar ekki heldur hagsmunum ríkissjóðs til lengri tíma. Því hver verður staða ríkissjóðs t.d. í samningum um innviðafjárfestingar þegar þetta verður orðsporið? Hvaða lánskjör bjóðast stjórnvöldum sem ganga svona fram? Þessum spurningum þarf fjármálaráðherra að svara áður en hann leggur formlega fram tillögur sem bæði fela í sér stríð við hagsmuni lífeyrissjóða landsins og ógn við hagsmuni ríkissjóðs. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn ÍL-sjóður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
„Gæti sparað 150 milljarða“ sagði í fyrirsögn Moggans í fyrstu frétt af hugmyndum fjármálaráðherra um aðgerðir vegna erfiðrar stöðu gamla Íbúðalánasjóðsins. Ég játa að forvitni mín kviknaði enda hefur Viðreisn kallað eftir að fjármálaráðherra sýni aðhald í fjármálum ríkisins en jafnan án árangurs. Ríkisstjórnin rak ríkissjóð með halla fyrir heimsfaraldur og stefnir að því að halda þeim hallarekstri áfram út árið 2027. En fréttin fjallaði svo reyndar ekki um sparnað heldur um gjaldþrot ÍL-sjóðsins eftir einhver 12 ár. Og ég klóraði mér í hausnum; hvernig gat gjaldþrot skilað sparnaði upp á 150 milljarða? Stutta svarið er að auðvitað er enginn sparnaður í kortunum. Hugmynd fjármálaráðherra var sú að standa ekki við skuldbindingar sínar heldur láta lífeyrissjóði og lífeyrisþega taka á sig fjártjónið af stöðu ÍL-sjóðs. Fjármálaráðherra boðaði samkomulag við sjóðina um þetta en fylgdi þeim orðum eftir með hótun um að náist ekki samkomulag eins og fjármálaráðherra vill verði sjóðnum slitið með lögum. Valið stóð á milli þess um að semja um að taka á sig tjón eða að fá á sig tjón með lögum. Síðan þá hafa viðsemjendur fjármálaráðherra, lífeyrissjóðir fólksins í landinu, komist að þeirri niðurstöðu að þeim sé ekki heimilt að rýra eignir almennings með því að losa ríkið undan skuldbindingum sínum um líftíma skuldabréfanna. Og þá er lagasetning boðuð til að knýja fram vilja ráðherrans. En hver verða áhrifin á lífeyrisþega landsins og á framtíðarkynslóðir þegar íslenska ríkið hefur sýnt í verki að það virði ekki eignarréttinn? Vinir ríkissjóðs Ég óskaði eftir umræðu á Alþingi um boðað frumvarp fjármálaráðherra, sem fulltrúar lífeyrissjóðanna segja að feli í sér að lífeyrisþegar landsins fái ekki efndir í samræmi við gerða samninga. Fjármálaráðherra talaði þar með nokkrum þjósti þegar rætt var um hagsmuni fólksins í landinu af því að ríkið standi við skuldbindingar sínar. Hann kallaði lífeyrisþega landsins kröfuhafa og svaraði gagnrýni með spurningunni: „Eruð þið ekki vinir ríkissjóðs?“ Ég vil hins vegar trúa því að ríkissjóður eigi ekki að standa í stríði við almenning í landinu. Og ég vil sömuleiðis vinna eftir þeirri hugmyndafræði að hagsmunir ríkissjóðs og almennings fari saman. Ég sé almenning ekki sem andstæðing ríkissjóðs. Sömuleiðis er ég á því að ráðherra sem skilar ríkissjóði í halla algjörlega óháð árferði sé ekki í sérstakri stöðu til að kalla sig vin ríkissjóðs. Ráðherra sem lætur sér fátt um finnast þegar barnafjölskyldur og þau sem minnst hafa séu látin bera þyngstu byrðarnar af verðbólgu en viðheldur á sama tíma kerfi þar sem hin sem mest hafa finna ekki fyrir áhrifum verðbólgu er ekki vinur ríkissjóðs. Hann er í reynd eins og Hrói höttur ríka fólksins. Og nú boðar hann að farið verði í veski lífeyrisþega landsins vegna þess að ríkissjóður lekur. Þegar talað er um að tjónið eigi heima hjá kröfuhöfunum einum má fara ofan í kjölinn á því hverjir þessir kröfuhafar eru, fyrir utan lífeyrissjóði landsmanna. Einn þeirra er t.d. Styrktarsjóður hjartveikra barna. Sjóður sem valdi að fjárfesta með öruggum hætti og ríkisábyrgð til þess að geta greitt út styrki til barna með alvarlega hjartagalla. Meðferðin hættulegri en sjúkdómurinn Vandinn er sannarlega óumdeildur og hann er afleiðing alvarlegra pólitískra mistaka. Vandinn mun því miður alltaf leiða til kostnaðar fyrir almenning. Spurningin lýtur að því hvernig er sanngjarnt að takast á við þetta tjón. Árið 2004 voru gerðar breytingar á fyrirkomulagi fjármögnunar Íbúðalánasjóðs sem fólu í sér að sjóðurinn var fjármagnaður með óuppgreiðanlegum skuldabréfum, verðtryggðum á föstum vöxtum. Áhætta ríkisins var glannaleg því lánþegar höfðu svo heimild til að greiða upp lán sín hvenær sem er. Ríkið var fast en lánþeginn ekki. Þannig eru skilmálarnir sem ríkið samdi sjálft. Nú stendur til að breyta skuldabréfunum með lögum – en vandinn er sá að þar er ráðherra að líkindum ekki aðeins brotlegur við lög heldur líka við eignarréttarákvæði stjórnarskrár. Alþingi þarf sannarlega að ræða vandlega hvernig eigi að leysa stöðu ÍL-sjóðs. Viðreisn mun ekki veigra sér við slíkri umræðu og þess vegna óskaði ég eftir umræðunni. Lausnirnar þurfa hins vegar að byggja á skynsemi, sanngirni og þær þurfa að lágmarki að vera löglegar. Það er ekki hægt að tækla pólitísk mistök með því að gera önnur stærri. Meðferðin má ekki vera hættulegri en sjálfur sjúkdómurinn. Stjórnvöld eiga að setjast við samningaborðið og reyna að ná fram skynsamlegri og löglegri lendingu og án hótana. Eignarréttinum fórnað á vakt Sjálfstæðisflokksins Fyrir liggja tvö vel rökstudd lögfræðiálit um að í boðaðri lagasetningu fjármálaráðherra felist brot á eignarréttarákvæði stjórnarskrár sem muni framkalla bótaskyldu ríkissjóðs. Hvers vegna hefur formaður Sjálfstæðisflokksins engar áhyggjur af því að tillögur hans séu taldar aðför að eignarréttinum sjálfum? Pólitískt marka þessar tillögur fjármálaráðherra tímamót, að formaður Sjálfstæðisflokksins ætli að virða eignarréttinn að vettugi. Lífeyrissjóðirnir – fulltrúar lífeyrisþega landsins – hafa sagt að hinar boðuðu aðgerðir muni leiða til dómsmála. Dómsmál um stöðu eignarréttarins á Íslandi munu setja viðskiptalífið í uppnám og hafa áhrif á trúverðugleika ríkissjóðs. Ráðherra þarf að svara því hverjar afleiðingarnar verði fyrir lífeyrisþega landsins en ekki síður hverjar þær verði fyrir viðskiptalíf á landinu í heild. Hættuleg leið fyrir ríkissjóð Fjármálaráðherra hefur talað eins og að hann sé með þessum aðgerðum að sýna ábyrgð. Hann sé að gæta hagsmuna ríkissjóðs og framtíðarkynslóða. En þar þarf að spyrja hvaða framtíðarmynd fjármálaráðherra boðar þegar ríkið hefur með lagasetningu afnumið eignarrétt? Hvaða framtíðarmynd teiknast upp þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer í sparnað fólks í stríði sínu við lífeyrisþega? Hvaða afleiðingar það hefur fyrir hagsmuni ríkissjóðs að skaða eðlilegt traust um að gerðir samningar við ríkið standi? Þjónar það hagsmunum framtíðarkynslóða? Auðvitað ekki og það þjónar ekki heldur hagsmunum ríkissjóðs til lengri tíma. Því hver verður staða ríkissjóðs t.d. í samningum um innviðafjárfestingar þegar þetta verður orðsporið? Hvaða lánskjör bjóðast stjórnvöldum sem ganga svona fram? Þessum spurningum þarf fjármálaráðherra að svara áður en hann leggur formlega fram tillögur sem bæði fela í sér stríð við hagsmuni lífeyrissjóða landsins og ógn við hagsmuni ríkissjóðs. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun