Skólastjóri segir börnum með fötlun mismunað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. maí 2023 19:15 Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri Helgafellsskóla segir það hafa komið á óvart þegar undanþágunum vegna nemenda með fötlun var hafnað. Skólastjóri segir dapurt að verkfallsundanþágur hafi ekki verið veittar vegna barna með fötlun, sem nú þurfi að sitja heima meðan bekkjarfélagar þeirra komist í skólann. Verkföll hjá félagsfólki BSRB sem starfar í leik-og grunnskólum hófust á miðnætti. Félagsfólk BSRB lagði í dag niður störf á leikskólum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ og í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Verkfallið nær einnig til starfsfólk frístundaheimila. Í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ, sem bæði er leik-og grunnskóli var tómlegt um að litast þegar fréttastofu bar að garði rétt eftir hádegi. „Hér er enginn leikskóli í dag, stuðningsfulltrúi og eldhúsið er líka í verkfalli,” segir Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri. Mjög misjafnt er hversu mikið nemendur fá að vera í skólanum. „Yngri nemendur eru bara í tvo tíma, eldri nemendur eru allan daginn. En það er enginn matur, þau þurfa að fara heim í hádeginu. Það eru ekki rútuferðir. Við erum með íþróttir og sund hér í burtu, þau þurfa að labba í íþróttir og sleppa sundi.” Þetta setur skólastarfið svolítið í uppnám. 133 börn eru á leikskólanum, sem öll þurftu að vera heima eða í pössun í dag. Þá segir Rósa að um 50 grunnskólabörn hafi ekki mætt í skólann af mismunandi ástæðum. Hluti þeirra eru fötluð börn sem þurfa stuðning frá starfsfólki sem nú er í verkfalli. „Við sóttum um undanþágur fyrir nemendur sem eru með fötlun og geta ekki verið í skólanum nema með aðstoð. Við fengum höfnun á það, þannig þeir nemendur þurfa því miður að vera heima. Það finnst okkur mjög dapurt,“ segir Rósa og bætir því við að sér finnist um mismun að ræða, þar sem nú sitji þessi börn með fötlun heima á meðan bekkjarfélagar þeirra fá fullan skóladag. „Þarna eru nemendur sem sannarlega geta ekki verið í skólanum nema með hjálp og þeim er ekki gert fært að mæta í skólann eins og öðrum nemendum. Ég var eiginlega viss um að viðfengjum undanþágu, en þetta kom mér á óvart.“ Rætt var við Sonju Ýr Þorbergsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar staðfesti hún að þónokkrar undanþágubeiðnir hafi borist, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hafi verið synjað. „Undanþágur eru veittar ef þær varði almannaöryggi og almannaheill. Þessi störf falla raunverulega ekki þar undir. Þetta er til að tryggja nauðsynlegt heilbrigði og annað, þannig það hafa ekki verið veittar margar undanþágur,“ sagði Sonja. BSRB og samband íslenskra sveitafélaga funduðu með sáttasemjara á föstudag sem ákvað að fundi loknum að ekki væri tilefni til að boða til annars fundar. Kjaraviðræður 2022-23 Grunnskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Réttindi barna Mosfellsbær Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Félagsfólk BSRB lagði í dag niður störf á leikskólum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ og í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Verkfallið nær einnig til starfsfólk frístundaheimila. Í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ, sem bæði er leik-og grunnskóli var tómlegt um að litast þegar fréttastofu bar að garði rétt eftir hádegi. „Hér er enginn leikskóli í dag, stuðningsfulltrúi og eldhúsið er líka í verkfalli,” segir Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri. Mjög misjafnt er hversu mikið nemendur fá að vera í skólanum. „Yngri nemendur eru bara í tvo tíma, eldri nemendur eru allan daginn. En það er enginn matur, þau þurfa að fara heim í hádeginu. Það eru ekki rútuferðir. Við erum með íþróttir og sund hér í burtu, þau þurfa að labba í íþróttir og sleppa sundi.” Þetta setur skólastarfið svolítið í uppnám. 133 börn eru á leikskólanum, sem öll þurftu að vera heima eða í pössun í dag. Þá segir Rósa að um 50 grunnskólabörn hafi ekki mætt í skólann af mismunandi ástæðum. Hluti þeirra eru fötluð börn sem þurfa stuðning frá starfsfólki sem nú er í verkfalli. „Við sóttum um undanþágur fyrir nemendur sem eru með fötlun og geta ekki verið í skólanum nema með aðstoð. Við fengum höfnun á það, þannig þeir nemendur þurfa því miður að vera heima. Það finnst okkur mjög dapurt,“ segir Rósa og bætir því við að sér finnist um mismun að ræða, þar sem nú sitji þessi börn með fötlun heima á meðan bekkjarfélagar þeirra fá fullan skóladag. „Þarna eru nemendur sem sannarlega geta ekki verið í skólanum nema með hjálp og þeim er ekki gert fært að mæta í skólann eins og öðrum nemendum. Ég var eiginlega viss um að viðfengjum undanþágu, en þetta kom mér á óvart.“ Rætt var við Sonju Ýr Þorbergsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þar staðfesti hún að þónokkrar undanþágubeiðnir hafi borist, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hafi verið synjað. „Undanþágur eru veittar ef þær varði almannaöryggi og almannaheill. Þessi störf falla raunverulega ekki þar undir. Þetta er til að tryggja nauðsynlegt heilbrigði og annað, þannig það hafa ekki verið veittar margar undanþágur,“ sagði Sonja. BSRB og samband íslenskra sveitafélaga funduðu með sáttasemjara á föstudag sem ákvað að fundi loknum að ekki væri tilefni til að boða til annars fundar.
Kjaraviðræður 2022-23 Grunnskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Réttindi barna Mosfellsbær Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira