Þrír látnir í enn einni skotárásinni Árni Sæberg skrifar 15. maí 2023 22:45 Framhaldsskólinn í Farmington var settur á tímabundið neyðarástand vegna skotárásarinnar en því hefur verið aflétt. Lögreglan í Farmington Þrír eru látnir og þónokkrir særðir, þar á meðal tveir laganna verðir, eftir skotárás í Nýju-Mexikó í Bandaríkjunum í dag. Það sem af er ári hafa 224 fjöldaskotárásir verið framdar í Bandaríkjunum. Lögreglan í Farmington í Nýju-Mexíkó, lítilli borg við landssvæði Navajo frumbyggjaþjóðarinnar í ríkinu, greindi frá skotárásinni á Facebooksíðu sinni í kvöld. Þar segir að þrír almennir borgarar séu látnir og þónokkrir særðir. Meðal særðra séu lögregluþjónn lögreglunnar í Farmington og lögregluþjónn ríkislögreglu Nýju-Mexíkó. Þá segir að fjöldi lögreglumanna hafi brugðist við útkalli og að einn hafi verið felldur í skotbardaga, grunaður um ódæðið. Borginni hafi verið lokað að hluta á meðan lögregla leitaði af sér grun um að hann gæti hafa átt sér vitorðsmann en öllum afléttingum hafi nú verið aflétt. Í frétt AP um árásina er vísað í yfirlýsingu Michelle Lujan Grisham, ríkisstjóra Nýju-Mexíkó. Hún segist biðja fyrir fjölskyldum fórnarlambanna og segir að árásin í dag sé áminning um það hvernig byssuofbeldi eyðileggi líf fólks í ríkinu og Bandaríkjunum öllum á hverjum einasta degi. The Gun Violence Archive, samtök sem halda utan um tölfræði um byssuofbeldi í Bandaríkjunum, birtu nýja samantekt yfir fjölda fjöldaskotárása á árinu á Twitter í kjölfar árásarinnar. Weekly Mass Shooting Update:There have been 37 American mass shootings in the 15 days of May, bringing 2023 s total to 224.January: 52February: 40March: 39April: 56May: 37There were 198 mass shootings by this date last year.— The Gun Violence Archive (@GunDeaths) May 15, 2023 Þar kemur fram að það sem af er maí hafi nú 37 slíkar verið framdar og 224 það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra hafi 198 verið framdar. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Lögreglan í Farmington í Nýju-Mexíkó, lítilli borg við landssvæði Navajo frumbyggjaþjóðarinnar í ríkinu, greindi frá skotárásinni á Facebooksíðu sinni í kvöld. Þar segir að þrír almennir borgarar séu látnir og þónokkrir særðir. Meðal særðra séu lögregluþjónn lögreglunnar í Farmington og lögregluþjónn ríkislögreglu Nýju-Mexíkó. Þá segir að fjöldi lögreglumanna hafi brugðist við útkalli og að einn hafi verið felldur í skotbardaga, grunaður um ódæðið. Borginni hafi verið lokað að hluta á meðan lögregla leitaði af sér grun um að hann gæti hafa átt sér vitorðsmann en öllum afléttingum hafi nú verið aflétt. Í frétt AP um árásina er vísað í yfirlýsingu Michelle Lujan Grisham, ríkisstjóra Nýju-Mexíkó. Hún segist biðja fyrir fjölskyldum fórnarlambanna og segir að árásin í dag sé áminning um það hvernig byssuofbeldi eyðileggi líf fólks í ríkinu og Bandaríkjunum öllum á hverjum einasta degi. The Gun Violence Archive, samtök sem halda utan um tölfræði um byssuofbeldi í Bandaríkjunum, birtu nýja samantekt yfir fjölda fjöldaskotárása á árinu á Twitter í kjölfar árásarinnar. Weekly Mass Shooting Update:There have been 37 American mass shootings in the 15 days of May, bringing 2023 s total to 224.January: 52February: 40March: 39April: 56May: 37There were 198 mass shootings by this date last year.— The Gun Violence Archive (@GunDeaths) May 15, 2023 Þar kemur fram að það sem af er maí hafi nú 37 slíkar verið framdar og 224 það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra hafi 198 verið framdar.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira