Vanmátu aðstæður þegar þrír féllu útbyrðis í prufusiglingu slöngubáts Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2023 09:06 Segja má að SeaRanger bátarnir séu sambland af sæþotu og slöngubáti. RNSA Vanmat á aðstæðum er talin ástæða þess að tveir björgunarsveitarmenn og sölumaður slöngubáts féllu útbyrðis þegar verið var prufukeyra slöngubát af gerðinni SeaRanger í Víkurfjöru í nóvember síðastliðinn. Mennirnir komust allir í land af sjálfsdáðum. Frá þessu segir í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í gær. Er það mat nefndarinnar að ástæða slyssins hafi verið vanmat á aðstæðum, auk þess að stjórnun slíkra báta krefst mikillar þjálfunar. Í skýrslunni segir að sölumaður hafi verið að kynna bátinn fyrir fólki sem voru meðlimir í björgunarsveit. Tveir hafi farið um borð í bátinn ásamt stjórnanda en þrír hafi svo fylgst með siglingunni í fjörunni. Eftir um sjötíu sekúndna siglingu hafi bátnum svo hvolft sem varð til þess að allir bátsverjar féllu útbyrðis. Þ Annar björgunarsveitarmannanna lenti undir bátnum þegar honum hvolfdi og fékk hann högg á höfuðið og öxlina, en allir komust þeir þó í land af sjálfsdáðum. Fram kemur að aðstæður hafi verið á þann veg að vindur hafi verið átta til tíu metrar á sekúndu og ölduhæðin tveir til þrír metrar. Um bátinn segir að um sé að ræða slöngubátur með „jet“ mótor, harðbotna þar sem stjórnandi bátsins situr í miðjunni. Megi segja að báturinn sé sambland af sæþotu og slöngubáti. Við rannsókn nefndarinnar kom í ljós að ekki hafi verið hugað að því að hafa búnað tiltækan ef eitthvað færi úrskeiðis. Þá hafi björgunarsveitarmenn verið í sjóbjörgunarbúningum sem láku. Uppfært 11:30: Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar um slysið í kjölfar birtingar skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa: Vegna óhapps sem varð í Víkurfjöru þann 12. nóvember 2022, vill Slysavarnafélagið Landsbjörg árétta eftirfarandi. Söluaðili viðkomandi báts kom að máli við forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, og óskaði þess að fá að sýna félögum sveitarinnar víðkomandi bát, í þeim aðstæðum sem sveitin þarf að kljást við. Forsvarsmenn sveitarinnar lýstu yfir efasemdum um að aðstæður væru öruggar. Söluaðilinn taldi svo vera, og höfðu félagar Víkverja engar forsendur til að andmæla því mati söluaðila, sem taldi bátinn byggðan fyrir verri aðstæður en voru þennan dag. Það er ljóst að það mat á aðstæðum var ekki rétt. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur einnig fram að sjóbjörgunargallar þeir sem félagar sveitarinnar klæddust hafi lekið, er rétt að árétta að vatn virðist hafa smitast inn í gallana með rennilásum, en texta skýrslunar má skilja sem vatn hafi flætt inn í gallana, sem ekki var. Engu að síður hafa þessir gallar verið teknir úr notkun, þrátt fyrir að þeir hafi verið nýkomnir úr yfirferð og skoðun hjá umboðsmanni framleiðanda þeirra og sagðir í góðu lagi. Þessi atburður er hins vegar okkur öllum mikilvæg árétting þess að allir geta lent í óhöppum, líka björgunarsveitarfólk, og að verklag okkar þegar kemur að áhættumati, verður að stýra för í öllum þeim aðgerðum sem við förum í. Skýrsla nefndarinnar verður nú rýnd innan félagsins til að draga af henni lærdóm. Samgönguslys Mýrdalshreppur Björgunarsveitir Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í gær. Er það mat nefndarinnar að ástæða slyssins hafi verið vanmat á aðstæðum, auk þess að stjórnun slíkra báta krefst mikillar þjálfunar. Í skýrslunni segir að sölumaður hafi verið að kynna bátinn fyrir fólki sem voru meðlimir í björgunarsveit. Tveir hafi farið um borð í bátinn ásamt stjórnanda en þrír hafi svo fylgst með siglingunni í fjörunni. Eftir um sjötíu sekúndna siglingu hafi bátnum svo hvolft sem varð til þess að allir bátsverjar féllu útbyrðis. Þ Annar björgunarsveitarmannanna lenti undir bátnum þegar honum hvolfdi og fékk hann högg á höfuðið og öxlina, en allir komust þeir þó í land af sjálfsdáðum. Fram kemur að aðstæður hafi verið á þann veg að vindur hafi verið átta til tíu metrar á sekúndu og ölduhæðin tveir til þrír metrar. Um bátinn segir að um sé að ræða slöngubátur með „jet“ mótor, harðbotna þar sem stjórnandi bátsins situr í miðjunni. Megi segja að báturinn sé sambland af sæþotu og slöngubáti. Við rannsókn nefndarinnar kom í ljós að ekki hafi verið hugað að því að hafa búnað tiltækan ef eitthvað færi úrskeiðis. Þá hafi björgunarsveitarmenn verið í sjóbjörgunarbúningum sem láku. Uppfært 11:30: Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar um slysið í kjölfar birtingar skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa: Vegna óhapps sem varð í Víkurfjöru þann 12. nóvember 2022, vill Slysavarnafélagið Landsbjörg árétta eftirfarandi. Söluaðili viðkomandi báts kom að máli við forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, og óskaði þess að fá að sýna félögum sveitarinnar víðkomandi bát, í þeim aðstæðum sem sveitin þarf að kljást við. Forsvarsmenn sveitarinnar lýstu yfir efasemdum um að aðstæður væru öruggar. Söluaðilinn taldi svo vera, og höfðu félagar Víkverja engar forsendur til að andmæla því mati söluaðila, sem taldi bátinn byggðan fyrir verri aðstæður en voru þennan dag. Það er ljóst að það mat á aðstæðum var ekki rétt. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur einnig fram að sjóbjörgunargallar þeir sem félagar sveitarinnar klæddust hafi lekið, er rétt að árétta að vatn virðist hafa smitast inn í gallana með rennilásum, en texta skýrslunar má skilja sem vatn hafi flætt inn í gallana, sem ekki var. Engu að síður hafa þessir gallar verið teknir úr notkun, þrátt fyrir að þeir hafi verið nýkomnir úr yfirferð og skoðun hjá umboðsmanni framleiðanda þeirra og sagðir í góðu lagi. Þessi atburður er hins vegar okkur öllum mikilvæg árétting þess að allir geta lent í óhöppum, líka björgunarsveitarfólk, og að verklag okkar þegar kemur að áhættumati, verður að stýra för í öllum þeim aðgerðum sem við förum í. Skýrsla nefndarinnar verður nú rýnd innan félagsins til að draga af henni lærdóm.
Vegna óhapps sem varð í Víkurfjöru þann 12. nóvember 2022, vill Slysavarnafélagið Landsbjörg árétta eftirfarandi. Söluaðili viðkomandi báts kom að máli við forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, og óskaði þess að fá að sýna félögum sveitarinnar víðkomandi bát, í þeim aðstæðum sem sveitin þarf að kljást við. Forsvarsmenn sveitarinnar lýstu yfir efasemdum um að aðstæður væru öruggar. Söluaðilinn taldi svo vera, og höfðu félagar Víkverja engar forsendur til að andmæla því mati söluaðila, sem taldi bátinn byggðan fyrir verri aðstæður en voru þennan dag. Það er ljóst að það mat á aðstæðum var ekki rétt. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur einnig fram að sjóbjörgunargallar þeir sem félagar sveitarinnar klæddust hafi lekið, er rétt að árétta að vatn virðist hafa smitast inn í gallana með rennilásum, en texta skýrslunar má skilja sem vatn hafi flætt inn í gallana, sem ekki var. Engu að síður hafa þessir gallar verið teknir úr notkun, þrátt fyrir að þeir hafi verið nýkomnir úr yfirferð og skoðun hjá umboðsmanni framleiðanda þeirra og sagðir í góðu lagi. Þessi atburður er hins vegar okkur öllum mikilvæg árétting þess að allir geta lent í óhöppum, líka björgunarsveitarfólk, og að verklag okkar þegar kemur að áhættumati, verður að stýra för í öllum þeim aðgerðum sem við förum í. Skýrsla nefndarinnar verður nú rýnd innan félagsins til að draga af henni lærdóm.
Samgönguslys Mýrdalshreppur Björgunarsveitir Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels