Heimilistæki og útivistarvörur sviknar út úr fyrirtækjum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. maí 2023 07:01 Algengt er að skíði séu svikin út úr útivistarfyrirtækjum. Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú stórt fjársvikamál sem lýtur að úttektum á vörum. Mikið af vörunum eru heimilistæki og útivistarvörur og verðmætið hleypur á tugum milljóna króna. Lögreglan varaði fyrirtæki við svikastarfseminni fyrir um tveimur vikum síðan en grunur leikur á að sömu aðilar hafi verið verki um langt skeið, það er allt frá árinu 2020. Samkvæmt frétt RÚV um málið eru á annan tug með réttarstöðu sakbornings. Sigurður Ingi Þórðarson, títt nefndur Siggi hakkari, var handtekinn og vistaður í gæsluvarðhaldi í desember árið 2021 vegna gruns um aðild að fjársvikum sem enn eru í rannsókn. Guðný Hjaltadóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda sem hefur verið í samstarfi við lögregluna í málinu, segir að það hafi borið mikið á svikunum fyrir um einu og hálfu ári síðan. Eftir að meintur höfuðpaur hinnar skipulögðu brotastarfsemi hafi verið dæmdur í gæsluvarðhald hafi komið lægð í þessu máli. Nú er byrjað að bera aftur á þeim en með öðru sniði. „Þeir gengu mjög langt. Voru til dæmis að búa til Instagram eða Facebook síður fyrir fyrirtækin sem litu út fyrir að vera raunverulegar,“ segir Guðný um bylgjuna sem gekk yfir árið 2021. Þá var verið að misnota nöfn gamalla fyrirtækja sem hafa ekki verið í rekstri í nokkurn tíma en voru engu að síður með gott lánshæfismat. Sendar voru út beiðnir um reikningsviðskipti og vöruúttektir sem litu út fyrir að vera frá fyrirtækjum í rekstri. Að sögn Guðnýjar er lánshæfismat það fyrsta og oft það eina sem fyrirtæki athuga áður en þau ákveða reikningsviðskipti. Grunlausir sendlar Á þessum tíma ráðlagi Félag atvinnurekenda fyrirtækjum að grennslast frekar um þegar beiðnir af þessu tagi kæmu upp. Einkum að kanna ársreikninga til að komast að hvort að kaupandinn væri með einhverja veltu. Nú hafa svikararnir hins vegar fært sig upp á skaftið og eru farnir að nota nöfn fyrirtækja sem eru í raunverulegum rekstri í dag. Þar með eru þeir að skaða tvö fyrirtæki með brotum sínum. Annað með stuldi og hitt með því að valda orðsporshnekki. Guðný Hjaltadóttir lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda segir að tjónið hlaupi á tugum milljónum króna. „Einstaklingur er kannski búinn að vera með fyrirtæki á sömu kennitölunni lengi og það er búið að fara mjög illa með fyrirtækið hans,“ segir Guðný um þau fyrirtæki sem svikararnir þykjast vera. Sendlarnir eru yfirleitt grunlausir líka að sögn Guðnýjar. Þetta eru einstaklingar sem eru beðnir um að sækja vörur en þeir hafa ekki hugmynd um að þeir séu að taka þátt í þjófnaði. Félag atvinnurekenda hefur því uppfært aðvaranir sínar til fyrirtækja. Þegar reikningsbeiðni berst er ekki lengur nóg að athuga hvort um raunverulegt fyrirtæki sé að ræða. „Þú þarft að taka upp símann og hringja í fjármálastjóra eða fyrirsvarsmann og spyrja hvort þeir hafi verið að senda beiðni,“ segir Guðný. Grunsamlegar pantanir Eins og áður segir er algengt að heimilistæki og útivistarvörur séu sviknar út úr fyrirtækjum. Svikin séu þó ekki einskorðuð við það. Oftast eru pantanirnar upp á hundruð þúsunda króna en þegar að skuldadögum kemur kannast enginn við að hafa pantað neitt. Varningurinn er horfinn. „Nánast allar útvistarverslanir hjá okkur hafa lenti í þessu. Til dæmis beiðnir um að fá að taka út skíði,“ segir Guðný. Hún segir einnig að pantanirnar sjálfar ættu í sumum tilvikum að hringja viðvörunarbjöllum hjá seljendum. Einkum þegar um er að ræða heimilisvörur. „Það er kannski eðlilegt að stórt fyrirtæki panti fimmtíu úlpur. En þegar verið er að panta ofn og ristavél og þvíumlíkt ætti það að vekja upp spurningar,“ segir hún. Ekkert endurheimt Guðný segist hafa heyrt að tjónið sé um tuttugu milljónir króna í þeirri bylgju sem nú ríður yfir. Þó verði að hafa það í huga að ekki eru öll svik tilkynnt. Hún segist gruna að varningurinn fari erlendis í sölu, í ljósi þess hversu mikið magn þetta er. Sennilega sé erfitt að koma svo miklu þýfi í verð hér á landi. Hún segist ekki vita til þess að neitt hafi verið endurheimt enn sem komið er. „Það er skondið að menn sem eru með svona mikla framkvæmdahæfni séu ekki í lögmætu starfi,“ segir hún um hina þaulskipulögðu brotastarfsemi. Lögreglumál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Siggi hakkari í gæsluvarðhaldi grunaður um umfangsmikil fjársvik Einn sætir gæsluvarðhaldi og fjórtán til viðbótar eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjársvikum, peningaþvætti og skjalafalsi. Tugir milljóna eru undir í málinu að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. 26. október 2021 12:09 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Lögreglan varaði fyrirtæki við svikastarfseminni fyrir um tveimur vikum síðan en grunur leikur á að sömu aðilar hafi verið verki um langt skeið, það er allt frá árinu 2020. Samkvæmt frétt RÚV um málið eru á annan tug með réttarstöðu sakbornings. Sigurður Ingi Þórðarson, títt nefndur Siggi hakkari, var handtekinn og vistaður í gæsluvarðhaldi í desember árið 2021 vegna gruns um aðild að fjársvikum sem enn eru í rannsókn. Guðný Hjaltadóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda sem hefur verið í samstarfi við lögregluna í málinu, segir að það hafi borið mikið á svikunum fyrir um einu og hálfu ári síðan. Eftir að meintur höfuðpaur hinnar skipulögðu brotastarfsemi hafi verið dæmdur í gæsluvarðhald hafi komið lægð í þessu máli. Nú er byrjað að bera aftur á þeim en með öðru sniði. „Þeir gengu mjög langt. Voru til dæmis að búa til Instagram eða Facebook síður fyrir fyrirtækin sem litu út fyrir að vera raunverulegar,“ segir Guðný um bylgjuna sem gekk yfir árið 2021. Þá var verið að misnota nöfn gamalla fyrirtækja sem hafa ekki verið í rekstri í nokkurn tíma en voru engu að síður með gott lánshæfismat. Sendar voru út beiðnir um reikningsviðskipti og vöruúttektir sem litu út fyrir að vera frá fyrirtækjum í rekstri. Að sögn Guðnýjar er lánshæfismat það fyrsta og oft það eina sem fyrirtæki athuga áður en þau ákveða reikningsviðskipti. Grunlausir sendlar Á þessum tíma ráðlagi Félag atvinnurekenda fyrirtækjum að grennslast frekar um þegar beiðnir af þessu tagi kæmu upp. Einkum að kanna ársreikninga til að komast að hvort að kaupandinn væri með einhverja veltu. Nú hafa svikararnir hins vegar fært sig upp á skaftið og eru farnir að nota nöfn fyrirtækja sem eru í raunverulegum rekstri í dag. Þar með eru þeir að skaða tvö fyrirtæki með brotum sínum. Annað með stuldi og hitt með því að valda orðsporshnekki. Guðný Hjaltadóttir lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda segir að tjónið hlaupi á tugum milljónum króna. „Einstaklingur er kannski búinn að vera með fyrirtæki á sömu kennitölunni lengi og það er búið að fara mjög illa með fyrirtækið hans,“ segir Guðný um þau fyrirtæki sem svikararnir þykjast vera. Sendlarnir eru yfirleitt grunlausir líka að sögn Guðnýjar. Þetta eru einstaklingar sem eru beðnir um að sækja vörur en þeir hafa ekki hugmynd um að þeir séu að taka þátt í þjófnaði. Félag atvinnurekenda hefur því uppfært aðvaranir sínar til fyrirtækja. Þegar reikningsbeiðni berst er ekki lengur nóg að athuga hvort um raunverulegt fyrirtæki sé að ræða. „Þú þarft að taka upp símann og hringja í fjármálastjóra eða fyrirsvarsmann og spyrja hvort þeir hafi verið að senda beiðni,“ segir Guðný. Grunsamlegar pantanir Eins og áður segir er algengt að heimilistæki og útivistarvörur séu sviknar út úr fyrirtækjum. Svikin séu þó ekki einskorðuð við það. Oftast eru pantanirnar upp á hundruð þúsunda króna en þegar að skuldadögum kemur kannast enginn við að hafa pantað neitt. Varningurinn er horfinn. „Nánast allar útvistarverslanir hjá okkur hafa lenti í þessu. Til dæmis beiðnir um að fá að taka út skíði,“ segir Guðný. Hún segir einnig að pantanirnar sjálfar ættu í sumum tilvikum að hringja viðvörunarbjöllum hjá seljendum. Einkum þegar um er að ræða heimilisvörur. „Það er kannski eðlilegt að stórt fyrirtæki panti fimmtíu úlpur. En þegar verið er að panta ofn og ristavél og þvíumlíkt ætti það að vekja upp spurningar,“ segir hún. Ekkert endurheimt Guðný segist hafa heyrt að tjónið sé um tuttugu milljónir króna í þeirri bylgju sem nú ríður yfir. Þó verði að hafa það í huga að ekki eru öll svik tilkynnt. Hún segist gruna að varningurinn fari erlendis í sölu, í ljósi þess hversu mikið magn þetta er. Sennilega sé erfitt að koma svo miklu þýfi í verð hér á landi. Hún segist ekki vita til þess að neitt hafi verið endurheimt enn sem komið er. „Það er skondið að menn sem eru með svona mikla framkvæmdahæfni séu ekki í lögmætu starfi,“ segir hún um hina þaulskipulögðu brotastarfsemi.
Lögreglumál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Siggi hakkari í gæsluvarðhaldi grunaður um umfangsmikil fjársvik Einn sætir gæsluvarðhaldi og fjórtán til viðbótar eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjársvikum, peningaþvætti og skjalafalsi. Tugir milljóna eru undir í málinu að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. 26. október 2021 12:09 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Siggi hakkari í gæsluvarðhaldi grunaður um umfangsmikil fjársvik Einn sætir gæsluvarðhaldi og fjórtán til viðbótar eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjársvikum, peningaþvætti og skjalafalsi. Tugir milljóna eru undir í málinu að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. 26. október 2021 12:09