Snarpur viðsnúningur í rekstri Siðmenntar eigi sér eðlilegar skýringar Helena Rós Sturludóttir skrifar 17. maí 2023 13:00 Inga Auðbjörg K. Straumland, formaður Siðmenntar, segir viðsnúning í rekstri eiga sér eðlilegar skýringar. Aðsend Snarpur viðsnúningur á rekstri hjá mest ört vaxandi trú- og lífskoðunarfélagi landsins, Siðmennt, á sér eðlilegar skýringar að sögn formanns félagsins. Bregðast hafi þurft við aukinni starfsemi með fleira starfsfólki. Tap félagsins á síðasta ári voru rúmar 7,5 milljónir króna. Árið á undan var hagnaður félagsins um fimm milljónir króna. DV greindi fyrst frá. Meðlimum í lífskoðunarfélaginu Siðmennt fjölgaði mest af trú- og lífskoðunarfélögum landsins frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023 eða um 193 meðlimi. Þrátt fyrir öran vöxt er fjárhagsstaða félagsins ekki góð og samkvæmt nýrri fundargerð kemur fram að hún sé til skoðunar. Þá hafi félagið fengið tímabundinn yfirdrátt til að geta staðið við skammtímaskuldbindingar sínar. Launakostnaður stærsti útgjaldaliðurinn Samkvæmt fundargerð félagsins frá því í mars kemur fram að tap rekstursins í fyrra hafi verið rúmar 7,5 milljónir króna samanborið við um fimm milljónir í hagnað árið 2021. Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, segir viðsnúninginn eðlilega vaxtarverki. „Við fjölguðum starfsfólki úr tveimur í fjögur. Það er dýrt – skrifstofan réði ekki við öll þessi auknu verkefni þannig við urðum að fjölga starfsfólki. Þetta eru vaxtarverkir hjá félagi sem hefur átján faldast á áratug en við finnum jafnvægi á þessu það er ég handviss um,“ segir Inga. Inga segir þjónustu Siðmenntar verða eftirsóttari með hverju árinu sem líður. Launakostnaður sé stærsti kostnaðarliðurinn. „Annars falla stundum til óvenjulegir kostnaðarliðir sem að þarf einhvern veginn að dekka. Það getur verið að við höfum aðeins misst yfirsýn yfir fjármálin þegar við vorum að skipta um framkvæmdarstjóra. En ég hef engar áhyggjur af þessu. Félagið stendur á mjög traustum fjárhagslegum grunni.“ Trúmál Félagasamtök Tengdar fréttir Fjölgar mest í Siðmennt og Kaþólsku kirkjunni Meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 706 síðan í síðastliðnum desember. Fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélagi hefur verið mest í Siðmennt, næst mest í Kaþólsku kirkjunni og svo Ásatrúarfélaginu. 9. maí 2023 11:13 Þriðji framkvæmdastjóri Siðmenntar á rétt rúmu ári Lífsskoðunarfélagið Siðmennt réði Eyjólf Örn Snjólfsson í stöðu framkvæmdastjóra. Eyjólfur starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR). Hann er þriðji framkvæmdastjóri félagsins á rétt rúmu ári. 10. maí 2023 19:54 Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
DV greindi fyrst frá. Meðlimum í lífskoðunarfélaginu Siðmennt fjölgaði mest af trú- og lífskoðunarfélögum landsins frá 1. desember 2022 til 1. maí 2023 eða um 193 meðlimi. Þrátt fyrir öran vöxt er fjárhagsstaða félagsins ekki góð og samkvæmt nýrri fundargerð kemur fram að hún sé til skoðunar. Þá hafi félagið fengið tímabundinn yfirdrátt til að geta staðið við skammtímaskuldbindingar sínar. Launakostnaður stærsti útgjaldaliðurinn Samkvæmt fundargerð félagsins frá því í mars kemur fram að tap rekstursins í fyrra hafi verið rúmar 7,5 milljónir króna samanborið við um fimm milljónir í hagnað árið 2021. Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, segir viðsnúninginn eðlilega vaxtarverki. „Við fjölguðum starfsfólki úr tveimur í fjögur. Það er dýrt – skrifstofan réði ekki við öll þessi auknu verkefni þannig við urðum að fjölga starfsfólki. Þetta eru vaxtarverkir hjá félagi sem hefur átján faldast á áratug en við finnum jafnvægi á þessu það er ég handviss um,“ segir Inga. Inga segir þjónustu Siðmenntar verða eftirsóttari með hverju árinu sem líður. Launakostnaður sé stærsti kostnaðarliðurinn. „Annars falla stundum til óvenjulegir kostnaðarliðir sem að þarf einhvern veginn að dekka. Það getur verið að við höfum aðeins misst yfirsýn yfir fjármálin þegar við vorum að skipta um framkvæmdarstjóra. En ég hef engar áhyggjur af þessu. Félagið stendur á mjög traustum fjárhagslegum grunni.“
Trúmál Félagasamtök Tengdar fréttir Fjölgar mest í Siðmennt og Kaþólsku kirkjunni Meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 706 síðan í síðastliðnum desember. Fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélagi hefur verið mest í Siðmennt, næst mest í Kaþólsku kirkjunni og svo Ásatrúarfélaginu. 9. maí 2023 11:13 Þriðji framkvæmdastjóri Siðmenntar á rétt rúmu ári Lífsskoðunarfélagið Siðmennt réði Eyjólf Örn Snjólfsson í stöðu framkvæmdastjóra. Eyjólfur starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR). Hann er þriðji framkvæmdastjóri félagsins á rétt rúmu ári. 10. maí 2023 19:54 Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Fjölgar mest í Siðmennt og Kaþólsku kirkjunni Meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 706 síðan í síðastliðnum desember. Fjölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélagi hefur verið mest í Siðmennt, næst mest í Kaþólsku kirkjunni og svo Ásatrúarfélaginu. 9. maí 2023 11:13
Þriðji framkvæmdastjóri Siðmenntar á rétt rúmu ári Lífsskoðunarfélagið Siðmennt réði Eyjólf Örn Snjólfsson í stöðu framkvæmdastjóra. Eyjólfur starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR). Hann er þriðji framkvæmdastjóri félagsins á rétt rúmu ári. 10. maí 2023 19:54
Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21