„Komin á þann stað að ég tek ábyrgð“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2023 16:20 Pavel Ermolinskij vann titilinn í fyrra með Val gegn Tindastól. Nú freistar hann þess að vinna titil á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Tindastóls. Vísir/Dúi Klukkan 19:15 mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari með Val sem leikmaður en stendur nú á hliðarlínunni og stefnir á að sigra Val. Pavel tók við þjálfun Tindastóls fyrr í vetur þegar ekkert benti til þess að liðið kæmist alla leið í úrslit. Þangað er það hins vegar komið og eru Stólarnir aðeins einum sigri frá þeim stóra. Tindastóll var 2-1 yfir í einvíginu þegar þeir töpuðu gegn Val á mánudaginn fyrir norðan. Pavel segist í samtali við fréttastofu þekkja tilfinninguna sem leikmennirnir fundu fyrir þá, ansi vel. „Ég tapa boltanum á síðustu sekúndunni á dramatískan hátt. Pétur stelur honum og skorar. Titillinn farinn. Þannig þetta var í fyrsta sinn á ferlinum þar sem ég hafði bein neikvæð áhrif á úrslit leiksins. Fyrstu dagarnir eftir þannig leik ertu bara að eiga við það,“ segir Pavel. Viðtalið við Pavel má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Pavel um stórleikinn í kvöld Eftir síðasta leik sagði hann sínum leikmönnum frá þessu. Hann segir að síðustu dagar hafi lítið farið í að æfa körfubolta. Aðallega hafi menn verið að einbeita sér að andlegu hliðinni. „Sama hvað gerist þá stöndum við og föllum með því sem við erum. Það er það sem við setjum á borðið. Strákarnir vita alveg hvað það er,“ segir Pavel. „Það munu einhverjir spila vel og aðrir illa. Einhverjum mun líða vel og öðrum aðeins verr. Á einhverjum tímapunkti nær annað liðið að ná smá tökum á þessu. Þetta mun þróast þannig.“ Hann segir breytuna sem vantar inn í jöfnuna í allri umfjöllun sé að hausinn á öllum leikmönnum sé á milljón. Upp muni koma atvik þar sem fólk hugsi hvað sé að gerast en óskar Pavel eftir því að fólk muni eftir því þegar þau atvik eru rædd. „Mitt eina verkefni í kvöld er að halda lestinni á teinunum. Þessi lest er best þegar hún er á teinunum. Ég er ekki að reyna að finna glufu á vörn Vals með einhverri útfærslu,“ segir Pavel. „Ég hef gert lítið úr mínu hlutverki í þessu liði, og ég stend alveg við það. Það eru strákarnir í þessu liði sem stýra hlutunum. En nú erum við komin á þann stað að ég tek ábyrgð. Þá ábyrgð að koma strákunum á þann stað sem þeir þurfa að vera á fyrir kvöldið.“ Leikur Vals og Tindastóls hefst kl. 19:15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst klukkutíma fyrr, 18:15. Eftir leik mun Körfuboltakvöld gera leikinn upp. Körfubolti Subway-deild karla Valur Tindastóll Tengdar fréttir Pavel vill að leikmenn fái sviðið þegar þeir verða kynntir til leiks í kvöld Klukkan 19.15 á Hlíðarenda mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þjálfari Tindastóls vill að Valur slökkvi á tónlistinni þegar leikmenn liðanna verða kynntir til leiks. 18. maí 2023 11:30 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Pavel tók við þjálfun Tindastóls fyrr í vetur þegar ekkert benti til þess að liðið kæmist alla leið í úrslit. Þangað er það hins vegar komið og eru Stólarnir aðeins einum sigri frá þeim stóra. Tindastóll var 2-1 yfir í einvíginu þegar þeir töpuðu gegn Val á mánudaginn fyrir norðan. Pavel segist í samtali við fréttastofu þekkja tilfinninguna sem leikmennirnir fundu fyrir þá, ansi vel. „Ég tapa boltanum á síðustu sekúndunni á dramatískan hátt. Pétur stelur honum og skorar. Titillinn farinn. Þannig þetta var í fyrsta sinn á ferlinum þar sem ég hafði bein neikvæð áhrif á úrslit leiksins. Fyrstu dagarnir eftir þannig leik ertu bara að eiga við það,“ segir Pavel. Viðtalið við Pavel má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Pavel um stórleikinn í kvöld Eftir síðasta leik sagði hann sínum leikmönnum frá þessu. Hann segir að síðustu dagar hafi lítið farið í að æfa körfubolta. Aðallega hafi menn verið að einbeita sér að andlegu hliðinni. „Sama hvað gerist þá stöndum við og föllum með því sem við erum. Það er það sem við setjum á borðið. Strákarnir vita alveg hvað það er,“ segir Pavel. „Það munu einhverjir spila vel og aðrir illa. Einhverjum mun líða vel og öðrum aðeins verr. Á einhverjum tímapunkti nær annað liðið að ná smá tökum á þessu. Þetta mun þróast þannig.“ Hann segir breytuna sem vantar inn í jöfnuna í allri umfjöllun sé að hausinn á öllum leikmönnum sé á milljón. Upp muni koma atvik þar sem fólk hugsi hvað sé að gerast en óskar Pavel eftir því að fólk muni eftir því þegar þau atvik eru rædd. „Mitt eina verkefni í kvöld er að halda lestinni á teinunum. Þessi lest er best þegar hún er á teinunum. Ég er ekki að reyna að finna glufu á vörn Vals með einhverri útfærslu,“ segir Pavel. „Ég hef gert lítið úr mínu hlutverki í þessu liði, og ég stend alveg við það. Það eru strákarnir í þessu liði sem stýra hlutunum. En nú erum við komin á þann stað að ég tek ábyrgð. Þá ábyrgð að koma strákunum á þann stað sem þeir þurfa að vera á fyrir kvöldið.“ Leikur Vals og Tindastóls hefst kl. 19:15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst klukkutíma fyrr, 18:15. Eftir leik mun Körfuboltakvöld gera leikinn upp.
Körfubolti Subway-deild karla Valur Tindastóll Tengdar fréttir Pavel vill að leikmenn fái sviðið þegar þeir verða kynntir til leiks í kvöld Klukkan 19.15 á Hlíðarenda mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þjálfari Tindastóls vill að Valur slökkvi á tónlistinni þegar leikmenn liðanna verða kynntir til leiks. 18. maí 2023 11:30 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Pavel vill að leikmenn fái sviðið þegar þeir verða kynntir til leiks í kvöld Klukkan 19.15 á Hlíðarenda mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þjálfari Tindastóls vill að Valur slökkvi á tónlistinni þegar leikmenn liðanna verða kynntir til leiks. 18. maí 2023 11:30