Hitti forsetann sinn óvænt við Hallgrímskirkju Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2023 17:00 Katerina ásamt Pavel við Hallgrímskirkju. Katerina Supikova Hin tékkneska Katerina Supikova hitti óvænt forseta Tékklands, Petr Pavel, þegar hún var að vinna á Kaffi Loka í miðbæ Reykjavíkur í gær. Kíkti forsetinn í kaffi til hennar en hún segir að þarna hafi hún upplifað kyngimagnaða stund. Katerina var á vakt á Kaffi Loka við Lokastíg í Reykjavík í gær þegar hún sá nokkra bíla aka í átt að Hallgrímskirkju. Fyrr um daginn hafði hún grínast við vinnufélaga sinn um hversu fyndið það væri ef hún myndi fá að hitta forseta Tékklands, Petr Pavel, á meðan hann væri staddur hér á landi vegna leiðtogafundarins í Hörpu. „Þeir fóru úr bílunum og ég var að fylgjast með þeim. Þá sá ég hann. Hann er nýr, hann var kosinn í mars og ég kaus hann. Þannig ég vissi hvernig hann lítur út. Ég hljóp út og tók mynd með honum og heilsaði honum. Sagði honum að mér þætti það frábært að hann væri hérna. Það kom honum á óvart að hitta Tékka. Það er fullt af pólsku fólki hér en ekki mikið af Tékkum,“ segir Katerina í samtali við fréttastofu. Katerina að færa Petr Pavel, forseta Tékklands, kaffibolla.Katerina Supikova Hún og Pavel ræddu saman um skamma stund áður en hún bauð forsetanum að koma á Kaffi Loka og fá kaffi. Hann sagðist ætla að skoða málið þegar hann væri búinn í Hallgrímskirkju. „Svo tuttugu mínútum síðar kom hann með öllum lífvörðunum sínum og starfsmönnum. Þetta voru svona tíu manns. Það var svo mikill heiður að fá að gera kaffi fyrir hann. Svo skrifaði hann í gestabókina okkar. Hann óskaði mér alls hins besta. Þetta var svo frábært, þetta er eitthvað sem þú gætir aldrei nokkurn tímann búist við. Ég hefði annars aldrei getað hitt hann. Hann er oftast í Prag en ég bjó í bæ mun norðar,“ segir Katerina. Petr Pavel alsæll með kaffibollann á Kaffi Loka. Við hlið hans stendur einn af lífvörðum hans. Katerina Supikova Sagði hún forsetanum frá því að það væri önnur tékknesk stelpa að vinna með henni á kaffihúsinu. Kom það honum mjög á óvart. „Hann var að spyrja hvort við myndum flytja aftur til Tékklands. Við sögðum honum að það væri ekki planið þrátt fyrir að hann væri frábær forseti,“ segir Katerina og hlær. Tékkland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Hallgrímskirkja Reykjavík Tengdar fréttir Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Yfirburðasigur hershöfðingjans í Tékklandi Petr Pavel, fyrrverandi NATO hershöfðingi og háttsettur starfsmaður tékkneska hersins, hefur verið kjörinn forseti Tékklands. Pavel hlaut 57 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Andrej Babiš fyrrverandi forsætisráðherra, laut í lægra haldi með tæp 43 prósent. 28. janúar 2023 18:29 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Katerina var á vakt á Kaffi Loka við Lokastíg í Reykjavík í gær þegar hún sá nokkra bíla aka í átt að Hallgrímskirkju. Fyrr um daginn hafði hún grínast við vinnufélaga sinn um hversu fyndið það væri ef hún myndi fá að hitta forseta Tékklands, Petr Pavel, á meðan hann væri staddur hér á landi vegna leiðtogafundarins í Hörpu. „Þeir fóru úr bílunum og ég var að fylgjast með þeim. Þá sá ég hann. Hann er nýr, hann var kosinn í mars og ég kaus hann. Þannig ég vissi hvernig hann lítur út. Ég hljóp út og tók mynd með honum og heilsaði honum. Sagði honum að mér þætti það frábært að hann væri hérna. Það kom honum á óvart að hitta Tékka. Það er fullt af pólsku fólki hér en ekki mikið af Tékkum,“ segir Katerina í samtali við fréttastofu. Katerina að færa Petr Pavel, forseta Tékklands, kaffibolla.Katerina Supikova Hún og Pavel ræddu saman um skamma stund áður en hún bauð forsetanum að koma á Kaffi Loka og fá kaffi. Hann sagðist ætla að skoða málið þegar hann væri búinn í Hallgrímskirkju. „Svo tuttugu mínútum síðar kom hann með öllum lífvörðunum sínum og starfsmönnum. Þetta voru svona tíu manns. Það var svo mikill heiður að fá að gera kaffi fyrir hann. Svo skrifaði hann í gestabókina okkar. Hann óskaði mér alls hins besta. Þetta var svo frábært, þetta er eitthvað sem þú gætir aldrei nokkurn tímann búist við. Ég hefði annars aldrei getað hitt hann. Hann er oftast í Prag en ég bjó í bæ mun norðar,“ segir Katerina. Petr Pavel alsæll með kaffibollann á Kaffi Loka. Við hlið hans stendur einn af lífvörðum hans. Katerina Supikova Sagði hún forsetanum frá því að það væri önnur tékknesk stelpa að vinna með henni á kaffihúsinu. Kom það honum mjög á óvart. „Hann var að spyrja hvort við myndum flytja aftur til Tékklands. Við sögðum honum að það væri ekki planið þrátt fyrir að hann væri frábær forseti,“ segir Katerina og hlær.
Tékkland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Hallgrímskirkja Reykjavík Tengdar fréttir Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Yfirburðasigur hershöfðingjans í Tékklandi Petr Pavel, fyrrverandi NATO hershöfðingi og háttsettur starfsmaður tékkneska hersins, hefur verið kjörinn forseti Tékklands. Pavel hlaut 57 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Andrej Babiš fyrrverandi forsætisráðherra, laut í lægra haldi með tæp 43 prósent. 28. janúar 2023 18:29 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38
Yfirburðasigur hershöfðingjans í Tékklandi Petr Pavel, fyrrverandi NATO hershöfðingi og háttsettur starfsmaður tékkneska hersins, hefur verið kjörinn forseti Tékklands. Pavel hlaut 57 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Andrej Babiš fyrrverandi forsætisráðherra, laut í lægra haldi með tæp 43 prósent. 28. janúar 2023 18:29
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels