Aflvaki í skapandi greinum Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Erla Rún Guðmundsdóttir skrifa 19. maí 2023 11:00 Aflvaki merkir kraftur sem örvar menn til dáða. Þann 10. maí 2023 sendi Hagstofa Íslands frá sér nýja og uppfærða menningarvísaog upplýsingarnar sem þar koma fram eru sannarlega örvandi fyrir atvinnuveg sem var fyrst skilgreindur í kortlagningu á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi árið 2011. Þar má sjá að um 15.300 manns starfa í menningu og skapandi greinum og rúmlega 5.000 rekstraraðilar með einhverja starfsemi. Rekstrartekjur voru rúmlega 126 milljarðar árið 2021 og þær tölur ná yfir allar þær rekstrartekjur sem rekstraraðili tiltekur í skattaframtali, þ.m.t. útflutningstekjur og hvers kyns styrki. Þannig aukast rekstrartekjur í geiranum um 2,9% frá árinum 2012, en um 40,3% ef fjölmiðlar og prentun er fráskilið. Í þeim tveimur greinum er mikill samdráttur samkvæmt tölunum. Kvikmynda- og sjónvarpsgeirinn er stærstur í rekstrartekjum en sveiflukenndur. Mikill vöxtur er í hönnun og arkitektúr þar sem rekstrartekjur hafa tvöfaldast á tíu árum. Sviðslistir dragast saman þegar bornar eru saman tölur frá 2012 og 2021 en aukast ef horft er til 2012-2019, áður en heimsfaraldur skall á. Tölurnar sýna einmitt líka hvaða áhrif heimsfaraldurinn hafði á ólíkar greinar því milli 2019 og 2020 jukust rekstrartekjur í fjórum þeirra, mest í tölvuleikjageiranum um tæp 50%. Á sama tíma hröpuðu rekstrartekjur í tónlist um tæp 45%. Frá 2020 til 2021 jukust þær líka mest í tónlist en höfðu þó ekki náð fyrri hæðum. Rekstrartekjur í menningu og skapandi greinum, Hagstofa Íslands Hvað vantar? Það er virkilegt gleðiefni að menningarvísar séu uppfærðir núna með reglulegum hætti. Talnaefnið sem þarna liggur að baki eru forsenda þess að hægt sé að rýna stefnur og stoðkerfi sem hafa þróast verulega á undanförnum 25 árum og um leið efla innviði þeirra atvinnugreina sem hér um ræðir. Hins vegar er ljóst að verulega vantar upp á til að talnaefnið segi alla söguna. Til að mynda er ekki hægt að sjá greiningu á útflutningstekjum í menningu og skapandi greinum, hvorki sem hluta af rekstrartekjum né í öðru talnaefni Hagstofunnar um utanríkisverslun. Með betri upplýsingum eða mælaborði sem sýnir hvernig sú kaka skiptist mætti t.d. skoða hvort áhersluverkefni Íslandsstofu séu liður í vaxtarsprota í þeim efnum? Jafnframt er vitað að í tölum um starfandi eftir skapandi greinum vantar stóran hluta sjálfstætt starfandi. Það verður að teljast afar líklegt að sá hópur sé einmitt sérstaklega stór í menningu og skapandi greinum, og því ákjósanlegt að leita leiða til að ná þeim inn í tölurnar. Auk þess er erfitt er að átta sig á hversu vel sjálfstætt starfandi og minni fyrirtæki skrá ÍSAT númer sem er atvinnugreinaflokkunin sem allt byggir á. Þá er í menningarvísum er ekki hægt að skoða skiptingu eftir landshlutum. Það væri verðugt verkefni að vinna að slíku niðurbroti á tölum þannig að hægt sé að meta menningarstefnu og aðgerðaráætlanir sem gerðar eru reglulega fyrir hvern landshluta. Hér er aðeins fátt eitt nefnt og mikilvæg verkefni framundan við að rýna hvað má bæta og hvernig má þróa menningarvísana enn frekar. Rannsóknasetur skapandi greina Í ágúst 2021 kynnti þáverandi ríkisstjórn aðgerðaráætlun undir einkunnarorðinu Skapandi Ísland. Í þeirri aðgerðaráætlun var Háskólanum á Bifröst falið að leiða undirbúning að stofnun skapandi greina í samstarfi við Listaháskóla Íslands, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Samtök skapandi greina. Það glittir nú í að setrið líti dagsins ljós. Það verður meðal annars hlutverk slíks seturs að eiga að góðu samtali og samstarfi við Hagstofu Íslands um hvernig megi áfram þróa og bæta þau talnasöfn sem nú er unnið með. Við sem höfum staðið að undirbúningi að stofnun setursins fögnum því að sá tími sé runninn upp að hægt verði að finna því þarfa samtali ákveðinn farveg og um leið efla til dáða þá sem hafa áhuga á rannsóknum á sviði atvinnulífs menningar og skapandi greina. Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður undirbúningsstjórnar um stofnun Rannsóknaseturs skapani greinaErla Rún Guðmundsdóttir sérfræðingur í menningartölfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Stjórnsýsla Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Aflvaki merkir kraftur sem örvar menn til dáða. Þann 10. maí 2023 sendi Hagstofa Íslands frá sér nýja og uppfærða menningarvísaog upplýsingarnar sem þar koma fram eru sannarlega örvandi fyrir atvinnuveg sem var fyrst skilgreindur í kortlagningu á hagrænum áhrifum skapandi greina á Íslandi árið 2011. Þar má sjá að um 15.300 manns starfa í menningu og skapandi greinum og rúmlega 5.000 rekstraraðilar með einhverja starfsemi. Rekstrartekjur voru rúmlega 126 milljarðar árið 2021 og þær tölur ná yfir allar þær rekstrartekjur sem rekstraraðili tiltekur í skattaframtali, þ.m.t. útflutningstekjur og hvers kyns styrki. Þannig aukast rekstrartekjur í geiranum um 2,9% frá árinum 2012, en um 40,3% ef fjölmiðlar og prentun er fráskilið. Í þeim tveimur greinum er mikill samdráttur samkvæmt tölunum. Kvikmynda- og sjónvarpsgeirinn er stærstur í rekstrartekjum en sveiflukenndur. Mikill vöxtur er í hönnun og arkitektúr þar sem rekstrartekjur hafa tvöfaldast á tíu árum. Sviðslistir dragast saman þegar bornar eru saman tölur frá 2012 og 2021 en aukast ef horft er til 2012-2019, áður en heimsfaraldur skall á. Tölurnar sýna einmitt líka hvaða áhrif heimsfaraldurinn hafði á ólíkar greinar því milli 2019 og 2020 jukust rekstrartekjur í fjórum þeirra, mest í tölvuleikjageiranum um tæp 50%. Á sama tíma hröpuðu rekstrartekjur í tónlist um tæp 45%. Frá 2020 til 2021 jukust þær líka mest í tónlist en höfðu þó ekki náð fyrri hæðum. Rekstrartekjur í menningu og skapandi greinum, Hagstofa Íslands Hvað vantar? Það er virkilegt gleðiefni að menningarvísar séu uppfærðir núna með reglulegum hætti. Talnaefnið sem þarna liggur að baki eru forsenda þess að hægt sé að rýna stefnur og stoðkerfi sem hafa þróast verulega á undanförnum 25 árum og um leið efla innviði þeirra atvinnugreina sem hér um ræðir. Hins vegar er ljóst að verulega vantar upp á til að talnaefnið segi alla söguna. Til að mynda er ekki hægt að sjá greiningu á útflutningstekjum í menningu og skapandi greinum, hvorki sem hluta af rekstrartekjum né í öðru talnaefni Hagstofunnar um utanríkisverslun. Með betri upplýsingum eða mælaborði sem sýnir hvernig sú kaka skiptist mætti t.d. skoða hvort áhersluverkefni Íslandsstofu séu liður í vaxtarsprota í þeim efnum? Jafnframt er vitað að í tölum um starfandi eftir skapandi greinum vantar stóran hluta sjálfstætt starfandi. Það verður að teljast afar líklegt að sá hópur sé einmitt sérstaklega stór í menningu og skapandi greinum, og því ákjósanlegt að leita leiða til að ná þeim inn í tölurnar. Auk þess er erfitt er að átta sig á hversu vel sjálfstætt starfandi og minni fyrirtæki skrá ÍSAT númer sem er atvinnugreinaflokkunin sem allt byggir á. Þá er í menningarvísum er ekki hægt að skoða skiptingu eftir landshlutum. Það væri verðugt verkefni að vinna að slíku niðurbroti á tölum þannig að hægt sé að meta menningarstefnu og aðgerðaráætlanir sem gerðar eru reglulega fyrir hvern landshluta. Hér er aðeins fátt eitt nefnt og mikilvæg verkefni framundan við að rýna hvað má bæta og hvernig má þróa menningarvísana enn frekar. Rannsóknasetur skapandi greina Í ágúst 2021 kynnti þáverandi ríkisstjórn aðgerðaráætlun undir einkunnarorðinu Skapandi Ísland. Í þeirri aðgerðaráætlun var Háskólanum á Bifröst falið að leiða undirbúning að stofnun skapandi greina í samstarfi við Listaháskóla Íslands, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Samtök skapandi greina. Það glittir nú í að setrið líti dagsins ljós. Það verður meðal annars hlutverk slíks seturs að eiga að góðu samtali og samstarfi við Hagstofu Íslands um hvernig megi áfram þróa og bæta þau talnasöfn sem nú er unnið með. Við sem höfum staðið að undirbúningi að stofnun setursins fögnum því að sá tími sé runninn upp að hægt verði að finna því þarfa samtali ákveðinn farveg og um leið efla til dáða þá sem hafa áhuga á rannsóknum á sviði atvinnulífs menningar og skapandi greina. Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður undirbúningsstjórnar um stofnun Rannsóknaseturs skapani greinaErla Rún Guðmundsdóttir sérfræðingur í menningartölfræði
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar