Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2023 08:49 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur varið síðustu dögum í Japan, á leiðtogafundi G-7 ríkjanna, auðugustu lýðræðisríkja heims. AP/Susan Walsh Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Bakhmut ekki í höndum Rússa. Hann segir bæinn vera dauðan og að þar væru margir fallnir. Þetta sagði Selenskí er hann var spurður út í yfirlýsingar Rússa um að Bakhmut væri í þeirra höndum eftir margra mánaða átök. „Þú verður að skilja að það er ekkert eftir af bænum. Þeir gereyðilögðu hann,“ sagði Selenskí. „Í dag er Bakhmut bara til í hjarta okkar. Það er ekkert eftir.“ Síðan bætti hann við að það eina sem væri eftir í Bakhmut væru margir fallnir Rússar. Sjá einnig: „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Þá þakkaði Selenskí úkraínskum hermönnum fyrir verk þeirra í Bakhmut og sagði þá hafa staðið sig vel. Úkraínumenn hafa viljað halda Rússum við efnið í Bakhmut á meðan þeir þjálfa og vopna nýjar sveitir í aðdraganda væntanlegar gagnsóknar á næstu vikum. Here is video with the reporter s question. Reporter: Is Bakhmut still in Ukraine s hands? The Russians say they ve taken Bakhmut. Zelensky: I think no His team tells me he was answering about the second part of the question. pic.twitter.com/GxyjfrE0Ei— Christopher Miller (@ChristopherJM) May 21, 2023 Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti í gær yfir sigri í Bakhmut og svo gerði varnarmálaráðuneyti það einnig í kjölfarið. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli. Þó þeir hafi mögulega náð fullum tökum á rústum Bakhmut, hafa Úkraínumenn gert vel heppnaðar gagnárásir gegn Rússum bæði norður og suður af bænum. Árásir þessar hafa þó ekki verið mjög umfangsmiklar en Rússar eru sagðir vera að senda liðsauka á svæðið. Myndefni frá Bakhmut sýnir að bærinn er ekkert nema rústir og allir af þeim um sjötíu þúsund manns sem bjuggu þar fyrir innrás Rússa eru sagðir hafa flúið. Prigozhin tilkynnti einnig í gær að málaliðar hans myndu afhenda rússneska hernum bæinn þann 25. maí. Úkraínumenn segja enn barist í Bakhmut. Það geisi enn bardagar í suðvesturhluta bæjarins. Þá hafa gagnárásir Úkraínumanna í jöðrum bæjarins veikt stöðu Rússa þar. Frekari hernaðaraðstoð Selenskí fundaði í morgun með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, á hliðarlínum G-7 fundarins. Í kjölfar þess fundar opinberuðu Bandaríkjamenn frekari hernaðaraðstoð til Úkraínu. Sú aðstoð felur meðal annars í sér skotfæri fyrir stórskotalið og HIMARS-eldflaugakerfi, bryndreka, vopn til að granda skrið- og bryndrekum, trukka og annað. Í yfirlýsingu vegna hernaðaraðstoðarinnar segir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Rússar gætu bundið enda á stríðið í dag. Þar til þeir geri það muni Bandaríkin og aðrir bakhjarlar Úkraínu standa með Úkraínumönnum, eins lengi og þess þarf. Today I am authorizing critical new security support for Ukraine, in the form of arms and equipment, that will strengthen Ukraine s defenders on the battlefield. We continue to stand united with Ukraine, and will for as long as it takes. https://t.co/piWNG0qOZY— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) May 21, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24 Selenskí kominn til Japans Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lenti í Japan í morgun þar sem hann mun sækja leiðtogafund G-7 ríkjanna. Þar hefur þegar verið ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. 20. maí 2023 10:29 Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
„Þú verður að skilja að það er ekkert eftir af bænum. Þeir gereyðilögðu hann,“ sagði Selenskí. „Í dag er Bakhmut bara til í hjarta okkar. Það er ekkert eftir.“ Síðan bætti hann við að það eina sem væri eftir í Bakhmut væru margir fallnir Rússar. Sjá einnig: „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Þá þakkaði Selenskí úkraínskum hermönnum fyrir verk þeirra í Bakhmut og sagði þá hafa staðið sig vel. Úkraínumenn hafa viljað halda Rússum við efnið í Bakhmut á meðan þeir þjálfa og vopna nýjar sveitir í aðdraganda væntanlegar gagnsóknar á næstu vikum. Here is video with the reporter s question. Reporter: Is Bakhmut still in Ukraine s hands? The Russians say they ve taken Bakhmut. Zelensky: I think no His team tells me he was answering about the second part of the question. pic.twitter.com/GxyjfrE0Ei— Christopher Miller (@ChristopherJM) May 21, 2023 Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti í gær yfir sigri í Bakhmut og svo gerði varnarmálaráðuneyti það einnig í kjölfarið. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli. Þó þeir hafi mögulega náð fullum tökum á rústum Bakhmut, hafa Úkraínumenn gert vel heppnaðar gagnárásir gegn Rússum bæði norður og suður af bænum. Árásir þessar hafa þó ekki verið mjög umfangsmiklar en Rússar eru sagðir vera að senda liðsauka á svæðið. Myndefni frá Bakhmut sýnir að bærinn er ekkert nema rústir og allir af þeim um sjötíu þúsund manns sem bjuggu þar fyrir innrás Rússa eru sagðir hafa flúið. Prigozhin tilkynnti einnig í gær að málaliðar hans myndu afhenda rússneska hernum bæinn þann 25. maí. Úkraínumenn segja enn barist í Bakhmut. Það geisi enn bardagar í suðvesturhluta bæjarins. Þá hafa gagnárásir Úkraínumanna í jöðrum bæjarins veikt stöðu Rússa þar. Frekari hernaðaraðstoð Selenskí fundaði í morgun með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, á hliðarlínum G-7 fundarins. Í kjölfar þess fundar opinberuðu Bandaríkjamenn frekari hernaðaraðstoð til Úkraínu. Sú aðstoð felur meðal annars í sér skotfæri fyrir stórskotalið og HIMARS-eldflaugakerfi, bryndreka, vopn til að granda skrið- og bryndrekum, trukka og annað. Í yfirlýsingu vegna hernaðaraðstoðarinnar segir Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Rússar gætu bundið enda á stríðið í dag. Þar til þeir geri það muni Bandaríkin og aðrir bakhjarlar Úkraínu standa með Úkraínumönnum, eins lengi og þess þarf. Today I am authorizing critical new security support for Ukraine, in the form of arms and equipment, that will strengthen Ukraine s defenders on the battlefield. We continue to stand united with Ukraine, and will for as long as it takes. https://t.co/piWNG0qOZY— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) May 21, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24 Selenskí kominn til Japans Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lenti í Japan í morgun þar sem hann mun sækja leiðtogafund G-7 ríkjanna. Þar hefur þegar verið ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. 20. maí 2023 10:29 Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24
Selenskí kominn til Japans Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lenti í Japan í morgun þar sem hann mun sækja leiðtogafund G-7 ríkjanna. Þar hefur þegar verið ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. 20. maí 2023 10:29
Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07