Minnkandi lundastofn hræðir ferðaþjónustuna Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. maí 2023 23:40 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins. Lundastofninn, rétt eins og aðrir fuglastofnar, stækkar og minnkar á víxl í takt við fæðuframboð, sjúkdóma og aðra samverkandi þætti. Framkvæmdastjóri fyrirtækja í ferðaþjónustu segir bagalegt fyrir greinina ef stofninn minnki enn frekar, enda spili lundinn stórt hlutverk í markaðssetningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, hefur áhyggjur af þróuninni. „Þetta er náttúrulega ekki gott fyrir lífríkið og því síður þá gott fyrir ferðaþjónustuna sem hefur gert lundann að aðalsmerki sínu út á við. Þetta er fugl sem er afar fallegur og sérstakur. Þetta er eitthvað sem bætir svo ofboðslega miklu við upplifunina þegar fólk kemur hingað; að geta staðið á Borgarfirði eystri og fylgst með lundavarpinu þar, í Reynisfjöru, Vesturlandi og Vestmannaeyjum. Þetta er ótrúlega fallegur fugl og það væri virkileg synd mjög ef stofninn næði sér ekki á strik aftur.“ Fólk komi gagngert til að skoða lundann Ferðamenn komi jafnvel beinlínis hingað til lands til þess að skoða lundann. „Það er alveg til í dæminu að fólk komi gagngert til þess að sjá lundann og kannski sérstaklega fólk frá löndum þar sem lundinn er friðaður og sést kannski ekki mikið. Þetta eitt af því sem fólk sækir í á Íslandi.“ Lífríkið sé síbreytilegt og það geti haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna. „Við höfum séð kríuvarp breytast líka, færast til á landinu og fleira. Það eru ýmis áhyggjuefni varðandi þetta.“ Dýr Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fuglar Múlaþing Vestmannaeyjar Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Lundastofninn, rétt eins og aðrir fuglastofnar, stækkar og minnkar á víxl í takt við fæðuframboð, sjúkdóma og aðra samverkandi þætti. Framkvæmdastjóri fyrirtækja í ferðaþjónustu segir bagalegt fyrir greinina ef stofninn minnki enn frekar, enda spili lundinn stórt hlutverk í markaðssetningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu, hefur áhyggjur af þróuninni. „Þetta er náttúrulega ekki gott fyrir lífríkið og því síður þá gott fyrir ferðaþjónustuna sem hefur gert lundann að aðalsmerki sínu út á við. Þetta er fugl sem er afar fallegur og sérstakur. Þetta er eitthvað sem bætir svo ofboðslega miklu við upplifunina þegar fólk kemur hingað; að geta staðið á Borgarfirði eystri og fylgst með lundavarpinu þar, í Reynisfjöru, Vesturlandi og Vestmannaeyjum. Þetta er ótrúlega fallegur fugl og það væri virkileg synd mjög ef stofninn næði sér ekki á strik aftur.“ Fólk komi gagngert til að skoða lundann Ferðamenn komi jafnvel beinlínis hingað til lands til þess að skoða lundann. „Það er alveg til í dæminu að fólk komi gagngert til þess að sjá lundann og kannski sérstaklega fólk frá löndum þar sem lundinn er friðaður og sést kannski ekki mikið. Þetta eitt af því sem fólk sækir í á Íslandi.“ Lífríkið sé síbreytilegt og það geti haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna. „Við höfum séð kríuvarp breytast líka, færast til á landinu og fleira. Það eru ýmis áhyggjuefni varðandi þetta.“
Dýr Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fuglar Múlaþing Vestmannaeyjar Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira